Þú ert hér:///september

„Sérðu línurnar?“

2019-08-23T14:41:08+00:0030. september 2011|

Þjóðleikhúsið frumsýndi í gær á stóra sviðinu Listaverkið eftir Yasminu Reza í þýðingu Péturs Gunnarssonar. Margir muna eftir sýningu á sama verki á árunum 1997-8 og svo skemmtilega vill til að leikararnir eru þeir sömu nú og þá og leika sömu hlutverk undir stjórn sama leikstjóra, Guðjóns Pedersen. Sviðshönnuður er einnig sá sami, Guðjón Ketilsson, ... Lesa meira

Tár, bros og töfraskór

2019-10-17T16:45:25+00:0028. september 2011|

Guðni Th. Jóhannesson. Gunnar Thoroddsen – ævisaga. JPV útgáfa, 2010. Úr Tímaritit Máls og menningar 3. hefti 2011 Sumarið 1980, voru enn hveitibrauðsdagar ríkisstjórnar Gunnars Thoroddsens. Stjórnin var mynduð í febrúar sama ár og naut í fyrstu slíkra vinsælda í skoðanakönnunum að fátítt mátti heita í lýðræðisríki. Stjórnin naut meira að segja stuðnings meirihluta kjósenda ... Lesa meira

Skrásetjarar með „combinationsgáfu“

2019-10-17T16:13:49+00:0028. september 2011|

Sigrún Pálsdóttir. Þóra biskups og raunir íslenskrar embættismannastéttar 1847–1917. Reykjavík: JPV útgáfa, 2010. Úr Tímaritit Máls og menningar 3. hefti 2011   „Hvort er nú meira spennandi hér, sannleikur eða uppspuni?“ Á þessari spurningu lýkur stuttri en leyndardómsfullri frásögn sem stendur eins og nokkurs konar formáli að bók Sigrúnar Pálsdóttur, Þóra biskups og raunir íslenskrar ... Lesa meira

Hverju reiddust goðin?

2019-08-23T14:55:17+00:0026. september 2011|

Þriðja leiksýningin á þessari menningarhelgi (við sáum þar að auki rúmönsku bíómyndina Á útleið á RIFF, afar áhrifamikið drama) var líka þriðja uppistandið en vel undirbyggt og fræðandi að þessu sinni. Þetta var ný sýning í Landnámssetrinu í Borgarnesi, Blótgoðar eftir Þór Tulinius í flutningi hans sjálfs undir stjórn Peters Engkvist. Í Blótgoðum segir Þór ... Lesa meira

Karlar á tilvistarkrepputíð

2019-08-23T15:01:08+00:0025. september 2011|

Hellisbúinn, Pabbinn, Afinn og nú Alvörumenn, allt eru þetta uppistandssýningar með áherslu á hlutverk og stöðu karlmannsins í nútímasamfélagi. Af þeim er sú síðastnefnda stærst í merkingunni fjölmennust og sviðsett af mestum metnaði í stærsta salnum, en hún er samt beint framhald af Hellisbúanum sem var fyrsta viðureignin við þetta efni á íslensku og að ... Lesa meira

Myrkur er ekki til

2019-08-23T15:16:58+00:0024. september 2011|

Það er fjör í leikhúsunum þessar vikurnar, metkortasala í báðum stóru húsunum í Reykjavík og uppselt á sýningar langt fram í tímann. Og í Þjóðleikhúskjallaranum var stappfullt í gærkvöldi á kabarettsýninguna Uppnám, enda hefur hún fengið dúndurviðtökur gagnrýnenda. Það er reyndar sérstakt fagnaðarefni, ekki síst fyrir roskna borgarbúa, að Leikhúskjallarinn skuli verða reglulegur vettvangur fyrir ... Lesa meira

Dásamlegt líf í Oz

2019-08-23T15:39:14+00:0018. september 2011|

Fyrsta sýningin á stóra sviði Borgarleikhússins á leikárinu er ætluð börnum en ekki síður fullorðnum, enda mikil leikhúsveisla þar sem öll brögð leikhússins, forn og ný, eru nýtt undir hugmyndaríkri stjórn Bergs Þór Ingólfssonar sem einnig þýðir verkið. Þetta er gamalt verk, saga Franks Baum um Galdrakarlinn í Oz er meira en aldargömul og söngleikur ... Lesa meira

„Tótal teater“

2019-08-23T15:23:52+00:0018. september 2011|

Í gærkvöldi var svo Svartur hundur prestsins eftir Auði Övu Ólafsdóttur frumsýndur í Kassanum í Þjóðleikhúsinu undir stjórn Kristínar Jóhannesdóttur. Fyrsta leikrit þessa dáða skáldsagnahöfundar bar sannarlega engin byrjandamerki; það skal sagt undir eins í upphafi að þetta var einstaklega frumleg, falleg og fyndin sýning. Það var freistandi í hléi og eftir sýningu að ímynda ... Lesa meira

Kannski verður ljós

2019-08-23T15:44:54+00:0011. september 2011|

Gamli róttæklingurinn í mér er vel nærður eftir þessa helgi. Fyrir utan fimmtu sinfóníu Sjostakovitsj sem þykir ansi róttæk og Hertu Müller og Ingo Schulze sem töluðu af eigin reynslu um líf undir harðstjórn á Bókmenntahátíð í Reykjavík sá ég Zombíljóðin í Borgarleikhúsinu á föstudagskvöldið, “alvöru gagnrýnið samtímaverk” eins og segir í leikskrá, og Ge9n, ... Lesa meira