Eftir Ástu Fanneyju Sigurðardóttur

Úr ljóðabókinni Eilífðarnón sem kom út í nóvember. Partus gefur út.

við öndum öll hægt
í takt
við takkana

 

andinn andar
líkaminn fylgir

 

heilinn er net í sjónum
hnit á miðum
hugsanir

heilinn er lestarstöð
brautarpallar
hugsanir

þessi fer með þig þangað
þessi fer með þig þangað
þessi fer með þig þangað
þessi fer með þig þangað

 

Ásta Fanney Sigurðardóttir

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

ekkert er eins og það virðist vera

allt
er
alls konar

kaffibolli er draumur
þornað hrísgrjón draumur
hringtorg draumur
farsími draumur
draumur draumur
svaðilför draumur
uglasatákvisti draumur
útvarpið draumur
demantur draumur
rifrildi speglun
ást ást
líkami hof
hof hús fyrir anda