Þú ert hér:///mars

Flóttamaður segir frá

2019-04-30T14:45:41+00:0027. mars 2017|

Alltaf reynir maður eitthvað nýtt. Í gærkvöldi prikuðum við upp á þriðju hæð í Borgarleikhúsinu til að sjá þar sýninguna Aftur á bak frá Stokkhólmi, samvinnuverkefni leikhópsins Osynliga Teatern og Dramaten. Á þriðju hæðinni var tekið á móti okkur, þung sýndarveruleikagleraugu sett á höfuð okkar og heyrnartól þar yfir og síðan vorum við leidd blindandi ... Lesa meira

Þórbergur um þverveginn

2019-05-23T15:41:43+00:0021. mars 2017|

Soffía Auður Birgisdóttir. Ég skapa – þess vegna er ég: Um skrif Þórbergs Þórðarsonar. Opna, 2015. Úr Tímariti Máls og menningar 1. hefti 2017 Það tekur ekki ýkja langan tíma að lesa allt sem skrifað hefur verið um Þórberg Þórðarson, að meðtöldu öllu því sem hann skrifaði um sjálfan sig. Þó hefur fjölgað allhressilega bókum ... Lesa meira

Verðandi

2019-05-23T16:14:34+00:0021. mars 2017|

Pétur Gunnarsson. Skriftir – örlagagletta. JPV útgáfa, 2016. Úr Tímariti Máls og menningar 1. hefti 2017 Eiginlega er það nú regla hjá mér að sýna aldrei neinum inn á verkstæðið hjá mér. Það er alkemistinn í mér sjáðu til. En ég hlýt að gera undantekningu með þig. Þórarinn Eldjárn, Maðurinn er það sem hann væri ... Lesa meira

Sunnudagskvöld með Elly

2019-05-03T11:31:33+00:0020. mars 2017|

Hvað á maður að segja um þessa stúlku? Þessa ungu leikkonu sem lætur Elly Vilhjálms lifna á nýja sviðinu í Borgarleikhúsinu, andlit, líkama og rödd? Þessa Katrínu Halldóru Sigurðardóttur? Líklega er best að segja bara HÚRRA! Fyrir sýninguna Elly hefur Nýja sviði verið breytt í skemmtistað sem gæti minnt á dansstaðina í Reykjavík um 1960 ... Lesa meira

Umturnun allra gilda

2019-05-23T16:31:05+00:0019. mars 2017|

Árni Heimir Ingólfsson. Saga tónlistarinnar. Forlagið, 2016. Úr Tímariti Máls og menningar 1. hefti 2017 Ef einhver sest niður við að skrifa sögu tónlistarinnar á þessum margræðu tímum bíður hans verkefni sem hefur breyst allverulega í veltingi áranna. Fyrir hálfri öld, og vafalaust lengi eftir það, voru línurnar hreinar. Minn fyrsti píanókennari hataði djass, hann ... Lesa meira

Sýning gullna kjólsins

2019-04-30T16:20:26+00:0017. mars 2017|

Það hlýjar manni um hjartarætur að horfa á fullorðna karlmenn leika sér eins og börn, sprella – jafnvel kviknaktir – dansa, tala tungum, klæða sig í kjóla, stympast og stríða. Þetta gera þeir félagarnir Rúnar Guðbrandsson leikstjóri („direttore absoluto“) og Árni Pétur Guðjónsson, hans „actoro primo“ í sýningunni Endastöð – Upphaf sem frumsýnd var í ... Lesa meira

Hvað er auður og afl og hús …?

2019-05-27T11:28:46+00:0011. mars 2017|

Það var margt sem gladdi og nærði fortíðarþrána á frumsýningu Hússins eftir Guðmund Steinsson á stóra sviði Þjóðleikhússins í gærkvöldi. Eitt var einfaldlega það að sjá eftir Guðmund leikrit sem aldrei hafði verið sett á svið áður; annað var að sjá hvað leikstjórinn, Benedikt Erlingsson, vísaði smekklega til þess í uppsetningu sinni að verkið hefði ... Lesa meira

Ævintýri í Úganda

2019-04-30T16:41:32+00:0010. mars 2017|

Nemendur í Flensborg frumsýndu í gærkvöldi söngleikinn Mormónabókina eftir Trey Parker, Robert Lopez og Matt Stone í Gaflaraleikhúsinu. Þýðandi og leikstjóri með meiru er Björk Jakobsdóttir, Þórunn Lárusdóttir stjórnaði söng, tónlistarstjóri er Hallur Ingólfsson en Óli Gunnar Gunnarsson sá um dansatriðin. Þetta er nýlegur söngleikur, frumsýndur á Broadway 2011, vel þekktur og verðlaunaður en hafði ... Lesa meira

Upp komast svik

2019-05-03T11:52:48+00:005. mars 2017|

Það var hamagangur á Hóli í gærkvöldi þegar Leikfélag Reykjavíkur frumsýndi farsann Úti að aka eftir breska gamanleikjaskáldið Ray Cooney á stóra sviði Borgarleikhússins undir stjórn Magnúsar Geirs Þórðarsonar. Gísli Rúnar Jónsson þýddi leikinn og staðfærði og eins og vænta má af þessum nöfnum var árangurinn sprenghlægilegur. Í sögumiðju er leigubílstjórinn Jón Jónsson (Hilmir Snær ... Lesa meira

Truntum runtum og tröllin í fjöllunum

2019-05-03T11:27:10+00:005. mars 2017|

Brúðuleikhúsið Handbendi sýndi í dag nýja sýningu sína, Tröll, í Tjarnarbíó. Höfundur, hönnuður, brúðusmiður og annar tveggja leikara í sýningunni er Greta Clough sem einnig rekur leikhúsið á Hvammstanga. Aldís Davíðsdóttir stjórnaði brúðunum með henni en Sigurður Líndal Þórisson leikstýrði. Tröll er því sem næst orðlaus sýning um viðbrögð tröllanna sem voru fyrir í landinu ... Lesa meira