Þú ert hér://Umsagnir um bækur

Ljósmóðir í Vesturbænum

2021-05-12T22:36:11+00:0012. maí 2021|

Auður Ava Ólafsdóttir. Dýralíf. Benedikt bókaútgáfa, 2020. 205 bls. Úr Tímariti Máls og menningar, 2. hefti 2021.   Kynslóðir koma, kynslóðir fara, allar sömu ævigöng. Gleymist þó aldrei eilífa lagið við pílagrímsins gleðisöng. (Matthías Jochumsson)   Það er óneitanlega ættarsvipur með aðalpersónunum í skáldsögum Auðar Övu Ólafsdóttur. Þær eru verulega færar á sínu sviði, ef ... Lesa meira

Þegar jarðskorpan rís

2021-05-12T22:24:27+00:0012. maí 2021|

Sigríður Hagalín. Eldarnir: Ástin og aðrar hamfarir. Benedikt bókaútgáfa, 2020. 287 bls. Úr Tímariti Máls og menningar, 2. hefti 2021 Sigríður Hagalín er ekki í neinum feluleik í þriðju skáldsögu sinni, Eldunum. Sagan hefst í lokuðu rými þar sem sögukona okkar liggur og berst við að ná andanum, reynir að láta síðustu súrefnisdreggjarnar endast meðan ... Lesa meira

Frelsið til að mæta óréttlætinu

2021-05-12T18:28:33+00:0012. maí 2021|

Kristín Marja Baldursdóttir. Gata mæðranna. JPV útgáfa, 2020. 243 bls. Úr Tímariti Máls og menningar, 2. hefti 2021     Mæðgna- og systrasambönd eru Kristínu Marju Baldursdóttur hugleikin í mörgum verka hennar og nýjasta verk hennar, Gata mæðranna, einkennist af óskýrum mörkum og ruglingi þessara hlutverka og fjölskyldutengsla kvenna. Á þeim byggir bæði söguflétta og ... Lesa meira

„Nú var hún komin á ská við heiminn“

2021-05-12T18:18:01+00:0012. maí 2021|

Elísabet Jökulsdóttir. Aprílsólarkuldi. JPV útgáfa, 2020. 143 bls. Úr Tímariti Máls og menningar, 2. hefti 2021   Þótt Elísabet Jökulsdóttir sé oft bráðfyndin í verkum sínum er hún öðrum þræði tregans höfundur. Hún er höfundur sem „skrifar sig frá“ erfiðum tilfinningum og óþægilegum minningum. Hún hefur syrgt móður sína (Dauðinn í veiðafæraskúrnum, 2017 og Hvaða ... Lesa meira

Baráttan gegn málaglundroðanum

2021-05-12T18:10:26+00:0012. maí 2021|

Kristján Eiríksson. Lifandi mál lifandi manna: Um esperantotímabil Þórbergs Þórðarsonar. JPV útgáfa, 2020. 425 bls. Úr Tímariti Máls og menningar, 2. hefti 2021   Sjálfsagt vita allir sem áhuga hafa á Þórbergi Þórðarsyni og skrifum hans að Þórbergur var altalandi og -skrifandi á alþjóðamálinu esperanto og vann ötullega að útbreiðslu málsins á Íslandi. Hversu stór ... Lesa meira

Spegill, spegill, herm þú mér…

2021-05-12T18:18:49+00:0012. maí 2021|

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir. Spegill fyrir skuggabaldur: Atvinnubann og misbeiting valds. Skrudda, 2020. 252 bls. Úr Tímariti Máls og menningar, 2. hefti 2021   Ísland og Alsír eru ólík lönd og langt þar á milli, en með þeim má eigi að síður finna ýmsar óvæntar hliðstæður og jafnframt andstæður sem geta brugðið nokkru ljósi á bæði ... Lesa meira

Harmleikur vinstrihreyfingarinnar

2021-02-18T09:42:44+00:0018. febrúar 2021|

Kjartan Ólafsson: Draumar og veruleiki. Stjórnmál í endursýn. Um Kommúnistaflokkinn og Sósíalistaflokkinn. Mál og menning, 2020. 570 bls. Úr Tímariti Máls og menningar, 1. hefti 2021 Þessi bók er afrek og mikilsverð viðbót við sögu íslenskrar vinstrihreyfingar á 20. öld. Hún er mikilvæg ekki bara vegna þess að hún er umfangsmikil, hátt í sex hundruð ... Lesa meira

Hvað merkir þetta auma líf? 

2021-02-17T14:41:29+00:0018. febrúar 2021|

Halldór Armand. Bróðir. Mál og menning, 2020. 292 bls. Úr Tímariti Máls og menningar, 1. hefti 2021 Bróðir er fjórða skáldsaga Halldórs Armands Ásgeirssonar sem merkir bækur sínar höfundarnafninu Halldór Armand. Umfjöllunarefni hans hafa verið samtíminn, en í fyrri bókum sínum, báðum sögunum í Vince Vaughn í skýjunum og í skáldsögunum Drón og Aftur og ... Lesa meira

Sjaldan er ein báran stök

2021-02-18T09:41:29+00:0018. febrúar 2021|

Gunnar Þór Bjarnason. Spænska veikin. Mál og menning, 2020. 315 bls. Úr Tímariti Máls og menningar, 1. hefti 2021   Það verður seint sagt að árið 1918 hafi farið mjúkum höndum um Íslendinga. Það hófst með svo miklum frosthörkum að venjulega er talað um frostaveturinn mikla. Í október lét Katla svo til sín taka með ... Lesa meira

Þeir héldu ræður á latínu

2020-11-17T23:32:02+00:0017. nóvember 2020|

Árni Snævarr. Maðurinn sem Ísland elskaði: Paul Gaimard og Íslandsferðir hans 1835–1836. Mál og menning 2019. 497 bls. Úr Tímariti Máls og menningar, 4. hefti 2020   Leiðangrar Gaimards til Íslands 1835 og 1836 skipa slíkan sess í Íslandssögunni að það var slæm eyða að ekki skyldi fyrir löngu vera búið að semja ýtarlegt fræðirit ... Lesa meira