Þú ert hér:///febrúar

Varúð! Óskir geta ræst

2019-05-27T12:56:18+00:0025. febrúar 2019|

„Það er vissara‘ að fara varlega, vissara‘ að óska sparlega“ því óskir geta nefnilega ræst – það gera þær að minnsta kosti í sprellfjörugum söngleik Kristínar Helgu Gunnarsdóttur, Karls Ágústs Úlfssonar og Þorvalds Bjarna Þorvaldssonar hjá Leikfélagi Akureyrar sem var frumsýndur um helgina undir öflugri stjórn Ágústu Skúladóttur. Gallsteinar afa Gissa segir frá systkinunum Grímu ... Lesa meira

Örsögur, örleikrit, ördansverk og örmyndverk

2019-03-12T15:56:25+00:0022. febrúar 2019|

Sýning Unnar Elísabetar Gunnarsdóttur dansara, Ég býð mig fram, sem var frumsýnd í Tjarnarbíó í gærkvöldi hefur verið kölluð listahátíð en allt eins mætti kalla hana kabarett eða sirkus. Unnur hefur fengið fjölda listamanna, fjórtán alls, til að semja fyrir sig örverk sem hún sýnir svo hvert á fætur öðru, oftast ein, einstaka sinnum fær ... Lesa meira

Er einhver venjulegur?

2019-03-12T16:02:53+00:0020. febrúar 2019|

Nýr leikhópur, Venjulegt íslenskt fólk, frumsýndi sína fyrstu sýningu, Takk fyrir mig, í Iðnó á mánudagskvöldið. Ég sá sýninguna í gær en næsta sýning er ekki fyrr en 27. febrúar. Leikararnir eru allir að ljúka leiklistarnámi í Danmörku en fengu að taka praktíkina hér heima, enda er líklegt að framtíð þeirra sé hér á landi. ... Lesa meira

„Kvenskáld verður til og berst svo fyrir tilverurétti sínum“

2019-05-16T11:47:09+00:0019. febrúar 2019|

Auður Ava Ólafsdóttir: Ungfrú Ísland. Benedikt 2018. 240 bls. Úr Tímariti Máls og menningar 1. hefti 2019 Auður Ava Ólafsdóttir er á mikilli sigurgöngu þessa dagana. Síðan nýjasta skáldsaga hennar Ungfrú Ísland kom út í nóvember síðastliðnum, hafa gagnrýnendur og aðrir lesendur keppst við að lofa verkið, sem þar að auki hlaut tilnefningu til Íslensku ... Lesa meira

Fuglar vonarinnar

2019-05-16T11:46:33+00:0019. febrúar 2019|

Einar Kárason. Stormfuglar. Mál og menning, 2018. 124 bls. Úr Tímariti Máls og menningar 1. hefti 2019 Stormfuglar, stutt skáldsaga eftir Einar Kárason, segir frá baráttu skipshafnar á íslenskum togara í fárviðri um vetur á Nýfundnalandsmiðum. Sagan er byggð á atburðum er urðu í febrúar 1959 þegar fjöldi skipa lenti í erfiðleikum á þeim slóðum. ... Lesa meira

Illt er að binda ást við þann …

2019-05-16T11:47:15+00:0019. febrúar 2019|

Fjodor Dostojevskí: Hinir smánuðu og svívirtu. Skáldsaga í fjórum hlutum með eftirmála. Gunnar Þorri Pétursson og Ingibjörg Haraldsdóttir þýddu. Forlagið 2018. 555 bls. Úr Tímariti Máls og menningar 1. hefti 2019 Áður en Ingibjörg Haraldsdóttir, okkar dýrmætasti rússneskuþýðandi, lést var hún byrjuð að þýða enn eitt stórvirkið eftir Fjodor Dostojevskí, Hina smánuðu og svívirtu, og ... Lesa meira

Hvolpavit

2019-05-16T11:47:53+00:0019. febrúar 2019|

Hundakæti: Dagbækur Ólafs Davíðssonar 1881–1884. Þorsteinn Vilhjálmsson annaðist útgáfu. Mál og menning, 2018. 224 bls. Úr Tímariti Máls og menningar 1. hefti 2019 Árið 1993 sýndi Ríkissjónvarpið umdeilda sjónvarpsþætti Baldurs Hermannssonar, Þjóð í hlekkjum hugarfarsins. Ef til vill væri réttara að kalla þættina alræmda, svo hörð viðbrögð vöktu þeir í þjóðfélaginu. Markmið höfundarins var allsherjar uppgjör ... Lesa meira

Risavaxið áramótaskaup á alþjóðlegum skala og stórviðvörun

2019-05-16T11:47:27+00:0019. febrúar 2019|

Þórarinn Leifsson. Kaldakol. Mál og menning, 2017. 280 bls. Úr Tímariti Máls og menningar 1. hefti 2019 Dystópíur eða ólandssögur hafa ekki verið fyrirferðarmiklar í íslenskum bókmenntum en eru þó kannski fleiri en margir ætla. Slíkar sögur hafa gjarnan komið í kippum, litlum kippum reyndar, tvær til þrjár, í kjölfar þess að ákveðnir þættir festu ... Lesa meira

Barokkmeistarinn

2019-05-16T11:47:33+00:0019. febrúar 2019|

Kolbeinn Bjarnason. Helguleikur: Saga Helgu Ingólfsdóttur og Sumartónleika í Skálholti. Sæmundur, 2018. 448 bls. 6 hljómdiskar. Úr Tímariti Máls og menningar 1. hefti 2019 Þeir íslensku tónlistarmenn sem komu í heiminn á árum seinni heimsstyrjaldar eða þar um bil voru kynslóð brautryðjenda. Margir úr þeim hópi urðu máttarstólpar tónlistarlífsins á síðasta fjórðungi 20. aldar og ... Lesa meira

Tímarit Máls og menningar 1. hefti 2019

2019-04-29T16:09:13+00:0015. febrúar 2019|

Áttugasti árgangur Tímarits Máls og menningar hefur göngu sína á hefti þar sem ljóðið er á fyrsta farrými. Laumufarþegar Hauks Ingvarssonar opna heftið en hann hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar síðastliðið haust fyri Vistarverur. Við birtum einni ljóðið „gormánuð“ eftir Brynjólf Þorsteinsson sem hreppti Ljóðstaf Jóns úr Vör á dögunum. Sunna Dís Másdóttir fer svo með ... Lesa meira