Þú ert hér://elin

About elin

This author has not yet filled in any details.
So far elin has created 821 blog entries.

Skógurinn, bækurnar og vonin

2022-11-03T11:22:43+00:003. nóvember 2022|

eftir Sigþrúði Gunnarsdóttur Katie Paterson og Framtíðarbókasafnið í Ósló Úr Tímariti Máls og menningar, 3. hefti 2022     „Velkomin á áttunda ár þessa hundrað ára langa listaverks. Takk fyrir að taka þátt í því með okkur,“ sagði listakonan Katie Paterson í Nordmarka-skóginum í útjaðri Óslóar í nýliðnum júnímánuði, þangað sem tveir höfundar voru komnir ... Lesa meira

Það sem fer upp kemur aftur niður

2022-10-14T12:05:46+00:0014. október 2022|

Eftir Berglindi Ósk Úr Tímariti Máls og menningar, 1. hefti 2022.   Við erum þrjú eftir á vökunni í einbýlishúsi í Árbænum. Ég, Svavar og Rebekka. Allir hinir farnir samviskusamlega heim. Við Svavar sitjum hlið við hlið í drapplituðum sófa. Á móti okkur situr Rebekka með tómlegt augnaráð bak við gleraugu sem gera ekkert fyrir ... Lesa meira

Fyrsta hvíta móðirin í geimnum

2022-10-06T12:25:52+00:006. október 2022|

eftir Ingu Björk Margrétar Bjarnadóttur og Jovönu Pavlović Kynþáttafordómar, hvítleikinn og mörk listarinnar Úr Tímariti Máls og menningar, 3. hefti 2022     Jovana Pavlović Styttumálið svokallaða var áberandi í fjölmiðlaumræðu fyrri hluta þessa árs. Málið má rekja til þess þegar listaverk birtist óvænt á bílastæðinu við Nýlistasafnið þann 9. apríl sl., í ... Lesa meira

Skækjur, mæður, saumaklúbbsforsetar og aðrar kvenlegar verur

2022-10-04T10:21:35+00:004. október 2022|

Brynja Hjálmsdóttir: Kona lítur við. Una útgáfuhús 2021. 80 bls. Úr Tímariti Máls og menningar, 3. hefti 2022. Ljóðið virðist blómstra þessi misserin. Ljóðaútgáfa er mikil, ljóðaupplestrar eru haldnir um allan bæ eða í streymi, ljóðum rignir inn í ljóðasamkeppnir og stöku ljóðabækur fá jafnvel gagnrýni í dagblöðum. Viðurkenningin Maístjarnan er veitt fyrir útgefna ljóðabók ... Lesa meira

Vængjaðar verur

2022-09-30T15:13:59+00:004. október 2022|

Auður Jónsdóttir: Allir fuglar fljúga í ljósið. Bjartur, 2021. 359 bls. Úr Tímariti Máls og menningar, 3. hefti 2022.   Áföll og afleiðingar þeirra hafa litað bæði skáldskap og samfélagsumræðuna undanfarin ár og nýjasta bók Auðar Jónsdóttur, Allir fuglar fljúga í ljósið, hverfist í kringum það þema. Sigmund Freud var meðal þeirra fyrstu sem lagðist ... Lesa meira

Engin venjuleg stelpa

2022-10-04T10:21:20+00:004. október 2022|

Þórunn Rakel Gylfadóttir: Akam, ég og Annika. Angústúra 2021. 353 bls. Úr Tímariti Máls og menningar, 3. hefti 2022.   Unglingasagan Akam, ég og Annika eftir Þórunni Rakel Gylfadóttur hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki barnabóka fyrir síðasta ár. Þetta er fyrsta bók höfundar sem var bæði nemandi (við HÍ) og kennari (við Hagaskóla) í ritlist ... Lesa meira

Ei við eina fjöl er ég felldur …

2022-10-04T10:21:12+00:004. október 2022|

Sigrún Helgadóttir: Sigurður Þórarinsson. Mynd af manni. Náttúruminjasafn Íslands, 2021. Úr Tímariti Máls og menningar, 3. hefti 2022 Haraldur konungur Sigurðarson sagði um Gissur Ísleifsson, seinna Skálholtsbiskup, að hann myndi best fallinn til að bera hvert tignarnafn sem hann hlyti. Eitthvað í þessum dúr mætti líka segja um Sigurð Þórarinsson prófessor og jarðfræðing, hann hefði ... Lesa meira

Í góðri trú

2022-08-16T15:57:12+00:0016. ágúst 2022|

Salman Rushdie heldur á bók sinni Söngvar Satans Eftir Salman Rushdie Árni Óskarsson þýddi. Úr Tímariti Máls og menningar, 2. hefti 1990   Nú er ár liðið frá því ég tók síðast til máls til varnar skáldsögu minni Söngvar Satans. Ég hef verið þögull, enda þótt mér sé ekki tamt að þegja, vegna ... Lesa meira

Yoko Ono Smile

2022-06-13T15:47:04+00:0013. júní 2022|

Eftir Joachim B. Schmidt Úr Tímariti Máls og menningar 2. hefti 2022* Arthúr Björgvin Bollason þýddi *birtist fyrst á þýsku í: Christine Stemmermann (ed.), Durchtanzte Nächte. Diogenes Verlag AG Zürich, 2022. Joachim B. Schmidt / Mynd: Eva Schram 2022   Snjókornin stigu dans í bjarmanum frá götuljósinu, stakar vindhviður feyktu þeim inn í ... Lesa meira

Sunnanvindur

2022-06-09T09:02:23+00:003. júní 2022|

eftir Þorvald Sigurbjörn Helgason Smásaga Úr Tímariti Máls og menningar, 4. hefti 2018       Nýja-Reykjavík, 24. desember, 2074 Kæri bróðir, Ég veit þú munt ekki trúa þessu en í gær snjóaði hjá okkur! Það var um hádegisbilið og við Emma vorum uppi á hlöðu að gera við þakið, skyndilega dró ský fyrir sólu ... Lesa meira