Þú ert hér:///júní

Piltur og stúlka endurvakin

2024-06-28T09:13:45+00:0028. júní 2024|

Hólmfríður Hafliðadóttir frumsýndi í gærkvöldi einleik sinn Þegar við erum ein í nýja sviðslistahúsinu Afturámóti í Háskólabíó. Meðhöfundur hennar er Melkorka Gunborg Briansdóttir sem einnig leikstýrir. Magnús Thorlacius er dramatúrg, Iðunn Gígja Kristjánsdóttir gerir leikmyndina sem er einföld en virkar vel og tónskáldið er Iðunn Einarsdóttir. Verkið fjallar um ástarsamband tveggja ungmenna en Hólmfríður leikur ... Lesa meira

Tveggja leiksýninga kvöld

2024-06-26T21:14:41+00:0026. júní 2024|

Dúndurfréttir: Nýtt sviðslistahús hefur verið stofnsett í Reykjavík, Afturámóti. Það hefur aðsetur í Háskólabíó og þar í sal 2 sá ég tvö stutt leikverk í gærkvöldi. Hið fyrra, Hansel og Gretel eftir Melkorku Gunborgu Briansdóttur hafði ég séð áður á Ungleik í Tjarnarbíó í fyrra, hið síðara var Svar við bréfi Petru eftir Gígju Hilmarsdóttur ... Lesa meira

Heimsókn í Hundraðekruskóg

2024-06-21T11:52:51+00:0020. júní 2024|

Leikhópurinn Lotta er sestur að í Ævintýraskóginum í Elliðaárdal – nema hvað nú heitir hann Hundraðekruskógurinn og titilpersóna nýja söngleiksins er enginn annar en sjálfur Bangsímon. Höfundur og leikstjóri er Anna Bergljót Thorarensen sem líka semur ágæta söngtexta ásamt Baldri Ragnarssyni en höfundar fjörugra laga eru Baldur Ragnarsson, Rósa Ásgeirsdóttir og Þórður Gunnar Þorvaldsson. Danshöfundur er Sif Elíasdóttir Bachmann ... Lesa meira

Loftfimleikar og loftslagsvá

2024-06-21T14:05:04+00:0017. júní 2024|

Sviðslistahópurinn Common Nonsense tekur þátt í Listahátíð í Reykjavík með verkinu Las Vegan eftir Ilmi Stefánsdóttur sem þau sýndu í portinu í Hafnarhúsi. Þetta mikla leiksvæði lögðu þau undir sig með flygil á öðrum endanum sem Davíð Þór Jónsson leikur á og loftfimleikatæki og tól á hinum endanum sem leikendur og sérstakir fimleikamenn (Justyna Micota ... Lesa meira

Fótboltinn og lífið

2024-06-21T11:49:43+00:0016. júní 2024|

Óperan Skjóta eftir Sigrúnu Gyðu Sveinsdóttur var frumsýnd fyrir skömmu í Ásmundarsal og ég sá hana í gær. Þetta er heimspekilegt verk sem teflir saman á frumlegan hátt fótboltaleik og baráttunni við loftslagsvá. Sigrún Gyða semur bæði texta og tónlist en Baldur Hjörleifsson er með henni í músíkinni; innsetningin utan um verkið er líka eftir ... Lesa meira

Synesthesia og brot úr Umbroti

2024-06-11T12:30:09+00:0011. júní 2024|

eftir Sigurjón Bergþór Daðason     Synesthesia   Úr Tímariti Máls og menningar, 2. hefti 2024   Það er ómögulegt að ímynda sér nýjan lit utan eða innan litrófsins. En stundum sjá mennirnir lit þegar þeir heyra hljóð, eins og tónskáldið Skríabin sem samdi ljóð fyrir sinfóníuhljómsveit, eða Rachmaninoff sem dreymdi prelúdíu fyrir píanó. Einn ... Lesa meira

Yeki bood yeki nabood

2024-06-10T13:34:16+00:008. júní 2024|

Eitt sviðslistaverkið á Listahátíð í Reykjavík í ár er einfaldlega kennt við höfundinn, íranska leikskáldið Nassim, og flokkast frekar sem viðburður eða leikhúsupplifun en leikrit. Höfundurinn heitir fullu nafni Nassim Soleimanpour og á við þann vanda að stríða að þótt verk hans séu leikin um víða veröld eru þau aldrei leikin í heimalandi hans. Hann ... Lesa meira