Þú ert hér:///febrúar

Sjá hér hve illan endi …

2019-05-08T16:21:43+00:0028. febrúar 2016|

Það var mikil hátíð í Íslensku óperunni í gærkvöldi þegar Benjamin Levy hljómsveitarstjóri og Kolbrún Halldórsdóttir leikstjóri frumsýndu uppsetningu sína á Don Giovanni eftir W. A. Mozart og textahöfundinn Lorenzo da Ponte. Snorri Freyr Hilmarsson gerði smekklega leikmyndina og tókst furðuvel að stækka sviðið með háum baktjöldum og hallandi gólfi. Á hvort tveggja var listilega ... Lesa meira

Hin nýja búfjárrækt Íslendinga

2019-05-08T16:47:46+00:0027. febrúar 2016|

Bjartmar Þórðarson leikari og leikstjóri frumsýndi nýtt leikrit í Tjarnarbíó í gær ásamt leikhópnum Þurfandi: svörtu kómedíuna Gripahúsið sem hann leikstýrir sjálfur. Þetta er fyrsta verk hans í atvinnuleikhúsi og lofar nokkuð góðu. Stíllinn rambar á barmi fáránleikans en þegar undir er meinleg árás á lífshætti Íslendinga á það vel við. Samtölin eru ágætlega skrifuð ... Lesa meira

Hvað er barn mörg tonn af CO2?

2019-05-08T17:07:22+00:0022. febrúar 2016|

Ég sá það á netinu að þegar Andaðu (Lungs) eftir Duncan Macmillan var sýnt í breska Þjóðleikhúsinu þá tók það 80 mínútur. Miðað við næstum tveggja klukkustunda leiklestur Heru Hilmarsdóttur og Þorvalds Davíðs Kristjánssonar í Iðnó í kvöld hefur það væntanlega verið stytt þarna úti því þau Hera og Þorvaldur voru sannarlega ekki að slóra ... Lesa meira

Við áttum okkur á því

2019-05-08T17:13:36+00:005. febrúar 2016|

Ef þið eruð að velta fyrir ykkur hvers konar fólk fyllir raðir ofstækismanna sem nú vaða uppi víða um lönd og mótmæla móttöku flóttamanna og öðrum skyldum mannúðarmálefnum þá ættuð þið að sjá sýninguna Old Bessastaðir í Tjarnarbíó. Þetta er nýtt leikverk eftir Sölku Guðmundsdóttur sem æpir beint inn í samtímaumræðuna og það er Sokkabandið ... Lesa meira