Þú ert hér:///nóvember

Fjölskylduskemmtun

2019-03-12T17:21:54+00:0030. nóvember 2018|

Fyrsta verk Íslensku óperunnar á nýju leikári er sýning fyrir alla fjölskylduna og á annarri sýningu í gær var fólk á öllum aldri, allt frá litlum börnum upp í afa og ömmur. Þetta er vel til fundið og full ástæða til að hvetja óperuunnendur til að nota tækifærið og kynna listina fyrir börnum og barnabörnum. ... Lesa meira

Að byggja grafhýsi úr orðum

2019-05-16T11:49:40+00:0027. nóvember 2018|

Kári Tulinius. Móðurhugur. JPV, 2017. 160 bls. Úr Tímariti Máls og menningar 4. hefti 2018 Móðurhugur er önnur skáldsaga Kára Tulinius sem hefur getið sér gott orð sem ljóðskáld og útgefandi en hann stofnaði Meðgönguljóð á sínum tíma, ásamt Valgerði Þóroddsdóttur og Sveinbjörgu Bjarnadóttur, sem síðar varð forlagið Partus. Fremur lítið hefur farið fyrir umfjöllun ... Lesa meira

Rauntímaraunir

2019-05-16T11:49:48+00:0027. nóvember 2018|

Jónas Reynir Gunnarsson. Millilending. Partus, 2017. 176 bls. Úr Tímariti Máls og menningar 4. hefti 2018 Innkoma Jónasar Reynis Gunnarssonar á skáldabekk 2017 var með eindæmum glæsileg. Leiðarvísir um þorp, lítið ljóðakver sem hverfist um Fellabæ, hinn dálítið óskáldlega heimabæ Jónasar, gaf strax til kynna að þarna væri komin ung rödd með skýrum persónueinkennum og ... Lesa meira

Vertu sýnilegur!

2019-05-16T11:51:50+00:0027. nóvember 2018|

Kristín Helga Gunnarsdóttir. Vertu ósýnilegur – Flóttasaga Ishmaels. Mál og menning 2017. 235 bls. Úr Tímariti Máls og menningar 4. hefti 2018 Ég hef verið spurð að því nokkrum sinnum hvort innflytjendur hafi skrifað áhugaverðar barna- og unglingabókmenntir á Íslandi? Eða hvort hér hafi verið skrifaðar áhugaverðar bækur fyrir börn þar sem innflytjendur séu í ... Lesa meira

Femínísk vistdraumsýn á Freyjueyju

2019-05-16T11:50:06+00:0027. nóvember 2018|

Oddný Eir Ævarsdóttir. Undirferli: yfirheyrsla. Bjartur, 2017. 174 bls. Úr Tímariti Máls og menningar 4. hefti 2018 Undirferli, skáldsaga um heilindi, ást og æsku-eyjar, byrjar á tilvitnunum í Hávamál og Brísingamen Freyju og seinni hluta bókarinnar lýsir önnur aðalpersónan, Smári, því yfir að nú sé „tími heiðnu frjósemisgyðjunnar Freyju runninn upp“ (140). Nokkru síðar segir ... Lesa meira

„Það að skrifa bækur er alltaf að einhverju marki siðlaus gjörningur“

2019-04-29T16:04:10+00:0027. nóvember 2018|

Viðtal Höllu Þórlaugar Óskarsdóttur við Eirík Örn Norðdahl [hér birtist aðeins brot úr viðtalinu] Úr Tímariti Máls og menningar 4. hefti 2018 HÞÓ: Til hamingju með bókina, Eiríkur. Það má vera að hún verði gagnrýnd, kannski harðlega, af þeim sem finnst vegið að trans samfélaginu, en ég er hins vegar ekki sammála því að hér ... Lesa meira

Tímarit Máls og menningar 4. hefti 2018

2019-04-29T15:54:19+00:0027. nóvember 2018|

Fjórða hefti Tímarits Máls og menningar 2018 geymir fjölbreytt efni eftir þekkta sem óþekkta höfunda, einn sem fæddur er um síðustu aldamót og aðra sem eiga að baki langan og farsælan starfsferil. Þess er minnst að hundrað ár eru frá fæðingu Jakobínu Sigurðardóttur og Kristján Árnason, bókmenntafræðingur og skáld, kvaddur; rýnt er í ljóð Ingibjargar ... Lesa meira

Vertu sæl, Berlín

2019-05-08T10:39:04+00:0025. nóvember 2018|

Hjá Leikfélagi Akureyrar er nú sýndur söngleikurinn Kabarett eftir ótal manns – Joe Masteroff (leiktexti), John Kander (tónlist) og Fred Ebb (söngtextar), sem byggðu á skáldsögu Christophers Isherwood (Goodbye to Berlin) og leikriti Johns van Druten upp úr henni (I Am a Camera) – og þau sýna ekki í Hofi eins og virtist liggja beint ... Lesa meira

Að vita hvað ég vil, er málið

2019-03-13T15:31:56+00:0023. nóvember 2018|

Þeir hafa gert það einu sinni enn. Fyrst tóku þeir Íslandssöguna almennt. Svo tóku þeir „öldina okkar“, þá 21. Og af því að þessar sýningar voru báðar kvenmannslausar bæta þeir úr því núna með því að taka kvenfólkið fyrir sérstaklega í sýningu sem þeir kalla … já, auðvitað: Kvenfólk! „Þeir“ eru að sjálfsögðu dúóið Hundur ... Lesa meira

Veröld sem var

2019-03-13T15:46:59+00:0016. nóvember 2018|

Það var kannski heppilegt að komast ekki á frumsýninguna á Insomnia í Kassanum á miðvikudagskvöldið. Alltént voru á sýningunni í gær að því er virtist eintómir aðdáendur Friends-þáttanna sem verkið snýst um og héldu uppi stuði allan tímann. Insomnia er samvinnuverkefni Þjóðleikhússins, leikhópsins Stertabendu og Everybody's Spectacular-hátíðarinnar. Verkið er samið af Amalie Olesen og leikhópnum ... Lesa meira