Þú ert hér:///maí

Hið manneskjulegasta

2020-01-30T17:07:32+00:0018. maí 2009|

Mönnum brá svolítið í brún þegar Páll Baldvin gaf sýningunni Húmanímal í Hafnarfjarðarleikhúsinu fimm stjörnur af fimm mögulegum í Fréttablaðinu, vissu ekki alveg hvaðan á þá stóð veðrið af því Páll er venjulega spar á hrósið. Ég sá ekki sýninguna fyrr en í gær, kannski næstsíðustu sýninguna, ef aðdáendum tekst ekki að fá þeim fjölgað, ... Lesa meira

Hláturinn lengi lifi

2020-01-31T15:01:35+00:0016. maí 2009|

Ég fékk góða útrás fyrir hláturþörfina í vikunni. Á fimmtudagskvöldið sá ég Kristján Ingimarsson leika listir sínar í Kassanum í sýningu sinni Creature - og hvílíkar listir! Og í gærkvöldi horfði ég á söguna gömlu um Sigríði og Indriða lifna við enn einn ganginn hjá Hugleik á Smíðaverkstæðinu í leikritinu Ó, þú aftur. Ég veit ekki hvort Jón ... Lesa meira

Er Valgerður betri María en Júlía?

2020-01-31T15:19:50+00:009. maí 2009|

Leikfélag Reykjavíkur frumsýndi í gærkvöldi söngleikinn sígræna Söngvaseið á stóra sviði Borgarleikhússins í þýðingu Flosa Ólafssonar. Gersamlega óþarft er að tíunda efni og boðskap þessa verks sem allir þekkja, það eina sem spurt er um er hvernig tekst til með sviðsetninguna: Nær hún máli miðað við fyrri uppsetningar sem fólk hefur séð hérlendis og erlendis ... Lesa meira