Þú ert hér:///mars

Óður til baktjaldamanna

2019-03-15T10:23:20+00:0025. mars 2018|

Það klikkaði allt sem klikkað gat á Sýningunni sem klikkar á Nýja sviði Borgarleikhússins í gærkvöldi og mikið óskaplega var það gaman! Halldóra Geirharðsdóttir stýrir þessum dásamlega farsa eftir þá Henry Lewis, Jonathan Sayer og Henry Shields sem Karl Ágúst Úlfsson hefur þýtt af list og langt er síðan önnur eins hlátrasköll hafa heyrst í ... Lesa meira

„Sykurhúðað, sýrubaðað, sjabbí sjóv“

2019-05-08T10:40:06+00:0017. mars 2018|

Söngleikurinn Rocky Horror Show eftir Richard O‘Brien var frumsýndur í gærkvöldi á stóra sviði Borgarleikhússins undir stjórn Mörtu Nordal. Fyrirfram hefði ég ekki haldið að þetta verkefni væri hennar tebolli, það virðist býsna óskylt sýningunum sem hún er rómuð og jafnvel verðlaunuð fyrir – eins og Fjalla-Eyvindi, Ofsa og Lúkas – en það gekk líka ... Lesa meira

„Glundroðamaskína í fjölkynja líkama“

2019-05-08T10:39:17+00:0015. mars 2018|

Óskabörn ógæfunnar frumsýndu í gærkvöldi leikritið Hans Blær eftir Eirík Örn Norðdahl, verk sem hefur verið kynnt á nýstárlegan hátt með eintómum neikvæðum (en einkar skemmtilega orðuðum) lýsingum. Maður kveið eiginlega fyrir að hlusta á textann af ótta við að hlustum manns yrði misboðið á hverri mínútu. Það gerðist ekki og þá er spurningin hvort ... Lesa meira

Bestuvinaafmæli Odds og Sigga

2019-05-27T11:23:15+00:005. mars 2018|

Ég sá í morgun leikarana og fjörkálfana Odd Júlíusson og Sigurð Þór Óskarsson halda upp á tíu ára vináttuafmæli sitt á stóra sviði Þjóðleikhússins fyrir fullan sal af líklega tíu ára börnum. Verkið sömdu þeir bestu vinir ásamt leikstjóra sínum, Birni Inga Hilmarssyni, og hafa verið að sýna víða um land síðan snemma í haust. ... Lesa meira

Grettir í Borgarnesi

2019-03-15T12:25:45+00:004. mars 2018|

Þetta var Borgarneshelgin mikla og væri hægt að fjölyrða um hve glæsilega staðurinn tók sig út í björtu góuveðrinu. Í gær og í dag var ég í einkar ánægjulegum æfingabúðum með kórnum mínum, Senjórítunum, á Hótel Borgarnesi (kom raddlaus til baka), en áður en að þeim kom fórum við hjónin í Landnámssetrið á föstudagskvöldið og ... Lesa meira