Þú ert hér://Umsagnir um bækur

Saga handa börnum

2023-04-11T15:48:06+00:0011. apríl 2023|

Arndís Þórarinsdóttir: Kollhnís. Mál og menning 2022. 269 bls. Úr Tímariti Máls og menningar, 2. hefti 2023.   „Allar hamingjusamar fjölskyldur eru eins, en sérhver óhamingjusöm fjölskylda er óhamingjusöm á sinn einstaka hátt." Þessi fleygu upphafsorð Önnu Kareninu varpa annars vegar ljósi á hversu algengt það er að fjölskyldur glími við flókin mál og erfiðleika ... Lesa meira

Tól með sál

2023-02-16T10:00:59+00:0016. febrúar 2023|

Kristín Eiríksdóttir: Tól. JPV útgáfa, 2022. 349 bls. Úr Tímariti Máls og menningar, 1. hefti 2023. Í riti sínu Stjórnspekinni skrifaði forngríski heimspekingurinn Aristóteles fræga greiningu á stöðu þræla innan borgríkisins gríska. Þrællinn er, eins og hann orðaði það, organon empsykhon, þ.e. tæki, eða tól, með sál. Hann er þannig aðeins til á forsendum meistara ... Lesa meira

Hundrað ára samfélagsspegill

2023-02-16T09:53:26+00:0016. febrúar 2023|

Kristín Svava Tómasdóttir: Farsótt - Hundrað ár í Þingholtsstræti 25.   Sögufélag 2022, 350 bls. Úr Tímariti Máls og menningar, 1. hefti 2023.   Brúna tvílyfta timburhúsið númer 25 við Þingholtsstræti á sér langa og fjölbreytta sögu. Fyrst var þar sjúkrahús, síðan stofnun til að einangra þá sem veiktust af þeim farsóttum sem gusu upp ... Lesa meira

Hvað var ég að lesa?

2023-02-16T09:50:03+00:0016. febrúar 2023|

Eiríkur Örn Norðdahl og Elías Rúni: Frankensleikir – eða hinn nýi Aurgelmir. Mál og menning, 2022. 94 bls. Úr Tímariti Máls og menningar, 1. hefti 2023.   Ég skal viðurkenna að ég varð nær forviða þegar ég frétti af þessari bók. Jólasaga úr penna Eiríks Arnar Norðdahl? Barnabók sem hefst á því að tilvist jólasveina er ... Lesa meira

Kennsluvænn kjörgripur

2023-02-15T14:29:54+00:0016. febrúar 2023|

Ármann Jakobsson, Aðalheiður Guðmundsdóttir, Ásta Kristín Benediktsdóttir, Jón Yngvi Jóhannsson, Margrét Eggertsdóttir og Sveinn Yngvi Egilsson: Íslenskar bókmenntir: Saga og samhengi. Hið íslenska bókmenntafélag, 2021. 840 bls. 2 bindi. Úr Tímariti Máls og menningar, 1. bindi 2023. [...] menning verður til í því hvernig líkingar eru búnar til á milli hluta, í því hvernig ákveðnar ... Lesa meira

„Hvað er bók annað en mismunandi stafir á blaði?“

2022-11-21T13:53:18+00:0022. nóvember 2022|

Adolf Smári Unnarsson: Auðlesin. Mál og menning, 2022. 235 bls. Úr Tímariti Máls og menningar, 4. hefti 2022 Auðlesin (2022) Auðlesin er önnur skáldsaga Adolfs Smára Unnarssonar en sú fyrri, Um lífsspeki ABBA og Tolteka (eða líf mitt sem Olof Palme), kom út árið 2017 og sagði frá lífi ungs manns í Reykjavík ... Lesa meira

Þegar allar dyr hafa lokast, þá brýtur kona vegg

2022-11-21T13:49:54+00:0022. nóvember 2022|

Margrét Tryggvadóttir. Sterk. Reykjavík: Mál og menning 2021. 280 bls. Úr Tímariti Máls og menningar, 4. hefti 2022 Sterk (2021) Á síðasta ári hlaut skáldsagan Sterk eftir Margréti Tryggvadóttur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur. Hún hefur síðan aflað sér fleiri viðurkenninga, vakið athygli og umræðu og skyldi engan undra. Bókin fjallar um flókin málefni sem ... Lesa meira

Halló, þú gamli sársauki

2022-11-21T13:41:24+00:0022. nóvember 2022|

Eva Rún Snorradóttir. Óskilamunir. Reykjavík: Benedikt 2021, 147 bls. Úr Tímariti Máls og menningar 4. hefti 2022 Í Óskilamunum eftir Evu Rún Snorradóttur eru þrjátíu og þrjár frásagnir sem lesa má sem sjálfstæðar sögur – og ljóð inni á milli – en saman mynda þær einnig ákveðna heild sem opinberast bæði í gegnum rödd sögukonu ... Lesa meira

Skækjur, mæður, saumaklúbbsforsetar og aðrar kvenlegar verur

2022-10-04T10:21:35+00:004. október 2022|

Brynja Hjálmsdóttir: Kona lítur við. Una útgáfuhús 2021. 80 bls. Úr Tímariti Máls og menningar, 3. hefti 2022. Ljóðið virðist blómstra þessi misserin. Ljóðaútgáfa er mikil, ljóðaupplestrar eru haldnir um allan bæ eða í streymi, ljóðum rignir inn í ljóðasamkeppnir og stöku ljóðabækur fá jafnvel gagnrýni í dagblöðum. Viðurkenningin Maístjarnan er veitt fyrir útgefna ljóðabók ... Lesa meira

Vængjaðar verur

2022-09-30T15:13:59+00:004. október 2022|

Auður Jónsdóttir: Allir fuglar fljúga í ljósið. Bjartur, 2021. 359 bls. Úr Tímariti Máls og menningar, 3. hefti 2022.   Áföll og afleiðingar þeirra hafa litað bæði skáldskap og samfélagsumræðuna undanfarin ár og nýjasta bók Auðar Jónsdóttur, Allir fuglar fljúga í ljósið, hverfist í kringum það þema. Sigmund Freud var meðal þeirra fyrstu sem lagðist ... Lesa meira