Þú ert hér:///september

Gömul saga og glæný

2023-10-03T09:56:27+00:0030. september 2023|

Leikfélag Reykjavíkur frumsýndi í gærkvöldi af margföldu tilefni sjötugan söngleik þeirra bræðra og snillinga Jóns Múla og Jónasar Árnasona, Deleríum búbónis. Bergur Þór Ingólfsson lagaði verkið að nýjum tíma og leikstýrir sýningunni eins og fer ekki framhjá neinum. Þar er skörp kímnigáfa hans við stjórn, glöggt auga hans fyrir tímasetningum og óbrigðult næmi hans á ... Lesa meira

Brot úr Klettinum

2023-09-28T13:33:47+00:0028. september 2023|

eftir Sverri Norland Tveir kaflar úr skáldsögunni Kletturinn. JPV útgáfa gefur út.       (4)   Þegar við komum heim stýrði ég öllu eins og hershöfðingi. Ég lét renna í bað, afklæddi mannskapinn, skolaði Sólu hratt og örugglega og leyfði tvíburunum að leika sér í vatninu á meðan ég sauð pasta handa þrenningunni. En ... Lesa meira

Hið eilífa stríð

2023-09-24T15:08:32+00:0024. september 2023|

Eftirvæntingin var nánast áþreifanleg í Þjóðleikhúsinu í gærkvöldi fyrir frumsýningu á þriðja hluta Mayenburgþríleiksins, Ekki málið. Um fátt hefur verið rætt meira í leikhúslífi okkar undanfarna mánuði en Ellen B og Ex, ég hef jafnvel fengið fyrirspurnir erlendis frá um það hvorn af fyrri hlutunum ég ráðleggi gestum fremur að sjá ef þeir hafi ekki ... Lesa meira

Hver er ég?

2023-10-03T10:11:25+00:0023. september 2023|

María Reyndal frumsýndi í gærkvöldi leikverk sitt Með Guð í vasanum á Nýja sviði Borgarleikhússins. Sérkennilega leikmyndina hannaði Brynja Björnsdóttir sem einnig sá um búninga en Pálmi Jónsson sá um lýsingu. Hljóðmyndin, sem skiptir svo gríðarlega miklu máli í sýningunni, var á vegum Ísidórs Jökuls Bjarnasonar. Sveinn Ólafur Gunnarsson aðstoðaði við handrit og lék líka ... Lesa meira

Ólánleg sólarlandaferð

2023-09-22T11:34:34+00:0022. september 2023|

Það var mikið hlegið í Tjarnarbíó í gærkvöldi á frumsýningu Pabbastráka eftir Hákon Örn Helgason og Helga Grím Hermannsson sem líka leika aðalhlutverkin. Persónurnar voru vissulega býsna hlægilegar en ennþá fyndnari heyrðist mér áhorfendum finnast vísanirnar til tímans þegar leikritið á að gerast – ársins minnisstæða 2007. Nýliðin þátíð er alltaf gott efni í grín ... Lesa meira

Tvö ljóð eftir Kaveh Akbar

2023-09-19T14:02:03+00:0015. september 2023|

Úr Tímariti Máls og menningar, 3. hefti 2023 Þórdís Helgadóttir þýddi   Mjólkurá leyfðu mér aðeins           fyrir ekki svo löngu var ég heilalaus dró eldflugur letilega inn á milli tannanna           tuggði úr þeim hreint ljós           þá var svo stór hluti af mér ekkert að ég hefði passað í sykurmola ... Lesa meira

„Það sem ég hafði gert og hafði ekki ætlað að gera“

2023-09-14T14:40:59+00:0014. september 2023|

Gyrðir Elíasson: Pensilskrift: Smáprósar I og Þöglu myndirnar: Smáprósar II. Dimma, 2022, 267/271 bls. Úr Tímariti Máls og menningar 3. hefti 2023     Gyrðir Elíasson er fyrir löngu orðinn þjóðþekktur fyrir verk sín sem samanstanda af ljóðabókum, skáldsögum og smásagnasöfnum og nú hefur bæst í safnið smásagnaprósasafn í tveimur bindum: Þöglu myndirnar og Pensilskrift. ... Lesa meira

Undir tampi

2023-09-14T14:26:46+00:0014. september 2023|

Haukur Már Helgason: Tugthúsið. Mál og menning 2022. 453 bls. Úr Tímariti Máls og menningar 3. hefti 2023 Hvernig á að skilgreina þessa bók? Skýrsla, kallar hún sig sjálf: Skýrsla skrifuð af Páli nokkrum Holt, fráfarandi öryggisverði Stjórnarráðsins, til að rannsaka mögulegar orsakir óþægindanna, eða reimleikanna, sem hafa gert vart við sig í fornfrægu húsinu. ... Lesa meira

Þræðir hnýttir saman í tíma og rúmi

2023-09-14T14:26:05+00:0014. september 2023|

Anna María Bogadóttir: Jarðsetning. Angústúra / Úrbanistan, 2022, 246 bls. Úr Tímariti Máls og menningar 3. hefti 2023 Ég man ekki hvenær ég steig fyrst inn í Iðnaðarbankahúsið við Lækjargötu. Mig langar að segja að það hafi verið um það leyti sem ég byrjaði að drekka kaffi, einhvern tímann undir lok fyrsta árs í menntaskóla. ... Lesa meira

Að skapa sína eigin fortíð

2023-09-14T14:53:29+00:0014. september 2023|

Þorvaldur Sigurbjörn Helgason. Manndómur. Reykjavík: Mál og menning 2022, 63 bls. Úr Tímariti Máls og menningar 3. hefti 2023 Í upphafsljóði ljóðabókarinnar Manndóms eftir Þorvald Sigurbjörn Helgason er að finna þessa ljóðlínu: „ég vil ekki vera ég, ég vil vera einhver annar“. Ljóðið hefur yfirskriftina „Spádómur“ og þar er lýst atviki úr bernsku þegar ljóðmælandi ... Lesa meira