Þú ert hér:///janúar

Benni Hemm Hemm og Kórinn

2024-02-19T10:39:58+00:0026. janúar 2024|

Í gærkvöldi var frumsýnt í Tjarnarbíó óvænt og skemmtilegt sviðs- og kórverk, Ljósið og ruslið, eftir Benna Hemm Hemm og Ásrúnu Magnúsdóttur danshöfund. Þetta eru tíu sjálfstæð lög eftir Benna við texta eftir hann líka, þau fjalla um ýmis málefni, misalvarleg. Iðulega stefna þau hressilega saman húmor og depurð, og kórinn, samsettur úr um það ... Lesa meira

Kvöldstund með Heiðari snyrti

2024-01-26T10:47:50+00:0020. janúar 2024|

  „Þú gætir kallað umsögnina þína Veislu undir grjótvegg,“ sagði fylgdarmaður minn þegar við vorum sest inn í Litla sal Borgarleikhússins í gærkvöldi og virtum fyrir okkur glæsilega sviðsmynd Barkar Jónssonar, háa, grófa og margbrotna Drápuhlíðargrjótvegginn sem húsbóndinn á heimilinu, Ingi (Sigurður Þór Óskarsson), skreytir með rauðum ljósaklösum meðan gestir á Lúnu eftir Tyrfing Tyrfingsson ... Lesa meira

Hvernig var bragðið?

2024-01-19T13:28:41+00:0019. janúar 2024|

Það er ekki beinlínis þægilegt áhorfs og áheyrnar, leikritið sem var frumsýnt í Tjarnarbíó í gærkvöldi undir stjórn Adolfs Smára Unnarssonar. Satt að segja hefði mér þótt erfitt að ímynda mér að ég þyrfti nokkurn tíma að taka afstöðu til jafn ólíklegs viðburðar og mannáts í leikdómi. En danska verðlaunaverkið Kannibalen eftir Johannes Lilleøre frá ... Lesa meira

Fjöruleikir

2024-01-14T16:28:50+00:0014. janúar 2024|

Leikfélagið Reine Mer frumsýndi í dag látbragðsleikinn og hálfgrímusýninguna Ég heiti Steinn  í Tjarnarbíó. Höfundur er Lucas Rastoll-Mamalia sem einnig leikstýrir og gerir myndbönd; skemmtilegar grímurnar eru eftir Francescu Lombardi, lýsingu hannar Juliette Louste og Sacha Bernardson sér um tónlistina. Sýningin er orðlaus en leikararnir gefa frá sér mjög skiljanleg hljóð! Steinn litli (Lucas Rastoll-Mamalia) ... Lesa meira

„Í öllum kúltúrlöndum græða kaupmenn á stríðum“: Goðsögnin um „blessað stríðið“

2024-01-09T11:45:34+00:0010. janúar 2024|

eftir Leif Reynisson Úr Tímariti Máls og menningar, 3. hefti 2023             Ég þakka þér, sem auðsins magn mér gefur þá náð, að blessað stríðið stendur enn. Ég þakka þér það afl, sem auður hefur, það vald mér veitist yfir snauða menn.[1]   Stríð hefur einhvern veginn fjarlægan hljóm í ... Lesa meira