Milljarðamærin snýr afturLeikrit Friedrichs Dürrenmatts um milljónamæringinn sem snýr aftur heim í fæðingarbæ sinn sem hún var hrakin frá, ung, örbirg og ólétt, áratugum fyrr, er eitthvert miskunnarlausasta verk sem ég hef séð. Það á sameiginlegt með verki Shakespeares um Ríkharð þriðja að verða bara óhugnanlegra og andstyggilegra því lengra sem líður á það. Ný leikgerð af því með titlinum Milljarðamærin snýr aftur var frumsýnd í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi undir stjórn Kjartans Ragnarssonar.

Litli bærinn er gjaldþrota. Verksmiðjunni, lífsakkeri bæjarbúa, hefur verið lokað og öll önnur atvinnustarfsemi hefur smám saman lagst niður. Lestarnar eru meira að segja hættar að stoppa á litlu brautarstöðinni. Þegar milljónamæringurinn Kamilla Zachanassian (Sigrún Edda Björnsdóttir)

 

—–