Þú ert hér:///febrúar

Afturgengin ást

2019-06-12T12:12:23+00:0028. febrúar 2009|

Leikrit Friedrichs Dürrenmatts um milljónamæringinn sem snýr aftur heim í fæðingarbæ sinn sem hún var hrakin frá, ung, örbirg og ólétt, áratugum fyrr, er eitthvert miskunnarlausasta verk sem ég hef séð. Það á sameiginlegt með verki Shakespeares um Ríkharð þriðja að verða bara óhugnanlegra og andstyggilegra því lengra sem líður á það. Ný leikgerð af ... Lesa meira

Já, skyldi maður ekki hafa nóg?

2020-01-31T15:50:46+00:0024. febrúar 2009|

Þjóðleikhúsið frumsýndi Kardemommubæinn á sunnudaginn, fullu húsi af fallegum börnum til mikillar kátínu. Selma Björnsdóttir leikstýrði og setti að ýmsu leyti sitt mark á sýninguna, til dæmis voru leikarar ungir, ljónið var póstmódern og las blöðin og dansarnir (sem Birna og Guðfinna Björnsdætur sáu um) krakkalega eróbikklegir. Sviðið hans Brians Pilkingtons er litríkt og fallegt og búningarnir ... Lesa meira

Harmljóð um missi og glötuð tækifæri

2020-03-11T15:22:33+00:0015. febrúar 2009|

Álfrún Gunnlaugsdóttir. Rán. Mál og menning, 2008 Úr Tímariti Máls og menningar 1. hefti 2009. Nýjasta skáldsaga Álfrúnar Gunnlaugsdóttur segir frá ferðalagi hinnar íslensku Ránar frá heimili sínu í Sviss til Íslands með viðkomu í Barselóna, þar sem hún lagði stund á nám á sínum yngri árum. Reyndar er þetta ekki allskostar rétt því þótt ... Lesa meira

Veröld sem var

2020-03-11T15:16:43+00:0015. febrúar 2009|

Guðjón Friðriksson. Saga af forseta. JPV, 2008 Úr Tímariti Máls og menningar 1. hefti 2009. Eins og skýrt kom fram hjá höfundi þessarar bókar, reyndar ítrekað að gefnu tilefni, þá er þessi bók alls ekki hugsuð sem ævisaga Ólafs Ragnars Grímssonar – enda er hún það ekki. Hún vekur hins vegar upp ýmsar spurningar sem ... Lesa meira

Upplýsingamyrkrið

2020-03-11T15:11:47+00:0015. febrúar 2009|

Sjón. Rökkurbýsnir. Bjartur, 2008 Úr Tímariti Máls og menningar 1. hefti 2009. Hvert skeið á sér eigin hugarheim sem litar reynsluna, þekkinguna og sannleikann. Þegar endurreisnarmaður skrifaði lærða grein um ljón þurfti hann að lýsa fyrirbærinu, fjalla um kjörlendi og hvort það fæddi lifandi afkvæmi. Ekki sakaði að geta um innræti skepnunnar, glæsileika hennar eða ... Lesa meira

Smáprósa raðir

2020-03-11T15:03:48+00:0015. febrúar 2009|

Óskar Árni Óskarsson. Skuggamyndir úr ferðalagi. Bjartur, 2008 Úr Tímariti Máls og menningar 1. hefti 2009. Óskar Árni Óskarsson hefur frá upphafi ferils síns skrifað raðir smáprósa sem bregða upp svipmyndum úr lífi sögumanns þeirra eða samferðamanna hans. Til dæmis mætti nefna sjö prósa röðina „Bergstaðastrætið – úr glötuðu handriti bernskunnar“ úr fyrstu bókinni Handklæði ... Lesa meira