Þú ert hér:///desember

Glaður á góðri stundu

2023-01-03T10:27:57+00:0031. desember 2022|

Leikfélag Reykjavíkur frumsýndi í gærkvöldi á Nýja sviði Borgarleikhússins leikritið Mátulegir sem Thomas Vinterberg samdi upp úr eigin kvikmyndahandriti ásamt Claus Flygare. Þórdís Gísladóttir þýðir prýðilega. Leikstjóri er sjálfur leikhússtjórinn, Brynhildur Guðjónsdóttir, helst til flókna leikmynd gerir Heimir Sverrisson, Filippía Elísdóttir sá um búninga, Þórður Orri Pétursson um lýsingu en Ísidór Jökull Bjarnason um tónlist ... Lesa meira

„Og nú lifir drengurinn í kvikmyndunum“

2022-12-30T12:33:18+00:0030. desember 2022|

Sigrún Margrét Guðmundsdóttir Kvikmyndalist og súrrealismi í Mánasteini eftir Sjón eftir Sigrúnu Margréti Guðmundsdóttur Úr Tímariti Máls og menningar, 4. hefti 2022       Að vera sá skuggi sem kemur aftur og aftur inn í sólskinsríka tilveru þína.[1]   Plágan um borð Þann 20. október 1918 birtust þrjár fréttir í röð í ... Lesa meira

Hver er þá Ellen B.?

2022-12-30T09:00:10+00:0027. desember 2022|

Gærkvöldið verður, trúi ég, minnisvert í sögu Þjóðleikhússins því þá var heimsfrumsýnt á stóra sviðinu leikrit eftir eitt fremsta leikskáld Evrópu nú um stundir, Marius von Mayenburg: Ellen B. Þýðandi er Bjarni Jónsson, leikstjóri Benedict Andrews sem er okkur að góðu kunnur, vandlega hugsuð leikmyndin er eftir Ninu Wetzel, lýsinguna hannar Björn Bergsteinn Guðmundsson en ... Lesa meira

Tvær byrjanir

2022-12-06T14:52:51+00:006. desember 2022|

Brynjólfur Þorsteinsson / Ljósmynd: Eva Schram eftir Brynjólf Þorsteinsson Úr Tímariti Máls og menningar 1. hefti 2022     Pranking My Wife Ég giftist konunni minni á fallegum síðsumardegi. Við héldum sveitabrúðkaup, allir okkar nánustu komu saman í Hvalfirðinum og við dönsuðum og drukkum og skemmtum okkur fram á rauða nótt. Mamma táraðist ... Lesa meira

„Í góðsemi vegur þar hver annan“

2022-12-30T10:36:38+00:002. desember 2022|

Myndlistarmaðurinn Sigurður Ámundason frumsýndi í gærkvöldi leikrit sitt Hið ósagða í Tjarnarbíó, svartan gamanleik sem afhjúpar af miskunnarleysi sjálfselska beiskju nútímafólks. Sjálfur leikur Sigurður eitt hlutverkið í leiknum auk þess sem hann bæði leikstýrir og framleiðir sýninguna. Kvikmyndin sem við sjáum á baktjaldi er eftir hann líka, óteljandi klipp héðan og þaðan í ógnarhraðri framrás ... Lesa meira

Vetrarvegirnir / Vintervejene

2022-12-01T14:13:41+00:001. desember 2022|

Sofie Hermansen Eriksdatter 66 gráður norðlægrar breiddar / 66. nordlige breddegrad   Eftir Sofie Hermansen Eriksdatter Úr Tímariti Máls og menningar, 4. hefti 2022   Brynja Hjálmsdóttir þýddi.                 Veturinn sýgur umbrotin mín, við þekkjum hvort annað vel við göngum saman niður að götunni við hafið, ... Lesa meira