Þú ert hér://2018

Níðingslega lifandi Shakespeare

2019-06-13T18:20:18+00:0030. desember 2018|

Það segir sitt um álit manna og áhyggjur af ástandi heimsins að jólasýningar beggja stóru leikhúsanna skuli fjalla um viðurstyggð harðstjórnar. Í Þjóðleikhúsinu er skopast að Adolf Hitler en í Borgarleikhúsinu er rifjað upp rúmlega 400 ára gamalt leikrit Shakespeares um Ríkharð þriðja, kroppinbakinn sem myrti sér leið til konungdóms á Englandi. Brynhildur Guðjónsdóttir leikstýrir ... Lesa meira

Að skemmta um hið óskemmtilega

2019-05-27T11:24:34+00:0027. desember 2018|

Skiljanlegt er að kvikmynd Chaplins, The Great Dictator, freisti leikhúsmanna núna þegar valdsmenn ýmissa – jafnvel óvæntra – ríkja sýna ofsókna- og einræðistilburði. Það verður þó að hafa í huga að Chaplin vann að bíómyndinni sinni á árunum í kringum upphaf seinni heimsstyrjaldarinnar, frá 1937 til 1940 þegar hún var frumsýnd; líklega hefði honum ekki ... Lesa meira

Sumir ferlar eru þannig

2019-05-27T15:56:24+00:003. desember 2018|

Lakehouse-hópurinn frumsýndi nýtt íslenskt leikrit eftir splunkunýjan höfund í Tjarnarbíó á föstudagskvöldið, Rejúníon eftir Sóleyju Ómarsdóttur, undir stjórn Árna Kristjánssonar. Umfjöllunarefnið er óvenjulegt, fæðingarþunglyndi og afleiðingar þess, þó var oft hlegið á annarri sýningu sem við sáum í gær, enda margt smátt og stórt á sviðinu sem leikhúsgestir tengdu við. Þó að þetta sé raunsæisverk ... Lesa meira

Upplifunarleikhús

2019-03-12T17:23:27+00:002. desember 2018|

Leikhópurinn 16 elskendur hefur jafngaman af því að leika fyrir áhorfendur sína og leika sér við þá eins og augljóst er af nýjustu sýningu þeirra, Leitinni að tilgangi lífsins, sem þau setja upp á gömlu Læknavaktinni á Smáratorgi í Kópavogi. Þetta er þátttökuleikhús dauðans en ekki mínúta dauð! Ég held að ég geti fullyrt að ... Lesa meira

Fjölskylduskemmtun

2019-03-12T17:21:54+00:0030. nóvember 2018|

Fyrsta verk Íslensku óperunnar á nýju leikári er sýning fyrir alla fjölskylduna og á annarri sýningu í gær var fólk á öllum aldri, allt frá litlum börnum upp í afa og ömmur. Þetta er vel til fundið og full ástæða til að hvetja óperuunnendur til að nota tækifærið og kynna listina fyrir börnum og barnabörnum. ... Lesa meira

Að byggja grafhýsi úr orðum

2019-05-16T11:49:40+00:0027. nóvember 2018|

Kári Tulinius. Móðurhugur. JPV, 2017. 160 bls. Úr Tímariti Máls og menningar 4. hefti 2018 Móðurhugur er önnur skáldsaga Kára Tulinius sem hefur getið sér gott orð sem ljóðskáld og útgefandi en hann stofnaði Meðgönguljóð á sínum tíma, ásamt Valgerði Þóroddsdóttur og Sveinbjörgu Bjarnadóttur, sem síðar varð forlagið Partus. Fremur lítið hefur farið fyrir umfjöllun ... Lesa meira

Rauntímaraunir

2019-05-16T11:49:48+00:0027. nóvember 2018|

Jónas Reynir Gunnarsson. Millilending. Partus, 2017. 176 bls. Úr Tímariti Máls og menningar 4. hefti 2018 Innkoma Jónasar Reynis Gunnarssonar á skáldabekk 2017 var með eindæmum glæsileg. Leiðarvísir um þorp, lítið ljóðakver sem hverfist um Fellabæ, hinn dálítið óskáldlega heimabæ Jónasar, gaf strax til kynna að þarna væri komin ung rödd með skýrum persónueinkennum og ... Lesa meira

Vertu sýnilegur!

2019-05-16T11:51:50+00:0027. nóvember 2018|

Kristín Helga Gunnarsdóttir. Vertu ósýnilegur – Flóttasaga Ishmaels. Mál og menning 2017. 235 bls. Úr Tímariti Máls og menningar 4. hefti 2018 Ég hef verið spurð að því nokkrum sinnum hvort innflytjendur hafi skrifað áhugaverðar barna- og unglingabókmenntir á Íslandi? Eða hvort hér hafi verið skrifaðar áhugaverðar bækur fyrir börn þar sem innflytjendur séu í ... Lesa meira

Femínísk vistdraumsýn á Freyjueyju

2019-05-16T11:50:06+00:0027. nóvember 2018|

Oddný Eir Ævarsdóttir. Undirferli: yfirheyrsla. Bjartur, 2017. 174 bls. Úr Tímariti Máls og menningar 4. hefti 2018 Undirferli, skáldsaga um heilindi, ást og æsku-eyjar, byrjar á tilvitnunum í Hávamál og Brísingamen Freyju og seinni hluta bókarinnar lýsir önnur aðalpersónan, Smári, því yfir að nú sé „tími heiðnu frjósemisgyðjunnar Freyju runninn upp“ (140). Nokkru síðar segir ... Lesa meira

„Það að skrifa bækur er alltaf að einhverju marki siðlaus gjörningur“

2019-04-29T16:04:10+00:0027. nóvember 2018|

Viðtal Höllu Þórlaugar Óskarsdóttur við Eirík Örn Norðdahl [hér birtist aðeins brot úr viðtalinu] Úr Tímariti Máls og menningar 4. hefti 2018 HÞÓ: Til hamingju með bókina, Eiríkur. Það má vera að hún verði gagnrýnd, kannski harðlega, af þeim sem finnst vegið að trans samfélaginu, en ég er hins vegar ekki sammála því að hér ... Lesa meira