Þú ert hér:///apríl

Lækningamáttur játninga

2022-05-17T09:43:06+00:0023. apríl 2022|

Fyrir níu árum, í apríl 2013, skrifaði ég umsögn um fyrsta leikrit Tyrfings Tyrfingssonar, einþáttung sem var einn af þremur eftir ný leikskáld sem sýndir voru saman undir yfirskriftinni Núna í Borgarleikhúsinu. Þar segir: „Annaðhvort gat Skúrinn á sléttunni verið útdráttur úr löngu leikriti eða fyrsti þáttur í lengra verki. Það breytir þó ekki því að þetta ... Lesa meira

Sannleikurinn er sagna verstur

2022-05-17T10:19:41+00:0010. apríl 2022|

Leikfélag Reykjavíkur og CommonNonsense frumsýndu í gær samtímafarsann Fyrrverandi eftir Val Frey Einarsson á Nýja sviði Borgarleikhússins. Breiða pallastofu með hringstiga innst upp á efri hæðir skapar Ilmur Stefánsdóttir og hún sér líka um í bland dálítið fríkaða búninga og leikgervi (með Elínu S. Gísladóttur); til dæmis þekkti ég ekki Þórunni Örnu Kristjánsdóttur fyrr en ... Lesa meira

Þegar orð eru óþörf

2022-05-17T10:21:13+00:008. apríl 2022|

Það eru rúm níu ár síðan ég sá Hjartaspaða í Gaflaraleikhúsinu, fyrstu leiksýninguna sem ég hafði séð þar sem leikið var með heilgrímur. Þó að afar vel tækist til hefur leikurinn ekki verið endurtekinn, svo ég viti til – fyrr en nú og þá af sömu aðilum, Skýjasmiðjunni. Hún frumsýndi um síðustu helgi verkið Hetju ... Lesa meira

Örleikrit hversdagsins

2022-05-17T09:45:29+00:007. apríl 2022|

Það er engu logið á Ást og upplýsingar, uppsetningu Þjóðleikhússins á verki Caryl Churchill í Kassanum. Þetta er ljómandi skemmtilegt verk og vel unnin sýning hjá Unu Þorleifsdóttur leikstjóra. Einfalt en spennandi svið hannar Daniel Angermayr og Eva Signý Berger sér um búningana sem urðu æ litríkari og fjörlegri því lengra sem leið á sýninguna. ... Lesa meira

Apríl

2022-04-06T15:00:27+00:006. apríl 2022|

Eftir Sigríði Hagalín Björnsdóttur Úr Tímariti Máls og menningar, 2. hefti 2021.   Ljósið kemur að utan laumar sér inn á milli gluggatjaldanna strýkur fingri eftir rykugri hillu gaumgæfir gyllingu á snjáðum kili við lítum undrandi upp: hvað ert þú að gera hér? nægja þér ekki fagnaðarlætin úti allir gulu og fjólubláu fánarnir dans stiginn ... Lesa meira