Þú ert hér:///mars

Andlátsstundin

2023-03-23T12:50:42+00:0023. mars 2023|

Eftir Ólaf Gunnarsson Úr Tímariti Máls og menningar, 1. hefti 2023.   Sólin fór sér að engu óðslega á för sinni yfir himininn. Engin gluggatjöld voru uppi við sem hægt var að draga fyrir. Hann hafði flutti heim um stundarsakir til þess að deyja og konan tekið niður tjöldin. Hann horfði á sólina með fjandskap ... Lesa meira

Þrjár prinsessur

2023-03-20T10:17:45+00:0019. mars 2023|

Síðastliðinn föstudag var leikritið Prinsessuleikarnir eftir Elfriede Jelinek frumsýnt í Borgarleikhúsinu í leikstjórn Unu Þorleifsdóttur. Raunar voru það ekki nema þrír fimmtu hlutar af verki Jelinek sem rötuðu á Nýja sviðið. Verkið, sem heitir Prinzessendramaen á frummálinu og byggir á skáldsögu höfundarins, Dauðinn og stúlkan, fjallar um fimm prinsessur, Mjallhvíti, Þyrnirós, Jackie Kennedy, Díönu og ... Lesa meira

Sögulegt verk í sögulegri sýningu

2023-03-17T12:08:33+00:0017. mars 2023|

Leikhópurinn Elefant frumsýndi í gærkvöldi í Kassanum eigin leikgerð af skáldsögu Halldórs Laxness frá 1943–6, Íslandsklukkunni, í samstarfi við Þjóðleikhúsið. Leikstjóri er Þorleifur Örn Arnarsson sem einnig gerir leikgerðina ásamt Bjarti Erni Bachmann, Salvöru Gullbrá Þórarinsdóttur og leikhópnum. Íslandsklukkan er stór skáldsaga með fjölmörgum persónum og miklum atburðum sem ýmist eru sögulegir eða skáldaðir og ... Lesa meira

„Búum til betri heim“

2023-03-06T11:53:38+00:006. mars 2023|

Þjóðleikhúsið frumsýndi í gær á stóra sviðinu fjölskyldusöngleikinn Draumaþjófinn eftir Björk Jakobsdóttur sem byggður er á skáldsögu Gunnars Helgason með sama nafni frá 2019. Dillandi fjörug tónlistin er eftir Þorvald Bjarna Þorvaldsson sem er líka tónlistarstjóri en söngtextana sömdu þau sundur og saman Björk, Gunnar og Hallgrímur Helgason. Ævintýraleg leikmyndin, dularfullur, margslunginn, sannfærandi og hrífandi ... Lesa meira

Þegar menningarheimar rekast á

2023-03-06T09:10:10+00:005. mars 2023|

Íslenska óperan frumsýndi í gærkvöldi vinsæla óperu Puccinis frá 1904, Madama Butterfly, með kóresku sópransöngkonunni Hye-Youn Lee í aðalhlutverki. Leikstjórinn Michiel Dijkema gerði einnig leikmyndina sem var eins og klassísk smámynd frá Japan í gamla daga með hænsnastiga og bonsai-tré og allt. Hljómsveitarstjóri var Levente Török, Magnús Ragnarsson stjórnaði kórnum, María Th. Ólafsdóttir skapaði öllum ... Lesa meira

Allir alltaf í boltanum

2023-03-07T11:32:05+00:003. mars 2023|

Enn einn smellurinn var frumsýndur í Tjarnarbíó í gærkvöldi, nú af leikhópnum Alltaf í boltanum, Óbærilegur léttleiki knattspyrnunnar eftir Ólaf Ásgeirsson og Svein Ólaf Gunnarsson. Leikararnir fimm eru allir karlar en á bak við eru konurnar: Viktoría Blöndal leikstýrir af sönnum krafti, Sólbjört Vera Ómarsdóttir sér um sviðsmynd þar sem goðið sir Alex Ferguson trónir ... Lesa meira