eftir Hauk Ingvarsson
Úr Tímariti Máls og menningar, 2. hefti 2022
hákarlahaust
1232
þá
en hvorki fyrr
né síðar
Sturlunga greinir frá:
sundurþykki
með Hákoni konungi
og Skúla jarli
drógu saman lið
slíkt er þeir fengu
botnlaust
hatur
á 180
til 730
metra dýpi
eins og hákarl
á hægu sundi
úti fyrir ströndum Noregs
norðan við Bretland
Færeyjar
og Ísland
við Svalbarða
Bjarnareyju
og Hvítahaf í norðri
tveggja
til sjö gráðu heitt
hatur
á hægu sundi
tálknaopin smá
augun smá
tennurnar smáar en hvassar
bolurinn langur
eins og sprengja
köldu stríð 1232
lauk með eldi