Þú ert hér:///október

Þrjú ljóð

2019-10-29T16:01:00+00:0029. október 2019|

Eftir Hörpu Rún Kristjánsdóttur Úr ljóðabókinni Edda sem hlaut bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2019. Sæmundur gefur út.   Harpa Rún Kristjánsdóttir Skjól Sama sól og sama tungl sjá ykkur rísa og hníga í skjóli sama fjallahrings líður líf ykkar prýtt hláturblómum skelfingarsköflum táraflóðum líf ykkar allt ekki nema andartak hvíslar eldfjallið að jökulleifunum.   ... Lesa meira

Af kartöflunni Helgu

2019-10-29T16:01:45+00:0025. október 2019|

Leikhópurinn CGFC og tónlistarmaðurinn Halldór Eldjárn frumsýndu í gærkvöldi verkið Umbúðalaust – Kartöflur í sal á þriðju hæð Borgarleikhússins. Ég hef ekki grænan grun um fyrir hvað stafirnir CGFC standa en meðlimirnir eru fjórir, Arnar Geir Gústafsson, Birnir Jón Sigurðsson, Hallveig Kristín Eiríksdóttir og Ýr Jóhannsdóttir. Kartöflur / Mynd: Gunnlöð Jóna Rúnarsdóttir Verkefnið ... Lesa meira

Kvöldstund með listamönnum

2019-10-23T13:43:00+00:0023. október 2019|

Andri Snær Magnason hefur sama hátt á með nýja bók sína, Um tímann og vatnið, og Draumalandið fyrir rúmum áratug, að kynna efni hennar á samkomu í aðalsal Borgarleikhússins. Hér er samt mun meiri sýning á ferðinni, enda frumkvæðið hjá Borgarleikhúsinu og kvöldið partur af sýningaröð þeirra, „Kvöldstund með listamanni“. Það er erfitt að hugsa ... Lesa meira

Nóbelsskáld deyr

2019-10-20T11:50:06+00:0020. október 2019|

Björn Leó Brynjarsson hefur verið leikskáld Borgarleikhússins undanfarið ár og í gærkvöldi sá ég afraksturinn, Stórskáldið á Nýja sviði undir stjórn Péturs Ármannssonar. Mér er enn furðu ferskur í minni einleikurinn Frami eftir Björn Leó sem var sýndur í Tjarnarbíó fyrir fjórum árum þannig að væntingarnar voru talsverðar. Þær minnkuðu ekki við geysilega viðamikið (bókstaflega, ... Lesa meira

Eins og allir aðrir – bara spes

2019-10-20T13:45:34+00:0020. október 2019|

Mamma klikk eftir Gunnar Helgason er meðal vinsælustu íslensku barnabóka þessarar aldar en það lá alls ekki á borðinu að hægt væri að færa hana á svið með góðu móti. Eins og allir sem hafa lesið hana vita geymir hún óhemju stórt leyndarmál sem við komumst ekki að fyrr en í lokin – og verðum ... Lesa meira

Lúserinn snýr aftur

2019-10-20T10:04:12+00:0020. október 2019|

Það er umtalsvert afrek sem Sveinn Ólafur Gunnarsson vinnur á sviði Tjarnarbíós í verkinu Rocky sem Óskabörn ógæfunnar frumsýndu þar á föstudagskvöldið undir stjórn Vignis Rafns Valþórssonar. Sveinn er einn á sviðinu í um það bil 80 mínútur, talar allan tímann, lendir í hörkubardaga við ósýnilegan andstæðing og sýnir sjálfum sér að lokum þá dýpstu ... Lesa meira

Raunverulegt myrkur og ímyndað ljós

2019-10-16T16:35:03+00:0016. október 2019|

Um Ör eftir Auði Övu Ólafsdóttur* Eftir Xinyu Zhang Úr Tímarit Máls og menningar 3. hefti 2019 Hátíðarfyrirlestur Hugvísindaþings í hátíðarsal Aðalbyggingar. Frægur bandarískur fræðimaður var að tala um Shakespeare og samtímann. Í miðjum fyrirlestri skimaði ég í kringum mig og sá að ég var sá eini í salnum sem ekki var hvítur.   I. ... Lesa meira

Ríkisbubbinn, eiginkonan, viðhaldið og kokkurinn

2019-10-12T18:20:22+00:0012. október 2019|

Sex í sveit í uppsetningu Borgarleikhússins er blessunarleg hlátursprengja nú sem fyrr. Bergur Þór Ingólfsson leikstjóri hefur valið vel í hlutverkin, þarna eru leikarar sem víla ekki fyrir sér að halda uppi sturluðu fjöri í hátt í þrjá klukkutíma en fá að vísu vel þeginn matartíma í miðju kafi. Verkið er eignað franska farsaskáldinu Marc ... Lesa meira

Ys og þys út af ástinni

2019-10-11T13:50:02+00:0011. október 2019|

Vegir hugverkanna eru margir og margvíslegir. Oftast fara þó skáldsögur upp á svið eða í bíó en líka kemur fyrir að bíómyndir fara upp (eða niður) á leiksvið. Shakespeare verður ástfanginn byrjaði með handriti eftir Marc Norman og Tom Stoppard í kvikmynd sem naut mikilla vinsælda og hlaut ótal verðlaun og viðurkenningar. Þessa bíómynd lagaði ... Lesa meira

Tvö ljóð

2019-10-07T11:34:59+00:007. október 2019|

Eftir Fríðu Ísberg Úr ljóðabókinni Leðurjakkaveður sem er væntanleg 10. október. Mál og menning gefur út.   Fríða Ísberg / Mynd: Saga Sig Viðkvæmni þegar ég var sex ára gaf pabbi minn mér leðurjakka minn fyrsta leðurjakka hann hefur þekkt á eigin skinni að þau viðkvæmu þurfa vörn hann sagði: ef þau stríða ... Lesa meira