Þú ert hér:///nóvember

Að lifa lengi á lyginni

2019-06-19T10:25:42+00:0012. nóvember 2012|

Sögurnar af Múnkhásen barón hafa skemmt fólki alveg síðan á 18. öld þegar hann sjálfur var á dögum, fyrst í hans eigin frásögn, svo í endursögnum, misjafnlega trúum frumsögunum, í bókum ýmissa höfunda og loks í útvarpi og kvikmyndum. Það er ákaflega vel til fundið af Gaflaraleikhúsinu að rifja upp þessar sögur í fjölskyldusýningu sinni ... Lesa meira

Bræður munu berjast …

2019-06-18T18:02:20+00:005. nóvember 2012|

Það er engu logið á uppsetningu Íslensku óperunnar á Il trovatore Verdis í Eldborgarsal Hörpu. Hljómsveitin leikur skínandi vel undir stjórn Carol I. Crawford, einsöngvararnir syngja hver öðrum betur og kórinn er flottur undir stjórn Halldórs E. Laxness. En eiginlega fannst mér sviðið hans Gretars Reynissonar stela senunni hvað eftir annað í göldróttri lýsingu Björns ... Lesa meira

Ólík andlit ástarinnar

2019-06-19T10:42:02+00:003. nóvember 2012|

Hvernig á maður að geta skrifað umsögn um sýningu þar sem leikarinn stígur niður af sviðinu og smellir á mann kossi eins og ekkert sé? Það var auðvitað „kyssikonan ægilega“, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, sem þetta gerði á frumsýningu Ástarinnar, einleiks með söngvum eftir Tómas R. Einarsson, í kjallara Þjóðleikhússins í gærkvöldi. Og leikhúsbloggarinn var ekki ... Lesa meira

Allt til bóta

2023-09-14T18:36:11+00:002. nóvember 2012|

Fyrsta sviðsverk Ragnars Bragasonar, Gullregn, ber þess merki að höfundurinn er vanur að vinna fyrir kvikmyndavélar. Verkið er samsett úr þrettán atriðum sem gerast með mislöngu millibili, það líða allt frá tíu mínútum að fjórum mánuðum á milli og þá er sviðið myrkvað – þar sem Ragnar hefði klippt í kvikmynd. Þetta verður svolítið gamaldags ... Lesa meira