Þú ert hér:///apríl

Líf að lífi loknu

2019-05-27T11:23:38+00:0028. apríl 2018|

Vestfirðir taka ekki elskulega á móti Flóru (Elva Ósk Ólafsdóttir) þegar hún kemur þangað, lífsleið og buguð, til að mála hús tengdaforeldra dóttur sinnar. Verkið er leikgerð Melkorku Teklu Ólafsdóttur á skáldsögunni Svartalogni Kristínar Marju Baldursdóttur og var frumsýnt á stóra sviði Þjóðleikhússins í gærkvöldi. Flóra kemur gangandi til okkar í byrjun leiks eftir dimmum ... Lesa meira

Fjörugur og fyndinn hráskinnaleikur

2019-03-15T09:56:57+00:0021. apríl 2018|

Leikfélagið Hugleikur frumsýndi sína fyrstu sýningu í nýju Hugleikshúsi við Langholtsveg í gærkvöldi. Húsið er þekkt sem Fóstbræðraheimilið en gestir Hugleikara ganga inn baka til. Þetta er góður staður og fer vonandi vel um félagið þar. Nýja verkið heitir Hráskinna og er eftir þekkt Hugleiksskáld, Ármann Guðmundsson, Ástu Gísladóttur, Sigríði Báru Steinþórsdóttur og Þorgeir Tryggvason, ... Lesa meira

Dagar afneitunar og þjáningar

2019-03-15T09:56:24+00:0014. apríl 2018|

Ég ímynda mér að fleiri leikhúsgestum hafi verið svipað innanbrjósts og mér í lok sýningar á Fólki, stöðum og hlutum í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi: að vona og treysta því að þurfa aldrei að fara í fíkniefnameðferð. Leikrit Duncans Macmillan er djarft að því leyti að það er langt og fer með áhorfendur í gegnum hrylling ... Lesa meira

Fimm áttavilltar sálir með biskví í boxi

2019-03-15T10:01:59+00:0013. apríl 2018|

Mæðgurnar Auður Ava Ólafsdóttir og Melkorka Sigríður Magnúsdóttir leggja saman krafta sína í poppóperunni Vakúm sem var frumsýnd í Tjarnarbíó í gærkvöldi á opnun hátíðarinnar Vorblóts þar á bæ. Hugmyndin er Melkorku og útfærslan hennar og leikhópsins undir leiðsögn eða eftirliti Dóra DNA. Textinn er Auðar Övu en tónlistin er eftir Árna Rúnar Hlöðversson. Magnús ... Lesa meira