Þú ert hér://Umsagnir um bækur

Undir vetrarakri

2019-11-13T15:55:31+00:0019. nóvember 2019|

Ragna Sigurðardóttir. Vetrargulrætur. Mál og menning, 2019. 254 bls. Úr Tímariti Máls og menningar 4. hefti 2019 Ragna Sigurðardóttir hóf rithöfundarferil sinn með smásagnasafninu Stefnumót árið 1987 og hefur síðan einnig gefið út ljóð og skáldsögur. Nýjasta smásagnasafn hennar, Vetrargulrætur, hefur að geyma fimm langar smásögur sem tengjast á margvíslegan hátt. Myndlistin er þar áberandi ... Lesa meira

Tímanna tákn?

2019-10-10T18:23:47+00:003. október 2019|

Eiríkur Örn Norðdahl. Hans Blær. Mál og menning, 2018. 335 bls. Úr Tímariti Máls og menningar 3. hefti 2019 „Veruleikinn krefst stöðugt nýrra hugtaka, nýrra hugmynda, það verður að færa hann í orð,“ segir í upphafskafla skáldsögu Eiríks Arnar Norðdahls, Hans Blær.[1] Halda má fram að þessi orð séu nokkurs konar stefnuyfirlýsing höfundar sem gilda ... Lesa meira

Vorleikur

2019-10-10T18:26:06+00:003. október 2019|

Kristín Svava Tómasdóttir. Stund klámsins – Klám á Íslandi á tímum kynlífsbyltingarinnar. Sögufélag, 2018. 342 bls. Úr Tímariti Máls og menningar 3. hefti 2019 Lengst af var klám ekki vandamál á Íslandi, það var á sínum stað í þjóðlífinu og urðu fáir til að amast við því. Menn klæmdust af og til þegar félagsskapurinn bauð ... Lesa meira

Laun, líf og lyst

2019-10-10T18:37:53+00:003. október 2019|

Guðjón Ragnar Jónasson. Hin hliðin. Sæmundur, 2018. 95 bls. Ólafur Gunnarsson. Listamannalaun. JPV útgáfa, 2018. 221 bls. Úr Tímariti Máls og menningar 3. hefti 2019 Hin hliðin, Guðjón Ragnar Jónasson, 2018 „Af hverju heilsarðu ekki upp á pabba þinn?“ sagði vinkona mín hneyksluð. Hún var á leið út af kaffihúsinu á Laugavegi 22 ... Lesa meira

Hvaða veruleika á andi sögunnar að segja frá?

2019-10-11T14:47:03+00:003. október 2019|

Bergsveinn Birgisson. Lifandilífslækur. Bjartur, 2018. 295 bls.[i] Úr Tímariti Máls og menningar 3. hefti 2019 Því segi ég skál fyrir Fróni og Fjölni og allt það og firðum snjöllum sem þar hafa skrimt og hrokkið, við minnumst Ingólfs Arnarsonar í veislum en óskum þess að skipið hans það hefði sokkið.[ii]   Sögusvið og aðalpersóna Ekki ... Lesa meira

„Þú ert veiðimaður. Þú finnur hana“

2019-10-11T14:45:21+00:003. október 2019|

Sigríður Hagalín Björnsdóttir. Hið heilaga orð. Benedikt bókaútgáfa, 2018. 272 bls. Úr Tímariti Máls og menningar 3. hefti 2019 Það er hlýr og bjartur morgunn í lok ágúst þegar Edda gengur út af heimili sínu og hverfur. Drengurinn hennar er þriggja daga gamall þegar hún skilur hann eftir sofandi í vöggunni, og lögreglumaðurinn sem talar ... Lesa meira

Hikikomori

2019-10-10T17:55:21+00:0027. september 2019|

Bergur Ebbi. Stofuhiti. Ritgerð um samtímann. Mál og menning, 2017.   Bergi Ebba brennur á vörum ein spurning og hún sækir svo fast að honum að til að reyna að fá eitthvert svar við henni skrifar hann heila bók, og spurningin er sú hvernig hann eigi að skilgreina sig í þeim nútíma sem nú grúfir ... Lesa meira

Trúin á skáldskapinn

2019-05-16T11:34:07+00:0016. apríl 2019|

Hallgrímur Helgason. Sextíu kíló af sólskini. JPV útgáfa, 2018. 461 bls. Úr Tímariti Máls og menningar 2. hefti 2019 Það er óhætt að segja að Hallgrímur Helgason slái nýjan tón í skáldsögu sinni Sextíu kíló af sólskini en raunar virðast merkilega margir ólíkir tónar rúmast í höfundarverki hans. Hér erum við svo sannarlega ekki sjóveik ... Lesa meira

Hvað sem er getur orðið að kláða

2019-05-16T11:34:35+00:0016. apríl 2019|

Fríða Ísberg. Kláði. Partus, 2018. 197 bls. Úr Tímariti Máls og menningar 2. hefti 2019 Skýringin á óvæntu heitinu á smásagnasafni Fríðu Ísberg, Kláði, fæst í síðustu sögunni, „Undanhlaupi“, sem birtist reyndar fyrst í þessu tímariti í fyrra (TMM 2 2018): „En svo er hitt,“ segir kerlingin á neðri hæðinni við sögukonu, „að hvað sem ... Lesa meira

Kaffi og köfnun

2019-05-16T11:34:44+00:0016. apríl 2019|

Jónas Reynir Gunnarsson: Krossfiskar. Partus, 2018. 188 bls. Úr Tímariti Máls og menningar 2. hefti 2019 Jónas Reynir Gunnarsson rauk fram á ritvöllinn með miklum bravúr haustið 2017 þegar hann gaf út þrjár bækur, skáldsöguna Millilendingu og ljóðabækurnar Leiðarvísir um þorp og Stór olíuskip. Margt hefur verið ritað um þessa glæsilegu innkomu og því hef ... Lesa meira