Þú ert hér:///september

Tilveran er mannleg

2019-06-12T15:07:33+00:0022. september 2013|

Við drifum okkur í gærkvöldi á Eiðinn og eitthvað sem leikhópurinn GRAL hefur sýnt undanfarið í Tjarnarbíó. Leikritið er eftir Guðberg Bergsson og það er skáldið sjálft sem er í miðju verksins, leikið af Erling Jóhannessyni. Hann hermir nett eftir sérstæðum talanda Guðbergs, rödd hans, áherslum og tóni, og okkur fannst það vel gert og ... Lesa meira

Skapað að skilja

2019-06-12T15:06:16+00:0021. september 2013|

Leikritið Harmsaga eftir Mikael Torfason var frumsýnt i Kassa Þjóðleikhússins í gærkvöldi undir stjórn Unu Þorleifsdóttur. Eins og nafnið bendir til er þetta átakanleg og býsna nöturleg mynd úr íslenskum samtíma en því miður líka óþægilega sannferðug. Sigrún (Elma Stefanía Ágústsdóttir) er lögfræðinemi og Ragnar (Snorri Engilbertsson) vinnur á fasteignasölu sem hann á part í. ... Lesa meira

Gauksungi í arnarhreiðri

2019-06-12T15:10:38+00:0015. september 2013|

Það lá nærri því áþreifanleg eftirvænting í loftinu í Þjóðleikhúsinu í gærkvöldi fyrir frumsýningu á nýju leikriti Braga Ólafssonar, Maður að mínu skapi. Eflaust hefur flestum leikhúsgestum verið í fersku minni hvað síðasta verk Braga á sviði, Hænuungarnir, var skemmtilegt og búist við svipuðu verki frá hópi sem er næstum því sá sami: Sami leikstjóri, ... Lesa meira

Margslunginn veruleiki

2019-06-12T15:22:55+00:008. september 2013|

Frumsýningar þessa sunnudags voru gerólíkar að flestu leyti. Hættuför í Huliðsdal eftir Sölku Guðmundsdóttur sem Soðið svið sýnir í Kúlu Þjóðleikhússins er viðburðaríkt ævintýri, fullt af óvæntum uppákomum og furðulegum persónum en grunnurinn ákaflega raunverulegur. Blik eftir Bretann Phil Porter sem Artik sýnir í Gamla bíó í þýðingu Súsönnu Svavarsdóttur er hversdagsraunsæi í sinni afbrigðilegustu ... Lesa meira