Þú ert hér://elin

About elin

This author has not yet filled in any details.
So far elin has created 689 blog entries.

Gætið að gleðinni

2019-12-05T14:05:33+00:002. desember 2019|

Leikhópurinn Miðnætti sem hefur glatt íslensk börn undanfarin ár (og er nú að teygja sig til barna annarra landa) frumsýndi í gær Jólaævintýri Þorra og Þuru í Tjarnarbíó. Handritið er eftir Agnesi Wild og Sigrúnu Harðardóttur sem einnig semja tónlistina og leika titilhlutverkin, en Sara Marti Guðmundsdóttir leikstýrir. Álfastúlkan Þura (Sigrún) er í heimsókn hjá ... Lesa meira

Þrjú ljóð

2019-12-02T12:04:30+00:002. desember 2019|

Hildur Eir Bolladóttir / Mynd: Daníel Starrason Eftir Hildi Eir Bolladóttur Úr ljóðabókinni Líkn sem kom út í sumar. Vaka-Helgafell gefur út.     Æskudraumar 2. Berjalyngið er göldrótt virkar saklaust í sínum lágstemmda lit, heilsar þér eins og guðhrædd kona með fléttað hár í fótlaga skóm, sem býður þér að draga orð ... Lesa meira

Ó, þetta er indælt stríð

2019-12-02T16:57:17+00:001. desember 2019|

Í pistli sínum í leikskrá Gestagangs segir leikstjórinn, Þorgeir Tryggvason, að áhugaleikfélagið Hugleikur hafi verið stofnað til að „borgarbúum byðust loksins sömu tækifæri til listsköpunar og landsbyggðafólkið hafði notið eins lengi og elstu menn mundu“. Í nýju sýningunni má sjá þessa hugsjón í verki því alls taka þar þátt yfir þrjátíu manns, leikarar og hljómlistarmenn. ... Lesa meira

Okfruman

2019-11-27T11:29:00+00:0027. nóvember 2019|

Eftir Brynju Hjálmsdóttur Brot úr ljóðabálkinum Okfruman birtist fyrst í 1. hefti Tímarits Máls og menningar 2019 en er hér endurbirt í örlítið breyttri mynd eins og það kemur fyrir í ljóðabókinni Okfruman, 2019. Una útgáfuhús gefur út.     Í upphafi ekkert og svo sprenging *** ein + ein = ein svo verður ein ... Lesa meira

Rányrkjubú

2019-11-25T12:55:39+00:0025. nóvember 2019|

Eftir Stefán Jón Hafstein Úr Tímariti Máls og menningar 3. hefti 2011   Það eru ekki margir 300 þúsund manna hópar í heiminum sem búa við jafn mikinn auð og Íslendingar. Er þá átt við hópa sem mynda samfélag sem stendur undir nafni. Stöku olíuríki skákar okkur í auði á mann; þjóðartekjur eru hærri sums ... Lesa meira

Allt í einni sögu en þó fyrst og fremst hún sjálf eða … að komast í skjól frá veröldinni og brjótast út úr því

2019-11-13T16:23:52+00:0019. nóvember 2019|

Ófeigur Sigurðsson. Heklugjá. Mál og menning 2018. 413 bls. Heklugjá Ófeigs Sigurðssonar er mikil bók að vöxtum og ber undirtitilinn „Leiðarvísir að eldinum“, sem ásamt kápumyndinni af símynstruðum hvirfli í miseldrauðum litum, gefur tilvonandi lesanda til kynna að hér sé fjallað um náttúruöfl, um frumefnið eldinn sem eyðir og skapar í sömu svipan, að minnsta ... Lesa meira

Undir vetrarakri

2019-11-13T15:55:31+00:0019. nóvember 2019|

Ragna Sigurðardóttir. Vetrargulrætur. Mál og menning, 2019. 254 bls. Úr Tímariti Máls og menningar 4. hefti 2019 Ragna Sigurðardóttir hóf rithöfundarferil sinn með smásagnasafninu Stefnumót árið 1987 og hefur síðan einnig gefið út ljóð og skáldsögur. Nýjasta smásagnasafn hennar, Vetrargulrætur, hefur að geyma fimm langar smásögur sem tengjast á margvíslegan hátt. Myndlistin er þar áberandi ... Lesa meira

Tvö ljóð

2019-11-18T11:07:39+00:0018. nóvember 2019|

Ragnheiður Harpa Leifsdóttir / Mynd: Saga Sig Eftir Ragnheiði Hörpu Leifsdóttur Úr ljóðabókinni Sítrónur og náttmyrkur sem er væntanleg 21. nóvember. Svikaskáld gefa út.   Eyja Hvar sem ég er í heiminum, hversu týnd eða sorgmædd sem ég er, segir móðir mín mér að ganga niður að sjó og hugsa til allra þeirra ... Lesa meira

Hann og Hún og sorgin

2019-11-16T11:58:35+00:0016. nóvember 2019|

Leikritið Eitur eftir hollenska leikskáldið Lot Vekemans, sem nú er sýnt á litla sviði Borgarleikhússins í þjálli og hrynfagurri þýðingu Rögnu Sigurðardóttur, fjallar um ólíkar aðferðir til að vinna úr sorg eftir barnsmissi. Leikstjóri er Kristín Jóhannesdóttir og naumhyggjulega en afar viðeigandi leikmyndina gerir Börkur Jónsson. Hún (Nína Dögg Filippusdóttir) og Hann (Hilmir Snær Guðnason) ... Lesa meira

Norðanstúlka kemur suður

2019-11-15T11:51:16+00:0015. nóvember 2019|

Ég hef alltaf haldið upp á Atómstöðina, kannski vegna þess að ég var norðanstúlka eins og Ugla og mér var strítt svolítið á því í skólanum mínum fyrir sunnan. Þetta er skemmtilega galin saga í stíl, Halldór Laxness leikur sér að því að sjá höfuðborgina með augum lítt reyndrar rúmlega tvítugrar stúlku norðan úr afdal ... Lesa meira