Þú ert hér:///desember

Níðingslega lifandi Shakespeare

2019-06-13T18:20:18+00:0030. desember 2018|

Það segir sitt um álit manna og áhyggjur af ástandi heimsins að jólasýningar beggja stóru leikhúsanna skuli fjalla um viðurstyggð harðstjórnar. Í Þjóðleikhúsinu er skopast að Adolf Hitler en í Borgarleikhúsinu er rifjað upp rúmlega 400 ára gamalt leikrit Shakespeares um Ríkharð þriðja, kroppinbakinn sem myrti sér leið til konungdóms á Englandi. Brynhildur Guðjónsdóttir leikstýrir ... Lesa meira

Að skemmta um hið óskemmtilega

2019-05-27T11:24:34+00:0027. desember 2018|

Skiljanlegt er að kvikmynd Chaplins, The Great Dictator, freisti leikhúsmanna núna þegar valdsmenn ýmissa – jafnvel óvæntra – ríkja sýna ofsókna- og einræðistilburði. Það verður þó að hafa í huga að Chaplin vann að bíómyndinni sinni á árunum í kringum upphaf seinni heimsstyrjaldarinnar, frá 1937 til 1940 þegar hún var frumsýnd; líklega hefði honum ekki ... Lesa meira

Sumir ferlar eru þannig

2019-05-27T15:56:24+00:003. desember 2018|

Lakehouse-hópurinn frumsýndi nýtt íslenskt leikrit eftir splunkunýjan höfund í Tjarnarbíó á föstudagskvöldið, Rejúníon eftir Sóleyju Ómarsdóttur, undir stjórn Árna Kristjánssonar. Umfjöllunarefnið er óvenjulegt, fæðingarþunglyndi og afleiðingar þess, þó var oft hlegið á annarri sýningu sem við sáum í gær, enda margt smátt og stórt á sviðinu sem leikhúsgestir tengdu við. Þó að þetta sé raunsæisverk ... Lesa meira

Upplifunarleikhús

2019-03-12T17:23:27+00:002. desember 2018|

Leikhópurinn 16 elskendur hefur jafngaman af því að leika fyrir áhorfendur sína og leika sér við þá eins og augljóst er af nýjustu sýningu þeirra, Leitinni að tilgangi lífsins, sem þau setja upp á gömlu Læknavaktinni á Smáratorgi í Kópavogi. Þetta er þátttökuleikhús dauðans en ekki mínúta dauð! Ég held að ég geti fullyrt að ... Lesa meira