Þú ert hér:///apríl

Börn götunnar

2020-01-29T12:16:19+00:0026. apríl 2010|

Þau eru geysilega flink, ungmennin sjö í útskriftarhópi Listaháskólans í leiklist, og í lokaverkefni sínu fá þau gott tækifæri til að sýna það. Í Stræti eftir Jim Cartwright eru ein tuttuguogfimm hlutverk sem þau skipta á milli sín, þó ekki jafnt. Hilmir Jensson leikur til dæmis bara Scullery, náungann sem kynnir okkur fyrir götunni sinni, ... Lesa meira

Saga um háar hugsjónir, ást – og svik

2019-08-08T15:18:19+00:0024. apríl 2010|

Best að segja það strax: Sýning Þjóðleikhússins á Íslandsklukkunni eftir Halldór Laxness er vel heppnuð. Um margt ólík öllum þeim sex uppsetningum sem ég hef séð áður á verkinu, um margt hugmyndaríkari, beinskeyttari, pólitískari, efnismeiri jafnvel, bæði af því að sýningin er löng og svo er svið Finns Arnars Arnarsonar svo haglega gert að enginn ... Lesa meira

Þetta má ekki hafa eftir þér, Dorrit

2020-01-29T12:20:35+00:0013. apríl 2010|

Mánudagsleikhúsið fór af stað með hvelli í Iðnó í gærkvöldi. Þá var fyrsta og eina sýningin á leikritinu Nei, Dorrit! sem Þórarinn Leifsson byggði á frægu viðtali Joshua Hammer við íslensku forsetahjónin frá því snemma árs 2009; Auður Jónsdóttir stýrði. Nú er viðtal eiginlega leikrit og þetta viðtal er nógu djúsí til að standa lítt ... Lesa meira

Sleppa ekki héðan í bráð

2020-01-30T11:12:32+00:0011. apríl 2010|

Við göngum inn í glæsilega leikmynd á Nýja sviði Borgarleikhússins þegar við mætum á Dúfurnar, leikrit Davids Gieselmanns sem var frumsýnt í gærkvöldi. Ilmur Stefánsdóttir hefur skapað verkinu smart umgjörð með ferkílómetravís af hvítu gardínuefni, gráum og hvítum bekkjum, hvítum lömpum, hvítum leðursessum og einu glitrarndi gervijólatré innst í vinstra horni. Svo koma leikararnir inn, ... Lesa meira

Grínlaus óhamingja

2020-01-30T11:18:57+00:001. apríl 2010|

Þeir sem sáu leikritið Eilífa hamingju á litla sviði Borgarleikhússins rétt fyrir hrun og koma á leikritið Eilífa óhamingju eftir sömu höfunda með væntingar um svipaða nálgun verða sennilega fyrir vonbrigðum. Nema þeim hafi fundist léttúðin í fyrra verkinu óviðurkvæmileg og fagni nú meiri alvöru og þunga í meðferð efnisins. Fyrir minn smekk hefði meiri ... Lesa meira