Þú ert hér:///september

„Ég er fífl, ég er skúrkur“

2023-09-13T09:54:16+00:0010. september 2023|

Fyrsta frumsýning leikársins í Þjóðleikhúsinu var í gærkvöldi í Kassanum á Ást Fedru, vægðarlausu leikriti eftir breska leikskáldið Söruh Kane í prýðilegri þýðingu Kristínar Eiríksdóttur. Kolfinna Nikulásdóttir leikstýrir, Filippía I. Elísdóttir sér um leikmynd og búninga, Tumi Árnason um tónlist og Ásta Jónína Arnardóttir um ljós og myndbönd. Goðsagan forna um drottninguna sem girntist stjúpson ... Lesa meira

Eins og fiskar í vatni

2023-09-01T14:41:35+00:001. september 2023|

Fyrsta frumsýning leikársins var í Tjarnarbíó í gærkvöldi: Sund eftir Birni Jón Sigurðsson sem MurMur framleiðir. Hún setur fína viðmiðun fyrir framhaldið því hún er óvænt, unnin af hugmyndaríkri vandvirkni, fyndin og sexí. Á sviðinu í Tjarnarbíó er sundlaug. Við sjáum hana að vísu ekki en sjáum og heyrum laugargesti steypa sér ofan í hana. ... Lesa meira