Sofie Hermansen Eriksdatter

Sofie Hermansen Eriksdatter

66 gráður norðlægrar breiddar / 66. nordlige breddegrad

 

Eftir Sofie Hermansen Eriksdatter

Úr Tímariti Máls og menningar, 4. hefti 2022

 

Brynja Hjálmsdóttir þýddi.

 

 

 

 

 

 

 

 

Veturinn sýgur umbrotin mín, við þekkjum hvort annað vel
við göngum saman niður að götunni við hafið, lærum að renna ekki á ísnum
ísinn bráðnar, það er þriðjudagur og rímið er til
við erum rétt staðin upp, skapahár okkar á víð og dreif í rúminu
eins og karsi í bómull
við horfum hvort á annað, við segjum ekkert, við elskum hvort
annað eins og kerfilinn
og brenninetluna, við segjum hæ og asninn þinn
sólin skín yfirgengilega í dag

Við keyrum eftir þröngum sveitavegum, hjólförin teygja úr sér eins og belti í jörðinni
úði á kámugri framrúðunni, brennisteinn, sól, kaffiblettir, götótt ský einhvers staðar
uppi á himnum, þú festir mola í hálsinum og hikstar, ég lít út um rúðuna
rafmagnsmöstrin á engjunum sameina lönd heimshluta með leiðslum
sem þvera jörðina, hlý og sveitt hönd þín í minni. Straumur

Þú syngur vögguvísur, þú syngur hlýju inn í gleymskuna meðan þú heldur í höndina á mér
þú syngur Jeg så kornet i nat
við finnum klístraðar plöntur meðfram ströndinni og skolum þær í hafinu
sumar geta umbreyst í bindiefni eins og sellulósa
stráin liggja eins og reipi yfir jörðinni
brátt rýfur himinninn innsigli sitt
þú brosir með stráin í hægri hendi
eins og óður vitleysingur rís sólin
geirvörtur þínar, augu þeirra undir skyrtunni, þau blikka
augnlokin, opnast, lokast, opnast, lokast
opnast

Það eru snjóblúndur í fjallgörðunum sem stækka
ég finn fyrir hungrinu, rökum sætunum í bílnum
við nemum staðar og göngum bogin móti ísköldum vindinum
út á frosinn tanga, ég fell á kné
til að reima skóna, bleytan mjúk á hnéskelinni
ég sekk aðeins í stráin
það er hrossaskítur úti um allt hafið sogar
hinkrar sogar hafið gleypir okkur bráðum
hafið sogar
tunglið hinkrar
gleypir tunglið
sogar tunglið stórt og hvítt
við elskumst sprengjum rúðurnar móðan makast
já komdu nú út úr sjálfum þér og inn í heiminn
með litla hettu, stóri tunglkarl, rímið er til
það skilur stráin, dyrnar, varirnar að

Við keyrum í gegnum fjall, dröfnótt myrkrið umlykur bílinn
í göngunum, hinum megin við fjallið opnar sig dalur,
ég sé risavaxinn gufustrók rísa einhvers staðar neðan frá, úr hreiðri, það rýkur úr því
við hringsólum niður fjallshrygginn, að gríðarstórri virkjun
gufustrókurinn magnast, hann vex, þröngvar sér inn í loftið, sem gleypir hann
ég loka gluggunum, við keyrum þögul framhjá, það er ekki mikið af fólki
hér tómir smábæir, gluggar geispa, bensínstöðvar með gömlum
pulsum, stífnuðu
nammi

Kynfæri jarðarinnar, þú teiknar útlínur í loftið, hvernig þau myndu líta út
barmarnir, limirnir, hvar þau myndu gildna, hvernig þau myndu frjóvga hvort annað
það klæjar, nýr fæðingarblettur hefur sprottið fram á hendi minni
skýin eru eins og bor, ég kyngi kekki, við stoppum bílinn, puttinn á þér
djúpappelsínugulur eins og hjúpaldin, fokk
puttinn á þér
puttaðu mig
dúkkuputtaðu
í röku og fölu myrkrinu

Þrumurnar nötra lágt yfir hausunum á okkur, eldingarnar snarka
kvistir og greinar leggjast til jarðar og hlusta, ég legg
höfuð mitt á bringu þína, hjartað slær
glugginn er við það að bresta, einhvers staðar brenna engi
höglin eru stór eins og egg
eins og áhald
litli skæruliði, puttarnir á þér glansa
undir bílþakinu

 

Vetrarvegirnir (Vintervejene) birtist fyrst á dönsku í ljóðasafninu Lady Dawn synger vuggeviser sem kom út í febrúar 2022 hjá bókaútgáfunni Herman&Frudit.

