Þú ert hér:///desember

Rannsókn á kúgun

2019-06-12T11:57:03+00:0029. desember 2013|

Duttlungar lífsins hafa skikkað svo til að ég hafði aldrei séð Lúkas eftir Guðmund Steinsson fyrr en í gærkvöldi. Þá var það frumsýnt í Kassanum í Þjóðleikhúsinu á vegum leikhópsins Aldrei óstelandi og undir stjórn Mörtu Nordal. Verkið kom mér mjög þægilega á óvart, það er fantavel skrifað og uppsetningin er hugkvæm, markviss og mögnuð. ... Lesa meira

Hvað er þá orðið okkar starf?

2019-06-12T12:01:49+00:0027. desember 2013|

Hinir gömlu Grikkir hafa verið rúmfrekir í lífi mínu undanfarið ár. Fyrst var það Heródótus með Rannsóknir sínar sem ég las mér til mikillar ánægju síðastliðið sumar í þýðingu Stefáns Steinssonar. Í gærkvöldi varð svo yngri samtímamaður hans á vegi mínum, gamanleikjaskáldið Aristófanes, þegar Þingkonurnar hans voru frumsýndar á stóra sviði Þjóðleikhússins í þýðingu Kristjáns ... Lesa meira

Skrifaðu veröld

2019-06-14T16:01:52+00:009. desember 2013|

Pétur Gunnarsson: Íslendingablokk. JPV útgáfa, 2012. Úr Tímariti Máls og menningar 4. hefti 2013 I Klæjar í fingurna að slá orð eins og „veröldin“ og trúa því að það iði allt af lífi eins og gerlar í dauðu kjötstykki? Nei, eins og loftið yfir heilli sinfóníuhljómsveit. (Sagan öll, 52) Einhvernveginn hefur mér alltaf þótt þetta ... Lesa meira

Valdsmenn orðsins

2019-06-14T15:27:45+00:009. desember 2013|

Þórarinn Eldjárn. Hér liggur skáld. Vaka-Helgafell, 2012. Úr Tímariti Máls og menningar 4. hefti 2013 Við horfumst ekki alltaf í augu við að Íslendingasögurnar eru misvel saman settar. Sumar jafnvel svo þvælnar að þær hafa aldrei komist í almennan lestur og umræðu. Það á ekki síst við um hinar svokölluðu Eyfirðingasögur – sem bíða þess ... Lesa meira

Heiðarleiki eftir hentugleikum

2019-06-14T15:28:05+00:009. desember 2013|

Kristín Eríksdóttir. Hvítfeld – fjölskyldusaga. JPV útgáfa, 2012. Úr Tímariti Máls og menningar 4. hefti 2013 Jenna Hvítfeld er sögumaður í stærstum hluta þessarar bókar og talar í fyrstu persónu. Hjá henni fær lesandinn allar sínar upplýsingar um hana sjálfa og viðburðaríkt líf hennar og mikið af upplýsingum um aðrar persónur. Lesandinn heldur í fyrstu ... Lesa meira

Niðurbælt pólitískt öskur

2019-06-14T15:11:58+00:009. desember 2013|

Gyrðir Elíasson. Suðurglugginn. Uppheimar, 2012. Úr Tímariti Máls og menningar 4. hefti 2013 Árið 2012 sendi Gyrðir Elíasson frá sér tvær bækur; á vordögum kom ljóðabókin Hér vex enginn sítrónuviður og um haustið skáldsagan Suðurglugginn sem hér verður í forgrunni. Hvað sem ólíku formi og framsetningu líður er skyldleiki þessara bóka augljós þegar litið er ... Lesa meira

Til varnar náttúrunni / Gegn verksmiðjuvæðingu lífsins

2019-06-14T16:00:38+00:009. desember 2013|

Ófeigur Sigurðsson. Landvættir: Skáldsaga. Mál og menning, 2013. Úr Tímariti Máls og menningar 4. hefti 2013 I Ég er ekki frá því að Skáldsaga um Jón & hans rituðu bréf til barnshafandi konu sinnar þá hann dvaldi í helli yfir vetur & undirbjó komu hennar og nýrra tíma (Mál og menning 2010) eftir Ófeig Sigurðsson sé ein ... Lesa meira