eftir Ísak Harðarson

Úr Tímariti Máls og menningar, 3. hefti 1993.

 

 

Er ég geng niður í fjöruna
að leita að kyrrð

er kyrrðin þar á ferð
að leita að manni

Og horfumst í augu
tvö augnablik
blikandi himinn
blikandi haf

„Sjáumst!“

Og hún festir mig í minni

og ég festi hana
hér

 

 

Ísak Harðarsson

Ísak Harðarsson / Mynd: Gassi, 2021