Þú ert hér://2009

Má ég fá meira?

2020-01-30T15:39:13+00:0027. desember 2009|

Á fjölmennum leiksýningum eins og Oliver! grípur mann sú tilfinning að einmitt til slíks brúks hafi leikhús verið hugsað: til að fylla sviðið af fólki, lífi og fjöri. Þegar barnahópurinn þrammaði inn í borðsal fátækrahælisins í upphafi frumsýningar í Þjóðleikhúsinu í gærkvöldi og raðirnar ætluðu engan endi að taka þá fylltist ég öryggistilfinningu, þetta yrði ... Lesa meira

Við erum öll Jesús

2020-01-30T15:40:30+00:0022. nóvember 2009|

Trúðarnir Barbara (Halldóra Geirharðsdóttir) og Úlfar (Bergur Þór Ingólfsson) eru enn komin á kreik á Litla sviði Borgarleikhússins, nýbúin að færa okkur Gleðileikinn guðdómlega eftir Dante. Nú hafa þau fengið trúðinn Bellu (Kristjana Stefánsdóttir) í lið með sér og leika á sinn sérstaka hátt fyrir okkur sjálft jólaguðspjallið í verkinu Jesús litli. Benedikt Erlingsson leikstýrir ... Lesa meira

Bjössi hleypur af sér hornin

2020-01-30T15:51:58+00:008. nóvember 2009|

Í rauninni er Horn á höfði, eldfjöruga barna og fjölskylduleikritið sem Grindvíska atvinnuleikhúsið (GRAL) sýnir núna, um háalvarlegt efni. Hver kannast ekki við að hafa vaknað að morgni og haft allt á hornum sér, jafnvel hrakið frá sér eina vininn sinn af tómri fýlu? Þetta kemur einmitt fyrir Björn (Víðir Guðmundsson) og það í bókstaflegri ... Lesa meira

Heim til mömmu

2020-01-30T16:02:20+00:002. nóvember 2009|

Ég játa að ég fylgist með framhaldsþáttunum Dirty Sexy Money í Sjónvarpi allra landsmanna. Þetta er hárbeitt háð um fólkið sem mörg okkar öfunda, ríkasta fólkið í hinum vestræna heimi, sorgir þess og gleði – aðallega sorgir náttúrlega – vel skrifaðir og ágætlega leiknir, sambærilegir að ýmsu leyti við þá dásamlegu grínþætti Aðþrengdar eiginkonur. Þarna ... Lesa meira

Ljúffengur Ástardrykkur

2020-01-31T14:33:40+00:0026. október 2009|

Það var ótrúlega gaman að hlýða á Ástardrykkinn eftir Donizetti í Íslensku óperunni í gærkvöldi. Félagi minn á frumsýningunni hafði séð uppsetningu á verkinu í sjálfri Vínaróperunni fyrir fáum árum og hann fullyrti að söngurinn væri alveg eins góður hér og þar. Það kom mér ekki á óvart. Hér er valinn maður í hverju einsöngshlutverki: ... Lesa meira

Völvan og Brennuvargarnir

2020-01-31T14:56:29+00:0024. október 2009|

Það var í óvænt gjöf að fá að sjá kvöld eftir kvöld nýjustu sýningar Þjóðleikhússins, einleikinn Völvu sem sýndur er í Kassanum og Brennuvargana eftir Max Frisch sem spóka sig á stóra sviðinu. Báðar eru sýningarnar vandaðar, einstaklega fallegar – og áhrifamiklar. Völva byggir á sjálfri Völuspá, eldfornu kvæði sem allir íslenskir framhaldsskólanemar kynnast enn ... Lesa meira

Hvenær verður vani vandi?

2020-01-31T14:54:57+00:003. október 2009|

Pör sem eru að hefja sambúð eða búin að búa saman um skeið gætu haft gagn af að sjá sýningu Venjulegs fólks í Hafnarfjarðarleikhúsinu á verki Kristjáns Þórðar Hrafnssonar, Fyrir framan annað fólk. Það var frumsýnt í gærkvöldi undir stjórn Melkorku Teklu Ólafsdóttur og bregður ljósi á sambúðarvanda sem getur verið erfitt – eða “asnalegt” ... Lesa meira

Er virkilega best að vera heima?

2020-01-30T16:27:10+00:0028. september 2009|

Karli Marx varð einhvern tíma að orði að stórir atburðir mannkynssögunnar gerðust fyrst sem harmleikir en endurtækju sig svo sem farsi. Írska leikskáldið Enda Walsh fer með þessa kenningu alla leið og svolítið lengra í verkinu Heima er best (The Walworth Farce) sem var frumsýnt í Borgarleikhúsinu á föstudagskvöldið undir stjórn Jóns Páls Eyjólfssonar. Þar segir ... Lesa meira

Frida, Harry og Heimir

2020-01-30T16:43:17+00:0013. september 2009|

Stóru leikhúsin opnuðu dyr sínar fyrir fyrstu gestum haustsins um helgina og hófu bæði vetrarstarfið á íslenskum verkum. Það var um það bil það eina sem þau áttu sameiginlegt. Á stóra sviði Þjóðleikhússins var okkur sögð saga mexíkóska myndlistarmannsins Fridu Kahlo á föstudagskvöldið, átakanleg ævisaga vörðuð slysum og svikum; á litla sviði Borgarleikhússins var á ... Lesa meira

Átök á háaloftinu

2020-01-30T16:54:58+00:0026. ágúst 2009|

Það fylgdi því ekta sælutilfinning – auk ávænings af dejavu – að príla upp á háloft í Batteríinu í gær til að fara á leiksýningu. Minnti á góða gamla daga í London á áttunda áratugnum þegar maður staulaðist upp og niður margan hænsnastigann í leit að sannri upplifun. Oftar en ekki fannst hún. Og í ... Lesa meira