eftir Sjón

úr Tímariti Máls og menningar, 4. hefti 2015

 

þegar komið var inn yfir persaflóa
fékk tunglið sér far með flugvélinni

þaðan sem ég sat í gluggasætinu sá
ég það speglast í hvítum vængnum

augnabliki síðar var ljós bletturinn
horfinn og punktaður málmurinn með

***

þessi saga er ein af þúsund og einni
sem mér liggur á að skrásetja áður en

ég sjálfur hverf inn í nótt þar sem slokknað
tunglsljós og týndur vængur bíða mín

 

 

Sjón

Sjón