Þú ert hér:///apríl

„Við viljum sjá heiminn brenna“

2019-04-29T14:02:59+00:0029. apríl 2019|

Ærslaleikurinn Bæng! eftir þýska leikskáldið Marius von Mayenburg var frumsýndur á Nýja sviði Borgarleikhússins á föstudagskvöldið í prýðilegri þýðingu Hafliða Arngrímssonar, og ég sá aðra sýningu í gærkvöldi. Það sem ég hef áður séð eftir Marius hefur vissulega verið ærslakennt og fyndið en líka absúrd og vakið hugmyndir og hugrenningatengsl í allar áttir. En Bæng! ... Lesa meira

Þegar ágætir menn breytast í grasasna

2019-04-29T15:23:20+00:0028. apríl 2019|

Loddarinn (Tartuffe) hans Molières var frumsýndur á stóra sviði Þjóðleikhússins í gærkvöldi í nýrri bráðskemmtilegri þýðingu Hallgríms Helgasonar og undir stjórn Stefans Metz. Sean Mackaoui sér um leikmynd og búninga eins og áður þegar Stefan hefur leikstýrt hér og Ólafur Ágúst Stefánsson hannar lýsinguna. Manni verður strax hugsað til síðasta verkefnis þeirra þriggja sem var ... Lesa meira

TMM efnir til textasamkeppni fyrir menntaskólanema

2019-04-29T16:13:51+00:0023. apríl 2019|

Börn (ó)náttúrunnar Tímarit Máls og menningar efnir til textasamkeppni meðal menntaskólanema og jafnaldra þeirra í tilefni af hundrað ára afmæli Barns náttúrunnar, fyrstu skáldsögu Halldórs Laxness, sem kom út þegar hann var sautján ára. Óskað er eftir ljóðum eða sögum sem ekki eru lengri en 2500 orð. Höfundar texta þurfa að vera fæddir á árunum ... Lesa meira

Tímarit Máls og menningar 2. hefti 2019

2019-04-29T15:51:38+00:0016. apríl 2019|

Annað hefti Tímarits Máls og menningar árins 2019 er helgað Bókmenntahátíð í Reykjavík sem stendur frá 24. til 27. apríl. Fjallað er um átta af erlendu gestunum í heftinu og birtar nýjar þýðingar á sögum eftir tvær skáldkonur sem sækja hátíðina heim, Lily King frá Bandaríkjunum og Samöntu Schweblin frá Argentínu. Kápumynd og teikningar af ... Lesa meira

Trúin á skáldskapinn

2019-05-16T11:34:07+00:0016. apríl 2019|

Hallgrímur Helgason. Sextíu kíló af sólskini. JPV útgáfa, 2018. 461 bls. Úr Tímariti Máls og menningar 2. hefti 2019 Það er óhætt að segja að Hallgrímur Helgason slái nýjan tón í skáldsögu sinni Sextíu kíló af sólskini en raunar virðast merkilega margir ólíkir tónar rúmast í höfundarverki hans. Hér erum við svo sannarlega ekki sjóveik ... Lesa meira

Hvað sem er getur orðið að kláða

2019-05-16T11:34:35+00:0016. apríl 2019|

Fríða Ísberg. Kláði. Partus, 2018. 197 bls. Úr Tímariti Máls og menningar 2. hefti 2019 Skýringin á óvæntu heitinu á smásagnasafni Fríðu Ísberg, Kláði, fæst í síðustu sögunni, „Undanhlaupi“, sem birtist reyndar fyrst í þessu tímariti í fyrra (TMM 2 2018): „En svo er hitt,“ segir kerlingin á neðri hæðinni við sögukonu, „að hvað sem ... Lesa meira

Kaffi og köfnun

2019-05-16T11:34:44+00:0016. apríl 2019|

Jónas Reynir Gunnarsson: Krossfiskar. Partus, 2018. 188 bls. Úr Tímariti Máls og menningar 2. hefti 2019 Jónas Reynir Gunnarsson rauk fram á ritvöllinn með miklum bravúr haustið 2017 þegar hann gaf út þrjár bækur, skáldsöguna Millilendingu og ljóðabækurnar Leiðarvísir um þorp og Stór olíuskip. Margt hefur verið ritað um þessa glæsilegu innkomu og því hef ... Lesa meira

Ástarsögur með öfugum formerkjum

2019-05-16T11:35:13+00:0016. apríl 2019|

Guðrún Eva Mínervudóttir. Ástin Texas: sögur. Bjartur, 2018. 208 bls. Úr Tímariti Máls og menningar 2. hefti 2019 Ég hafði takmarkaðar væntingar þegar ég opnaði Ástin Texas eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur. Hún á sér marga trygga aðdáendur en það úrval af bókum hennar sem ég hef lesið hingað til hefur ekki náð að heilla mig ... Lesa meira

Liber scriptus proferetur

2019-05-16T11:35:30+00:0016. apríl 2019|

Ragnar Helgi Ólafsson: Bókasafn föður míns. Bjartur, 2018. 197 bls. Úr Tímariti Máls og menningar 2. hefti 2019 Langafi minn, Magnús Magnússon, sem hafði lært ensku og frönsku af laxveiðimönnum í Borgarfirði, átti dágott bókasafn sem hafði meðal annars að geyma bækur á útlensku. Þegar hann gekk fyrir ætternisstapa fékk hver og einn að ganga ... Lesa meira

Dularfulla húsið og myrkrið í mannssálinni

2019-05-16T11:44:42+00:0016. apríl 2019|

Hildur Knútsdóttir: Ljónið. JPV útgáfa, 2018. 410 bls. Úr Tímariti Máls og menningar 2. hefti 2019 Það barst hár dynkur innan úr skápnum. Þær hrukku báðar við. Þegar Elísabet opnaði skápdyrnar lá græni ullarkjóllinn á gólfinu. „Oh, þetta er alltaf að gerast,“ sagði Elísabet um leið og hún beygði sig niður til að hengja kjólinn ... Lesa meira