Þú ert hér:///október

Blekkingin afhjúpuð

2019-03-13T16:04:15+00:0029. október 2018|

Það er dýrmætt af Óperudögum í Reykjavík að rifja upp gömul meistaraverk eins og Þrymskviðu, sem ég missti af, því miður, og ekki síður að sýna okkur verk eins og Trouble in Tahiti eftir Leonard Bernstein sem við höfum ekki fengið að sjá hér á landi áður. Þessi stutta háðsópera/-söngleikur frá 1952 var frumsýnd í ... Lesa meira

Fékk hann samþykki? Eða sagði hún nei?

2019-05-27T11:18:12+00:0027. október 2018|

Eins og það er gaman að sjá stuttar og hnitmiðaðar leiksýningar og safnast saman á eftir yfir umræðum um þær þá er líka upplifun að sjá langar og íhugular leiksýningar, virkilegar „heils kvölds sýningar“ sem maður stingur sér beint í rúmið á eftir og dreymir þær alla nóttina. Þannig sýning er Samþykki, ársgamalt leikrit eftir ... Lesa meira

Sungið um feðginasamband og plast

2019-03-13T16:20:07+00:0025. október 2018|

Áður en ég hlýddi á Plastóperuna eftir Gísla Jóhann Grétarsson og Árna Kristjánsson með fimmta bekk Laugarnesskóla í gærmorgun var ég viðstödd morgunsönginn í skólanum með öllum börnunum – í fyrsta skipti síðan ég kvaddi þennan skóla fyrir sextíu og einu ári! Þau sungu skólasönginn (sem var ekki til í minni tíð) og tvö falleg ... Lesa meira

Ó, þér unglingafjöld …

2019-03-13T16:23:43+00:0015. október 2018|

Gaflaraleikhúsið í Hafnarfirði frumsýndi í gær fimmta verkið (telst mér til) sem sérstaklega er unnið af og ætlað áhorfendum á unglingsaldri en höfðar þó til eldri aldurshópa – vegna þess að öll höfum við verið unglingar. Fyrsta skiptið heitir stykkið og fjallar eins og nafnið bendir til um ýmis „fyrstu skipti“ í lífi fólks og ... Lesa meira

Vel heppnuð afmælisveisla

2019-03-13T16:28:00+00:0013. október 2018|

Leikfélag Selfoss heldur upp á sextugsafmæli sitt í ár og stóri viðburðurinn á afmælisárinu var frumsýndur í gærkvöldi í leikhúsinu í bænum, leiksýningin Á vit ævintýranna. Félagið var svo bráðheppið að fá til liðs við sig sérfræðing í ærslafengnum ævintýrasýningum, Ágústu Skúladóttur, og saman hafa þau unnið litríka sýningu úr þrenns konar efniviði: ævintýrinu um ... Lesa meira

Dauðleikinn er uppstillt baðherbergi

2019-03-13T16:50:50+00:004. október 2018|

Leikhópurinn Allir deyja frumsýndi í gærkvöldi Griðastað eftir Matthías Tryggva Haraldsson í Tjarnarbíó. Verkið er að uppruna útskriftarverkefni Matthíasar úr Listaháskólanum og hann leikstýrir sjálfur. Ég varð fyrst vör við Matthías Tryggva fyrir þrem árum á Ungleik í Borgarleikhúsinu, þar átti hann metnaðarfullt verk um heimsendi og sannleikann (hvorki meira né minna) en hafði ekki ... Lesa meira