Þú ert hér:///janúar

Vandamál unga fólksins

2019-08-24T14:12:19+00:0028. janúar 2011|

Hugleikur sýnir nú nýtt leikrit eftir Sigríði Láru Sigurjónsdóttur (sem samdi hinn minnisstæða sjónleik Unga menn á uppleið um árið) í húsnæði sínu við Eyjarslóð. Verkið heitir Helgi dauðans og lýsir viðburðaríkri helgi, frá föstudagskvöldi til sunnudags, í lífi hóps háskólanema. Unga fólkið virðist vera að mynda sig til að taka Hugleik yfir því síðasta ... Lesa meira

Minna rugl – meira tempó

2019-08-24T14:29:38+00:0017. janúar 2011|

Ung kona fer í fjarlæga eyjarbyggð til að rannsaka kafla í sögu staðarins og skrifa fræðiritgerð um hann. En hún fær óljós svör við spurningum sínum, allir hafa einhverju að leyna, og loks kemur upp úr dúrnum að hún leikur líka tveim skjöldum sjálf. Þetta efni hljómar kunnuglega, það endurómar spennusögur af ýmsu tagi. Enda ... Lesa meira

Kvenmynd eilífðarinnar

2019-08-24T14:35:34+00:0016. janúar 2011|

Þeir sem sáu rómaða sýningu Leikfélags Reykjavíkur á Fjalla-Eyvindi Jóhanns Sigurjónssonar fyrir nokkrum áratugum á viðamiklu, natúralísku sviði Steinþórs Sigurðssonar með hátimbruðum baðstofum, fjöllum sínum og jöklum eiga eflaust bágt með að ímynda sér þetta sama verk á þröngu, nöktu verksmiðjugólfi þar sem engir litir lífga umhverfið og engin hjálpartæki er að sjá önnur en ... Lesa meira

Barnabarn er bílaleigubíll

2019-08-24T14:38:41+00:0015. janúar 2011|

Það var mikið hlegið á litla sviði Borgarleikhússins í gær – enda er það dauður maður sem ekki hlær að Sigurði Sigurjónssyni þegar hann gerir það sem hann kann svo vel. Þetta var á frumsýningu Afans eftir Bjarna Hauk Þórsson, Siggi var einn á sviðinu en höfundur leikstýrði. Verkið er að því er virðist samið ... Lesa meira

Pössum börnin betur

2019-08-24T14:43:09+00:0014. janúar 2011|

Elsku barn eftir Dennis Kelly sem var frumsýnt í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi undir stjórn Jóns Páls Eyjólfssonar er ekki venjulegt leikrit. Það er byggt upp á viðtölum og minnir mest á réttardrama – sem löngum hafa verið vinsæl, einkum í sjónvarpi. En þó að þetta þýði að verkið sé nokkurn veginn allt safn eintala er ... Lesa meira

Um ótryggt líf valdhafa

2019-08-24T14:47:48+00:008. janúar 2011|

Íslenska  hreyfiþróunarsamsteypan byrjar á endinum í Kandílandi, dansverkinu sem verið er að sýna í Kassanum í Þjóðleikhúsinu. Líklega hafa þau verið að hugsa um málsháttinn „í upphafi skyldi endinn skoða” því strax þá, í fjölbreyttum tilburðum leikara í framkalli, reyndu þau að toppa hvert annað, taka ný afbrigði af þakkarviðbrögðum að láni frá næsta manni ... Lesa meira