Þú ert hér://Umsagnir um bækur

Kaffi og köfnun

2019-05-16T11:34:44+00:0016. apríl 2019|

Jónas Reynir Gunnarsson: Krossfiskar. Partus, 2018. 188 bls. Úr Tímariti Máls og menningar 2. hefti 2019 Jónas Reynir Gunnarsson rauk fram á ritvöllinn með miklum bravúr haustið 2017 þegar hann gaf út þrjár bækur, skáldsöguna Millilendingu og ljóðabækurnar Leiðarvísir um þorp og Stór olíuskip. Margt hefur verið ritað um þessa glæsilegu innkomu og því hef ... Lesa meira

Ástarsögur með öfugum formerkjum

2019-05-16T11:35:13+00:0016. apríl 2019|

Guðrún Eva Mínervudóttir. Ástin Texas: sögur. Bjartur, 2018. 208 bls. Úr Tímariti Máls og menningar 2. hefti 2019 Ég hafði takmarkaðar væntingar þegar ég opnaði Ástin Texas eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur. Hún á sér marga trygga aðdáendur en það úrval af bókum hennar sem ég hef lesið hingað til hefur ekki náð að heilla mig ... Lesa meira

Liber scriptus proferetur

2019-05-16T11:35:30+00:0016. apríl 2019|

Ragnar Helgi Ólafsson: Bókasafn föður míns. Bjartur, 2018. 197 bls. Úr Tímariti Máls og menningar 2. hefti 2019 Langafi minn, Magnús Magnússon, sem hafði lært ensku og frönsku af laxveiðimönnum í Borgarfirði, átti dágott bókasafn sem hafði meðal annars að geyma bækur á útlensku. Þegar hann gekk fyrir ætternisstapa fékk hver og einn að ganga ... Lesa meira

Dularfulla húsið og myrkrið í mannssálinni

2019-05-16T11:44:42+00:0016. apríl 2019|

Hildur Knútsdóttir: Ljónið. JPV útgáfa, 2018. 410 bls. Úr Tímariti Máls og menningar 2. hefti 2019 Það barst hár dynkur innan úr skápnum. Þær hrukku báðar við. Þegar Elísabet opnaði skápdyrnar lá græni ullarkjóllinn á gólfinu. „Oh, þetta er alltaf að gerast,“ sagði Elísabet um leið og hún beygði sig niður til að hengja kjólinn ... Lesa meira

„Kvenskáld verður til og berst svo fyrir tilverurétti sínum“

2019-05-16T11:47:09+00:0019. febrúar 2019|

Auður Ava Ólafsdóttir: Ungfrú Ísland. Benedikt 2018. 240 bls. Úr Tímariti Máls og menningar 1. hefti 2019 Auður Ava Ólafsdóttir er á mikilli sigurgöngu þessa dagana. Síðan nýjasta skáldsaga hennar Ungfrú Ísland kom út í nóvember síðastliðnum, hafa gagnrýnendur og aðrir lesendur keppst við að lofa verkið, sem þar að auki hlaut tilnefningu til Íslensku ... Lesa meira

Fuglar vonarinnar

2019-05-16T11:46:33+00:0019. febrúar 2019|

Einar Kárason. Stormfuglar. Mál og menning, 2018. 124 bls. Úr Tímariti Máls og menningar 1. hefti 2019 Stormfuglar, stutt skáldsaga eftir Einar Kárason, segir frá baráttu skipshafnar á íslenskum togara í fárviðri um vetur á Nýfundnalandsmiðum. Sagan er byggð á atburðum er urðu í febrúar 1959 þegar fjöldi skipa lenti í erfiðleikum á þeim slóðum. ... Lesa meira

Illt er að binda ást við þann …

2019-05-16T11:47:15+00:0019. febrúar 2019|

Fjodor Dostojevskí: Hinir smánuðu og svívirtu. Skáldsaga í fjórum hlutum með eftirmála. Gunnar Þorri Pétursson og Ingibjörg Haraldsdóttir þýddu. Forlagið 2018. 555 bls. Úr Tímariti Máls og menningar 1. hefti 2019 Áður en Ingibjörg Haraldsdóttir, okkar dýrmætasti rússneskuþýðandi, lést var hún byrjuð að þýða enn eitt stórvirkið eftir Fjodor Dostojevskí, Hina smánuðu og svívirtu, og ... Lesa meira

Hvolpavit

2019-05-16T11:47:53+00:0019. febrúar 2019|

Hundakæti: Dagbækur Ólafs Davíðssonar 1881–1884. Þorsteinn Vilhjálmsson annaðist útgáfu. Mál og menning, 2018. 224 bls. Úr Tímariti Máls og menningar 1. hefti 2019 Árið 1993 sýndi Ríkissjónvarpið umdeilda sjónvarpsþætti Baldurs Hermannssonar, Þjóð í hlekkjum hugarfarsins. Ef til vill væri réttara að kalla þættina alræmda, svo hörð viðbrögð vöktu þeir í þjóðfélaginu. Markmið höfundarins var allsherjar uppgjör ... Lesa meira

Risavaxið áramótaskaup á alþjóðlegum skala og stórviðvörun

2019-05-16T11:47:27+00:0019. febrúar 2019|

Þórarinn Leifsson. Kaldakol. Mál og menning, 2017. 280 bls. Úr Tímariti Máls og menningar 1. hefti 2019 Dystópíur eða ólandssögur hafa ekki verið fyrirferðarmiklar í íslenskum bókmenntum en eru þó kannski fleiri en margir ætla. Slíkar sögur hafa gjarnan komið í kippum, litlum kippum reyndar, tvær til þrjár, í kjölfar þess að ákveðnir þættir festu ... Lesa meira

Barokkmeistarinn

2019-05-16T11:47:33+00:0019. febrúar 2019|

Kolbeinn Bjarnason. Helguleikur: Saga Helgu Ingólfsdóttur og Sumartónleika í Skálholti. Sæmundur, 2018. 448 bls. 6 hljómdiskar. Úr Tímariti Máls og menningar 1. hefti 2019 Þeir íslensku tónlistarmenn sem komu í heiminn á árum seinni heimsstyrjaldar eða þar um bil voru kynslóð brautryðjenda. Margir úr þeim hópi urðu máttarstólpar tónlistarlífsins á síðasta fjórðungi 20. aldar og ... Lesa meira