Þú ert hér://2009

Völvan og Brennuvargarnir

2020-01-31T14:56:29+00:0024. október 2009|

Það var í óvænt gjöf að fá að sjá kvöld eftir kvöld nýjustu sýningar Þjóðleikhússins, einleikinn Völvu sem sýndur er í Kassanum og Brennuvargana eftir Max Frisch sem spóka sig á stóra sviðinu. Báðar eru sýningarnar vandaðar, einstaklega fallegar – og áhrifamiklar. Völva byggir á sjálfri Völuspá, eldfornu kvæði sem allir íslenskir framhaldsskólanemar kynnast enn ... Lesa meira

Hvenær verður vani vandi?

2020-01-31T14:54:57+00:003. október 2009|

Pör sem eru að hefja sambúð eða búin að búa saman um skeið gætu haft gagn af að sjá sýningu Venjulegs fólks í Hafnarfjarðarleikhúsinu á verki Kristjáns Þórðar Hrafnssonar, Fyrir framan annað fólk. Það var frumsýnt í gærkvöldi undir stjórn Melkorku Teklu Ólafsdóttur og bregður ljósi á sambúðarvanda sem getur verið erfitt – eða “asnalegt” ... Lesa meira

Er virkilega best að vera heima?

2020-01-30T16:27:10+00:0028. september 2009|

Karli Marx varð einhvern tíma að orði að stórir atburðir mannkynssögunnar gerðust fyrst sem harmleikir en endurtækju sig svo sem farsi. Írska leikskáldið Enda Walsh fer með þessa kenningu alla leið og svolítið lengra í verkinu Heima er best (The Walworth Farce) sem var frumsýnt í Borgarleikhúsinu á föstudagskvöldið undir stjórn Jóns Páls Eyjólfssonar. Þar segir ... Lesa meira

Frida, Harry og Heimir

2020-01-30T16:43:17+00:0013. september 2009|

Stóru leikhúsin opnuðu dyr sínar fyrir fyrstu gestum haustsins um helgina og hófu bæði vetrarstarfið á íslenskum verkum. Það var um það bil það eina sem þau áttu sameiginlegt. Á stóra sviði Þjóðleikhússins var okkur sögð saga mexíkóska myndlistarmannsins Fridu Kahlo á föstudagskvöldið, átakanleg ævisaga vörðuð slysum og svikum; á litla sviði Borgarleikhússins var á ... Lesa meira

„Sannmáll þú varst en sætmáll ei“

2020-03-11T10:29:07+00:003. september 2009|

Kristmundur Bjarnason. Amtmaðurinn á Einbúasetrinu: Ævisaga Gríms Jónssonar. Iðunn, 2008. Úr Tímariti Máls og menningar 3. hefti 2009. Óvíst er að nafn Kristmundar Bjarnasonar sé sérlega þekkt utan hóps áhugamanna um þjóðleg fræði eða innvígðra Skagfirðinga. Því má gera sér í hugarlund að fáum séu ljós afrek þessa starfsama Skagfirðings á akri bókmennta og fræða. ... Lesa meira

Átök á háaloftinu

2020-01-30T16:54:58+00:0026. ágúst 2009|

Það fylgdi því ekta sælutilfinning – auk ávænings af dejavu – að príla upp á háloft í Batteríinu í gær til að fara á leiksýningu. Minnti á góða gamla daga í London á áttunda áratugnum þegar maður staulaðist upp og niður margan hænsnastigann í leit að sannri upplifun. Oftar en ekki fannst hún. Og í ... Lesa meira

Hús næði

2019-05-20T13:23:39+00:007. júlí 2009|

Eftir Þórarin Eldjárn Gefast ekki grið í griðastað guðað á glugga bankastjórans: má ég vera? heima - – - (úr ljóðabók Þórarins Eldjárn, Ydd, frá 1984.  Kvæðasafn Þórarins Eldjárn kom út hjá Vöku-Helgafelli 2008).

Sturlunga Einars Kárasonar

2020-03-11T10:28:02+00:0010. júní 2009|

Einar Kárason. Ofsi. Mál og menning, Reykjavík. 2008. Úr Tímariti Máls og menningar 2. hefti 2009.   Frásögnin af Flugumýrarbrennu í Íslendingasögu Sturlu Þórðarsonar er vafalaust ein áhrifamesta frásögn Sturlungu. Sturla undirbýr lýsinguna af brennunni af útsjónarsemi og listfengi hins mikla sögumanns. Hann raðar upp svipmyndum af sáttargjörð sinni og Gissurar Þorvaldssonar, fyrirboðum og beyg ... Lesa meira

Hylki utan um ekkert

2020-03-11T10:29:51+00:0010. júní 2009|

Guðrún Eva Mínervudóttir. Skaparinn. Forlagið, Reykjavík, 2008. Úr Tímariti Máls og menningar 2. hefti 2009. Í einu þekktasta prósaverki breskrar rómantíkur segir af vísindamanni sem raðar saman illa fengnum líkamspörtum svo úr verður ný vera, furðuverk sem ögrar viðteknum mörkum um lífræna heild og hið mennska. Í þessa smíð er svo hleypt lífi með rafmagni, ... Lesa meira

Þar sem kettir lifa og deyja

2020-03-11T10:28:40+00:0010. júní 2009|

Hermann Stefánsson. Algleymi. Bjartur, 2008. Úr Tímariti Máls og menningar 2. hefti 2009. Rithöfundurinn Guðjón Ólafsson opnar augun eftir fjörutíu daga meðvitundarleysi og „hvít veröld hrynur inn í huga hans, samhengislaus og framandi“ (7). Hann er á sjúkrahúsi og hefur misst minnið og raunar málið líka. Hann veit ekki hvað kom fyrir hann og man ... Lesa meira