Þú ert hér:///apríl

Ekkert veit á gott

2019-05-08T11:39:13+00:0030. apríl 2016|

Ef það er til eitt íslenskt skáldverk sem ég hefði fullyrt að ekki væri nokkur leið að skopstæla þá er það Svartfugl Gunnars Gunnarssonar. Þetta gera þó Hugleikarar núna í nýju leikverki eftir Ljóta hálfvitann Ármann Guðmundsson, Feigð, sem sýnt er í Kartöflugeymslunum ofan við Elliðaár. Ármann leikstýrir líka. Í Skollakoti býr nirfillinn Greipur bóndi ... Lesa meira

Hafa allir rétt á skoðunum sínum?

2019-05-08T13:39:17+00:0021. apríl 2016|

Krakkarnir í Stúdentaleikhúsinu rannsaka fordóma í íslensku samfélagi í leiksýningunni Yfir strikið eftir leikstjórann, Ólaf S. K. Þorvaldz, sem er sýnd í Kartöflugeymslunum handan Elliðaánna. Þátttakendur í sýningunni eru ellefu, sex stúlkur og fimm strákar, þau ganga undir sínum eigin nöfnum en taka að sér ýmis hlutverk, tala ýmist frá eigin brjósti eða þvert um ... Lesa meira

Veisla í farangrinum

2019-05-27T12:50:08+00:0018. apríl 2016|

Eftir Guðrúnu Nordal Úr Tímariti Máls og menningar 1. hefti 2016 1 Á sama tíma og ég skrifa þessa hugleiðingu við ysta haf verða til um víða veröld milljónir texta á öllum heimsins tungumálum sem raðast inn á vefinn. Mannkynið hefur aldrei skrifað eins mikið og einmitt nú. Þessi ofgnótt rafrænna texta, sem við tökum ... Lesa meira

Niðurlæging mannsins

2019-05-08T15:08:10+00:0017. apríl 2016|

Leikfélag Reykjavíkur frumsýndi Auglýsingu ársins, fjörugt og ógnvænlegt nýtt verk eftir Tyrfing Tyrfingsson, á nýja sviði Borgarleikhússins í gærkvöldi. Leikstjóri er Bergur Þór Ingólfsson og margslungna, síbreytilega leikmynd gerði Eva Signý Berger. Leikritið gerist á auglýsingastofu sem má muna sinn fífil fegurri. Eigandinn (Theodór Júlíusson) er meðal annars frægur fyrir auglýsinguna á nýju símanúmeri Hreyfils ... Lesa meira

„Tilkynni, herra höfuðsmaður …“

2019-05-08T15:26:31+00:0011. apríl 2016|

Gaflaraleikhúsið frumsýndi í gærkvöldi nýtt íslenskt leikverk með söngvum eftir Karl Ágúst Úlfsson (texti) og Eyvind Karlsson (tónlist) um gamalkunnugt og ástsælt efni: Góði dátinn Svejk og Hasek vinur hans. Verkið byggir Karl Ágúst annars vegar á skáldsögu Haseks um Svejk sem hefur komið út margsinnis á íslensku í rómaðri þýðingu Karls Ísfeld og hins ... Lesa meira

Framtíðin er núna

2019-05-08T15:24:29+00:005. apríl 2016|

Í iðrum menntaskólahússins við Hamrahlíð hefur Karl Ágúst Þorbergsson leikstjóri sett upp sérstæða og áhrifamikla sýningu sem unnin er upp úr framtíðarskáldsögu Georgs Orwell, 1984. Handritið samdi Karl Ágúst ásamt Adolf Smára Unnarssyni aðstoðarleikstjóra og stórum hópi nemenda við skólann, leikurum, hljómsveitarmeðlimum og öðrum þátttakendum í sýningunni. Handritið varð til á löngum tíma gegnum spuna ... Lesa meira

Illt er að binda ást við þann …

2019-05-08T15:31:29+00:003. apríl 2016|

Það voru áhöld um það um tíma í Þjóðleikhúsinu í gærkvöldi hvort aðeins þeim réttu hefði verið hleypt inn. Talsvert var um tvísölu á sætum, að því er virtist, og tafðist sýningin á Hleyptu þeim rétta inn um fáeinar mínútur meðan greitt var úr vandanum. Það var eins og miðasölukerfi leikhússins væri að grínast með ... Lesa meira

Hvað sérðu?

2019-05-10T14:11:27+00:002. apríl 2016|

Þó að nýja leikritið sem frumsýnt var á litla sviði Borgarleikhússins í gærkvöldi heiti Made in children get ég glatt ykkur með því að það er leikið á íslensku. Raunar vafðist mikið fyrir mér hvað þessi titill þýddi en eftir að hafa séð sýninguna reikna ég með að hann þýði að allt sem við hugsum ... Lesa meira

Þyngsta refsingin

2019-05-08T15:44:58+00:001. apríl 2016|

Leikhópurinn Artik frumsýndi nýtt íslenskt verk í Tjarnarbíó í gærkvöldi. Það heitir Djúp spor og er eftir Jennýju Láru Arnórsdóttur og Jóel Sæmundsson en Bjartmar Þórðarson leikstýrir. Nafnið á einkar vel við. Verkið snýst um einn atburð, eina örlagastund, sem hefur óafmáanleg áhrif á allt líf allra viðkomandi upp frá því: Atburðurinn markar sem sagt ... Lesa meira