 

Á frummáli / Orginaltekst

Lady Dawn synger vuggeviser

Lady Dawn synger vuggeviser (2022)

Vinteren suger mine udbrud, vi kender hinanden godt
vi går sammen ned ad gaden mod havet, lærer ikke at falde på isen
isen smelter, det er tirsdag og rimen findes
vi er lige stået op, vores kønshår ligger spredt i sengen som karse i vat
vi ser på hinanden, vi siger ingenting, vi elsker hinanden som kørvelen
og brændenælden, vi siger hej og din nar

Vi kører på smalle landeveje, plovfurerne strækker sig som bælter i jorden
støvregn på den fedtede forrude, svovl, sol, kaffepletter, en hullet sky et sted
oppe i himlen, du får slik galt i halsen og hikker, jeg kigger ud ad vinduet
elmasterne på markerne forbinder lande verdensdele med en piben
der gennemkrydser jorden, din varme svedige hånd i min. Strøm

Du synger vuggeviser, du synger glemslen varm
mens du holder min hånd
du synger Jeg så kornet i nat
vi finder fedtede vækster langs kysten og skyller dem i havet
nogle kan omdannes til bindemiddel som cellulose
stråene ligger som reb henover jorden
himlen bryder snart sin forsegling
du smiler med stråene i højre hånd
som en gal idiot står solen op
dine brystvorter, deres øjne under skjorten, de blinker
øjenlåg, åbn, luk, åbn, luk
åbn

Bjergkæderne har blonder af sne og de vokser
jeg mærker sulten, de fugtige sæder i bilen
vi stopper og går lænet mod den iskolde vind
ud ad en frossen tange, jeg sætter mig på knæ
for at binde mine snørebånd, det våde bløde om knæskallen
jeg synker lidt i stråene
der er hestelorte overalt havet suger
hviler suger havet sluger os snart
havet suger
hviler månen
sluger månen
suger månen stor og hvid
vi knalder ruderne dugger nu
ja kom nu ud af dig selv og ind i verden
med en lille hætte på store månemand, rimen findes
den skiller stråene, dørene, læberne ad

Vi kører igennem et bjerg, det plettede mørke omslutter bilen
i tunnelen, på den anden side af bjerget åbner en dal sig,
jeg ser en massiv søjle af damp stå op nede fra et sted, en rede, der ryger
vi cirkler ned ad bjergryggen, et kæmpemæssigt kraftværk
søjlen af damp gror, den vokser, skærer sig ind i luften, som sluger den
jeg lukker vinduerne, vi kører tavse forbi, der er ikke mange mennesker
her tomme landsbyer, vinduer gaber, tankstationer med gamle pølser, stivnet
slik

Jordens kønsorganer, du tegner streger i luften for, hvordan de ville se ud
læberne, hovederne, hvor de ville vokse, hvordan de ville befrugte hinanden
det klør, et nyt modermærke er vokset frem på min hånd
skyerne er som syle, jeg synker en klump, vi stopper bilen, din finger
knaldorange som en hybenfrugt, fuck
din finger
fingerfuck mig
dukkefingerfuck
i mørket vådt og blegt

Tordenen rumler lavt over vores hoveder, lynene blitzer
kviste og grene lægger sig til jorden og lytter, jeg lægger
mit hoved mod dit bryst, hjertet slår
vinduet er ved at sprænges, et sted brændende marker
haglene er store som æg
som et udstyr
lille kriger, dine fingre glinser
under bilens tag