Þú ert hér:///apríl

Ninna fer í sveit

2019-04-30T14:21:57+00:0030. apríl 2017|

Leikhóparnir Miðnætti og Lost Watch frumsýndu í gær brúðuleik sinn Á eigin fótum í Tjarnarbíó. Ég komst ekki þá vegna málþings um Jane Austen en sá aðra sýningu í dag. Þetta er svo til orðlaus sýning enda er ætlunin að ferðast með hana til annarra landa en ekki er hún þögul því í henni er ... Lesa meira

„Og hér ertu þá aftur … Kvíðinn sjálfur …“

2019-04-30T14:29:34+00:0019. apríl 2017|

Kvíði er merkilegt fyrirbæri, svo nauðsynlegur manneskjunni en þó svo leiðinlegur, og vel gert hjá leikhópnum SmartíLab að búa til um hann leiksýningu sem sýnir, fræðir og örvar til baráttu. Hún heitir Fyrirlestur um eitthvað fallegt og er sýnd í Tjarnarbíó undir stjórn Söru Martí. Á snjöllu sviði Brynju Björnsdóttur er stór málmgrind að kúluhúsi ... Lesa meira

Þögnin í genunum

2019-04-30T14:44:51+00:0010. apríl 2017|

Þrír ungir menn standa á gólfinu í Mengi við Óðinsgötu í Reykjavík og horfa áhugasamir á áhorfendahópinn. Þeim liggur greinilega eitthvað á hjarta en orðin láta á sér standa. Þeir opna munninn – en loka honum aftur, tala til okkar með augunum, líta hver á annan, ræskja sig, anda, andvarpa, við bíðum en það kemur ... Lesa meira

Fátæktin var mín fylgikona

2019-05-27T11:27:16+00:009. apríl 2017|

Það verður ekki tekið frá honum Þorleifi Erni Arnarssyni, honum tekst að koma manni á óvart. Það tókst honum líka í gærkvöldi, þó nokkrum sinnum. Sýningin var Álfahöllin hin umrædda á stóra sviði Þjóðleikhússins, eins konar revía um leikhúsið – sjálft fyrirbærið Þjóðleikhús Íslendinga, bæði hús og stofnun – og samfélag okkar á þessari stundu. ... Lesa meira

„Mér endist ekki ævin til að syrgja þig …“

2019-04-30T15:36:01+00:001. apríl 2017|

Steinunn Sigurðardóttir er talsmaður ástarsorgarinnar í íslenskum bókmenntum. Í sögum og ljóðum hyllir hún þessa margræðu tilfinningu af slíkri snilld að lesandinn þráir um sinn ekkert heitar en fá að upplifa hana sjálfur. Og þó er þetta í grunninn eyðandi og banvæn kennd eins og Steinunn sýnir hvergi betur en í skáldsögunni Tímaþjófnum sem nú ... Lesa meira