Þú ert hér://Umsagnir um bækur

Risavaxið áramótaskaup á alþjóðlegum skala og stórviðvörun

2019-05-16T11:47:27+00:0019. febrúar 2019|

Þórarinn Leifsson. Kaldakol. Mál og menning, 2017. 280 bls. Úr Tímariti Máls og menningar 1. hefti 2019 Dystópíur eða ólandssögur hafa ekki verið fyrirferðarmiklar í íslenskum bókmenntum en eru þó kannski fleiri en margir ætla. Slíkar sögur hafa gjarnan komið í kippum, litlum kippum reyndar, tvær til þrjár, í kjölfar þess að ákveðnir þættir festu ... Lesa meira

Barokkmeistarinn

2019-05-16T11:47:33+00:0019. febrúar 2019|

Kolbeinn Bjarnason. Helguleikur: Saga Helgu Ingólfsdóttur og Sumartónleika í Skálholti. Sæmundur, 2018. 448 bls. 6 hljómdiskar. Úr Tímariti Máls og menningar 1. hefti 2019 Þeir íslensku tónlistarmenn sem komu í heiminn á árum seinni heimsstyrjaldar eða þar um bil voru kynslóð brautryðjenda. Margir úr þeim hópi urðu máttarstólpar tónlistarlífsins á síðasta fjórðungi 20. aldar og ... Lesa meira

Að byggja grafhýsi úr orðum

2019-05-16T11:49:40+00:0027. nóvember 2018|

Kári Tulinius. Móðurhugur. JPV, 2017. 160 bls. Úr Tímariti Máls og menningar 4. hefti 2018 Móðurhugur er önnur skáldsaga Kára Tulinius sem hefur getið sér gott orð sem ljóðskáld og útgefandi en hann stofnaði Meðgönguljóð á sínum tíma, ásamt Valgerði Þóroddsdóttur og Sveinbjörgu Bjarnadóttur, sem síðar varð forlagið Partus. Fremur lítið hefur farið fyrir umfjöllun ... Lesa meira

Rauntímaraunir

2019-05-16T11:49:48+00:0027. nóvember 2018|

Jónas Reynir Gunnarsson. Millilending. Partus, 2017. 176 bls. Úr Tímariti Máls og menningar 4. hefti 2018 Innkoma Jónasar Reynis Gunnarssonar á skáldabekk 2017 var með eindæmum glæsileg. Leiðarvísir um þorp, lítið ljóðakver sem hverfist um Fellabæ, hinn dálítið óskáldlega heimabæ Jónasar, gaf strax til kynna að þarna væri komin ung rödd með skýrum persónueinkennum og ... Lesa meira

Vertu sýnilegur!

2019-05-16T11:51:50+00:0027. nóvember 2018|

Kristín Helga Gunnarsdóttir. Vertu ósýnilegur – Flóttasaga Ishmaels. Mál og menning 2017. 235 bls. Úr Tímariti Máls og menningar 4. hefti 2018 Ég hef verið spurð að því nokkrum sinnum hvort innflytjendur hafi skrifað áhugaverðar barna- og unglingabókmenntir á Íslandi? Eða hvort hér hafi verið skrifaðar áhugaverðar bækur fyrir börn þar sem innflytjendur séu í ... Lesa meira

Femínísk vistdraumsýn á Freyjueyju

2019-05-16T11:50:06+00:0027. nóvember 2018|

Oddný Eir Ævarsdóttir. Undirferli: yfirheyrsla. Bjartur, 2017. 174 bls. Úr Tímariti Máls og menningar 4. hefti 2018 Undirferli, skáldsaga um heilindi, ást og æsku-eyjar, byrjar á tilvitnunum í Hávamál og Brísingamen Freyju og seinni hluta bókarinnar lýsir önnur aðalpersónan, Smári, því yfir að nú sé „tími heiðnu frjósemisgyðjunnar Freyju runninn upp“ (140). Nokkru síðar segir ... Lesa meira

Að trúa á það góða og það vonda

2019-05-16T11:53:32+00:0011. september 2018|

Ólafur Jóhann Ólafsson. Sakramentið. Veröld, 2017. 346 bls. Úr Tímariti Máls og menningar 3. hefti 2018 Undirrituðum varð það á í eftirköstum síðasta jólabókaflóðs að blanda sér í umræður á Facebook um skáldsagnauppskeru síðasta árs. Þótt umræðan hafi verið í hóflegri alvöru eins og gjarnan gerist á þeim vettvangi þá sýnist mér nú, þegar rykið ... Lesa meira

Nostalgískar svipmyndir

2019-05-16T11:54:00+00:0011. september 2018|

Gerður Kristný. Smartís. Mál og menning, 2017. 125 bls. Úr Tímariti Máls og menningar 3. hefti 2018 Unglingsárin eru flókinn og þversagnakenndur tími; fæst höfum við þá náð tökum eða skilningi á eigin upplifunum og viðbrögðum en erum í sífelldri leit að okkur sjálfum og hlutverki okkar í samfélaginu. Tilfinningarnar eru á yfirsnúningi og þetta ... Lesa meira

Sósíalisti með silkihanska

2019-05-16T11:54:48+00:0011. september 2018|

Styrmir Gunnarsson. Uppreisnarmenn frjálshyggjunnar, byltingin sem aldrei varð. Veröld,  2017. Með hliðsjón af bókunum Allt kann sá er bíða kann, æsku- og athafnasaga Sveins R. Eyjólfssonar eftir Silju Aðalsteinsdóttur og Í liði forsætisráðherra eða ekki eftir Björn Jón Bragason. Úr Tímariti Máls og menningar 3. hefti 2018 Ef hægt er að gagnrýna bók Styrmis Gunnarssonar ... Lesa meira

Forneskja, myrkraverk og ungmenni

2019-05-16T11:54:07+00:0011. september 2018|

Birgitta Elín Hassell og Marta Hlín Magnadóttur. Endalokin: Útverðirnir og Gjörningaveður. Bókabeitan, 2016 og 2017. Úr Tímariti Máls og menningar 3. hefti 2018 Árið 2011 hóf göngu sína athyglisverður íslenskur bókaflokkur sem ber nafnið Rökkurhæðir. Höfundar eru tveir, Birgitta Elín Hassell og Marta Hlín Magnadóttir og bækurnar eru nú orðnar níu. Fyrstu bækurnar tvær voru Rústirnar ... Lesa meira