Þú ert hér:///mars

Við lifum það af

2019-05-08T15:47:34+00:0018. mars 2016|

Tveir ungir leikarar sem saman kalla sig Vandræðaskáld sýndu í gærkvöldi í Tjarnarbíó frumsamið leikverk með söngvum (sem einnig voru frumsamdir, bæði lög og ljóð) sem þau kalla Útför – saga ambáttar og skattsvikara. Þetta voru Sesselía Ólafsdóttir og Vilhjálmur B. Bragason, bæði menntuð í leiklist í Englandi, og nafnið á stykkinu útskýra þau svona ... Lesa meira

„Mamma mía, enn og aftur …“

2019-05-08T15:57:36+00:0012. mars 2016|

Unnur Ösp Stefánsdóttir leikstjóri og hennar einvalalið frumsýndu söngleikinn Mamma mia á stóra sviði Borgarleikhússins í gærkvöldi við nánast stöðug fagnaðarlæti. Hver manneskja í salnum nauðaþekkti auðvitað þetta verk, ef ekki af sviði þá úr bíó, auk þess sem lögin hafa hljómað áratugum saman í eyrum okkar. Þó verður maður aldrei leiður á þeim. Og ... Lesa meira

Sturlaður gleðileikur

2019-05-24T15:39:28+00:0010. mars 2016|

Einar Kárason. Skálmöld; Óvinafagnaður; Ofsi; Skáld. Mál og menning 2014; 2001; 2008; 2012. Úr Tímariti Máls og menningar 1. hefti 2016 Skálmöld (2014) Einar Kárason hefur staðið upp frá mögnuðu skáldverki um helstu persónur og atburði Sturlungaaldar; eða öllu heldur staðið upp frá mögnuðu skáldverki um listina að umbreyta atburðum í merkilegar sögur ... Lesa meira

„Skot mín geiga ekki“

2019-05-24T15:39:05+00:0010. mars 2016|

Vilborg Dagbjartsdóttir. Ljóðasafn. JPV útgáfa, 2015. Úr Tímariti Máls og menningar 1. hefti 2016 Í fyrra kom út ljóðasafn Vilborgar Dagbjartsdóttur en þá voru liðin fimmtíu og fimm ár frá útkomu hennar fyrstu ljóðabókar. Í fimmtíu og fimm ár hefur hún með brögðum skáldskaparins, trúað okkur fyrir leyndarmálum sínum, sorgum og gleði og gefið okkur ... Lesa meira

Skrifað við skorður

2019-05-24T15:00:30+00:0010. mars 2016|

Bergsveinn Birgisson. Geirmundar saga heljarskinns. Bjartur, 2015. Úr Tímariti Máls og menningar 1. hefti 2016 „Tilvistarrétt okkar Íslendinga er bara að finna á þjóðveldisöld, sagði ég … eina haldbæra efnahagslega skýringin á svo miklu bók- og lærdómslífi var að hér á landi hefði verið stórfelld verslun með náhvalstennur og tennur og húðir rostunga, líkt og ... Lesa meira

Lárviðarskáld og landsbyggðartútta

2019-05-24T14:47:22+00:0010. mars 2016|

Ingunn Snædal. Ljóðasafn. Bjartur, 2015. Úr Tímariti Máls og menningar 1. hefti 2016 Ingunn Snædal hlammaði sér hressilega á skáldabekkinn aðeins 24 ára gömul með óvenju þroskaðri og hnyttinni ljóðabók sem hún gaf út sjálf, Á heitu malbiki (1995). Þar heilsaði hún glaðlega með upphafsljóðinu „Halló“ og smaug beint inn í hjörtu lesenda sinna. Flest ... Lesa meira

Sjálfhverful framtíð

2019-05-24T14:36:43+00:0010. mars 2016|

Eiríkur Örn Norðdahl. Heimska. Mál og menning, 2015. Úr Tímariti Máls og menningar 1. hefti 2016 „Stóra breytingin er sú að við erum sjálfviljug að gefa eftir persónuupplýsingar og fáum á móti aðgang að þessu tæki til þess að geta fylgst með fólki í kringum okkur,“ segir Andrés. „Ég kalla þetta stafræna nánd. Það er ... Lesa meira

Aftur og aftur

2019-05-08T16:05:21+00:009. mars 2016|

Nemar við Sviðslistadeild Listaháskólans sýndu í gærkvöldi leikritið Þvott í Tjarnarbíó. Þetta er einþáttungur, einfaldur í ytri gerð en lúmskur. Höfundur og leikstjóri er Matthías Tryggvi Haraldsson sem hefur áður vakið athygli fyrir leiktexta. Bak við stóra frítt standandi glerrúðu á sviðinu stendur Jens (Árni Beinteinn) við vinnu sína. Hann ber sápulög á alla rúðuna ... Lesa meira

Fortíðardraugar og framtíðarsýn

2019-05-08T16:13:01+00:005. mars 2016|

Eiríkur Örn Norðdahl hefur verið all áberandi í íslensku leikhúsi í vetur, rétt eins og hann ætli að gera það að sínum vettvangi, enda búinn að prófa að gefa út ljóð og sögur og pólitískar og bókmenntalegar greinar – hann var meira að segja að gefa út bók með plokkfiskuppskriftum. Ekki hefur þó enn verið ... Lesa meira