eftir Jónas Reyni Gunnarsson

Úr Tímariti Máls og menningar, 3. hefti 2014.

 

 

Strákur hækkar í græjum og býr til drunur. Hann er í íþróttabuxum. Blátt skilti lýsir upp strákinn og stelpuna. Magnarinn nær að hrista hár stelpunnar úr teygjunni. Vá, segir hún. Hemlaljós varpa á þau rauðri birtu. Hljóðin úr græjunum opna dyrnar fyrir aftan mig og gustur blæs inn og stingur kálfana. Ég er í stuttbuxum. Bassagangurinn lekur eftir gólfinu og trommutaktur úr eldhúsinu skoppar ofan á. Tónlistin nær mér upp fyrir ökkla. Ég stend undir hvítu ljósi og bíð eftir Meat & Cheese þegar kona treður sér fram fyrir mig. Hún er í náttbuxum. Strákurinn og stelpan njóta ásta.

 

 

 

 

 

 

 

Jónas Reynir Gunnarsson (2020) / Mynd: Gassi