Þú ert hér:///október

Á gullöld snjallsímans

2021-10-23T12:49:33+00:0023. október 2021|

Sýningin okkar sem var frumsýnd á Loftinu í Þjóðleikhúsinu í gærdag ber nafn með rentu. Hún er einmitt sýningin þeirra Jóhanns Kristófers Stefánssonar og Tatjönu Dísar Aldísar Razoumeenko sem saman mynda leikhópinn Konsertu. Þau eru sviðshöfundar og tónlistarfólk og bæði semja og leikstýra verki sínu en Karl Ágúst Þorbergsson fær að halda utan um þau ... Lesa meira

„Á morgun mun hún elska mig!“

2021-10-22T13:38:41+00:0022. október 2021|

Gamanóperan Ástardrykkurinn eftir Donizetti var frumsýnd í Mílanó árið 1832 en er ennþá frísk og fjörug þrátt fyrir háan aldur, í það minnsta í meðförum sviðslistahópsins Óðs í Þjóðleikhúskjallaranum. Þau laga hana að sýningarstaðnum, láta hana gerast á kaffihúsi þar sem ein persónan vinnur og aðrar persónur eiga leið um. Snilldarhugmynd. Sviðið er á dansgólfinu ... Lesa meira

Hin fjögur fræknu

2021-10-16T16:37:46+00:0016. október 2021|

Ég hef ekki fram að þessu talið mig hafa mikinn smekk fyrir uppistand, en sannarlega skemmti ég mér í gærkvöldi i Tjarnarbíó þar sem fjögur frábær ungmenni koma nú fram, hvert með sína sýningu en undir yfirheitinu VHS krefst virðingar. Skammstöfunin stendur fyrir nöfnin þeirra: Vilhelm Neto, Vigdís Hafliðadóttir, Hákon Örn Helgason og Stefán Ingvar ... Lesa meira

Merking

2021-10-07T10:18:06+00:007. október 2021|

Merking (2021). Listaverk á kápu: Kristín Helga Ríkharðsdóttir og Kristín Karólína Helgadóttir. Uppstilling kápu: Alexandra Buhl / Forlagið eftir Fríðu Ísberg Úr skáldsögunni Merking sem er væntanleg 12. október. Mál og menning gefur út.   Frá því að hann var unglingur vissi hann að þau gætu gert betur. Hann horfði á vini sína kreppa ... Lesa meira