Þú ert hér:///september

Byltingin 1809

2022-09-30T14:15:41+00:0025. september 2022|

Tvær byltingar hafa verið gerðar á Íslandi og það liðu tvö hundruð ár á milli þeirra. Önnur er kennd við hundadaga árið 1809, hin við búsáhöld árið 2009. Á þetta benti Einar Már Guðmundsson í bráðskemmtilegri en útúrdúra-auðugri frásögn sinni af fyrri byltingunni á Sögulofti Landnámssetursins í Borgarnesi í gærkvöldi. Sögustundin hans heitir einfaldlega 1809 ... Lesa meira

Ég um mig frá mér til mín

2022-09-30T12:09:28+00:0024. september 2022|

Leikfélag Reykjavíkur frumsýndi Bara smástund á stóra sviðinu í gærkvöldi, ekta franskan gamanleik eftir Florian Zeller undir vel hugsaðri leikstjórn Álfrúnar Helgu Örnólfsdóttur. Sverrir Norland þýddi einkar lipurlega. Við erum stödd í glæsiíbúð Michels (Þorsteinn Bachmann) og Nathalie (Sólveig Arnarsdóttir) sem Helga Stefánsdóttir hefur búið húsgögnum og listaverkum af smekkvísi. Michel er kampakátur því að ... Lesa meira

Hið leynilega líf Sigþrúðar

2022-09-30T14:18:33+00:0018. september 2022|

Það virðist í fljótu bragði djarft að setja skáldsöguna Á eigin vegum á svið. Er nokkuð „leikrænt“ við roskna konu sem býr ein og þekkir engan, á ekki einu sinni neina vinnufélaga því að hún ber út blöð á morgnana  alein og hennar eina afþreying er að fara í jarðarfarir og erfisdrykkjur fólks sem hún ... Lesa meira

„Já, ávinningur verður stór – ef ert‘ í kór“

2022-09-30T14:18:46+00:0018. september 2022|

Það var hátíðisdagur í Þjóðleikhúsinu í fyrrakvöld þegar söngleikurinn Sem á himni eftir Carin Pollak og Kay Pollak (handrit) og Fredrik Kempe (tónlist) var frumsýndur á stóra sviðinu: Framundan spennandi leikhúsvetur eftir löng og leiðinleg covid-ár. Þórarinn Eldjárn á þýðinguna fínu, leikstjóri er Unnur Ösp Stefánsdóttir en tónlistarstjórn í höndum Jóns Ólafssonar. Sagan í Sem á ... Lesa meira

Ekkert heilagt

2022-09-30T14:17:44+00:004. september 2022|

Ég hef lengi vitað að þeir sem stunda þá atvinnu að gagnrýna það sem aðrir gera eru almennt álitnir asnar, einkum af þeim sem gagnrýndir eru. En ég vissi ekki fyrr en í gær að fyrstu gagnrýnendurnir í veraldarsögunni hefðu beinlínis verið hirðfífl valdhafanna – sem sé haft atvinnu af hvoru tveggja, að gagnrýna og ... Lesa meira

Ég á gull að gjalda – en gráta ekki má

2022-09-30T14:24:07+00:002. september 2022|

Ævintýraóperan Mærþöll eftir Þórunni Guðmundsdóttur – bæði texti og tónlist – var frumsýnd í Gamla bíói í gærkvöldi. Ég hef áður séð nokkrar gamanóperur Þórunnar, byggðar á þjóðararfinum, og þær hafa allar verið eftirminnilega skemmtilegar, textinn vel ortur og fyndinn og tónlistin vel samin og aðlaðandi í klassískum og þjóðlegum stíl án þess kannski að ... Lesa meira