Þú ert hér:///nóvember

Karlmennskukrísan

2023-11-30T14:11:49+00:0030. nóvember 2023|

Sverrir Norland: Kletturinn. Reykjavík: JPV útgáfa 2023, 212 bls. Úr Tímariti Máls og menningar, 4. hefti 2023 Sverrir Norland er greinilega með hugann við karlmennskuna þessa dagana. Undanfarin misseri hefur hann haldið fyrirlestra undir yfirskriftinni „Hinn fullkomni karlmaður“ þar sem hann fjallar um karlmennsku í samtímanum og í nýjustu bók sinni, skáldsögunni Klettinum, er karlmennskan ... Lesa meira

Úthafsdjúpar kenndir

2023-11-30T13:56:09+00:0030. nóvember 2023|

Bergþóra Snæbjörnsdóttir, Allt sem rennur. Benedikt, 2022. 158 bls. Úr Tímariti Máls og menningar, 4. hefti 2023   Ljóðsögur, þar sem röð stuttra ljóða rekja tiltekna sögu eða samtengdar sögur, hafa verið nokkuð vinsæl bókmenntategund á undanförnum árum. Bergþóra Snæbjörnsdóttir er meðal þeirra skálda sem hafa náð sterkum tökum á þessu formi, og hún notar ... Lesa meira

Áföll og sálrænar óvættir

2023-11-30T13:41:44+00:0030. nóvember 2023|

Hildur Knútsdóttir. Myrkrið milli stjarnanna og Urðarhvarf. JPV, 2021 og 2023. 191 og 90 bls. Úr Tímariti Máls og menningar, 4 hefti 2023.   Tvær bækur hafa komið út í beit eftir Hildi Knútsdóttur, báðar stuttar skáldsögur eða nóvellur, áþekk stemning á kápum beggja þó ólíkir kápuhönnuðir séu að verki og í báðum bókum gegna ... Lesa meira

Brotin skurn og gróandi sár

2023-11-30T13:27:51+00:0030. nóvember 2023|

Sigríður Soffía Níelsdóttir: Til hamingju með að vera mannleg. JPV útgáfa, 2023. 105 bls. Samnefnd sýning var sýnd á stóra sviði Þjóðleikhússins vorið og haustið 2023. Úr Tímariti Máls og menningar, 4. hefti 2023.   Til hamingju með að vera mannleg er átakanlegt sviðslistaverk eftir Sigríði Soffíu Níelsdóttur danslistamann. Verkið er unnið upp úr samnefndri ... Lesa meira

Brot úr Far heimur, far sæll

2023-11-28T12:06:48+00:0028. nóvember 2023|

eftir Ófeig Sigurðsson Brot úr skáldsögunni Far heimur, far sæll. Mál og menning gefur út.                       HÉR ERU ENGIR jöklar og engin fjöll. Hér eru engir dalir og hvorki holt né hæðir. Hér er enginn skógur. Höfðar eru hér hvergi eða múlar. Hvorki finnast hér ... Lesa meira

Brot úr Högna

2023-11-22T09:38:34+00:0022. nóvember 2023|

eftir Auði Jónsdóttur   Brot úr skáldsögunni Högni. Bjartur-Veröld gefur út.             Ég vissi ekki að Halli væri fyrirboði þegar hann kom fyrst í heimsókn. Bara enn einn vinur pabba sem leit við í glas af einhverju sterku að spjalla um bæjarpólitíkina og fótbolta. Óvenju hávaxinn maður sem bar sig ... Lesa meira

… uns sekt er sönnuð

2023-11-22T09:21:43+00:0018. nóvember 2023|

Þjóðleikhúsið frumsýndi í gær einleikinn Orð gegn orði eftir Suzie Miller í Kassanum undir stjórn Þóru Karítasar Árnadóttur. Magnaða leikmynd sem þjónaði vel ólíkum þörfum verksins fyrir opinber og einkaleg híbýli gerði Finnur Arnar Arnarson og hann klæddi leikkonuna líka í hvern viðeigandi búninginn af öðrum. Lýsinguna sem átti stóran þátt í áhrifum sýningarinnar, sá ... Lesa meira

Brot úr Duft

2023-11-17T09:59:00+00:0016. nóvember 2023|

eftir Bergþóru Snæbörnsdóttur Úr skáldsögunni Duft - Söfnuður fallega fólksins. Benedikt bókaútgáfa gefur út.       Höfrungur sem brosir ekki   Marokkó 2024 Prins var enn einu sinni farinn yfir í næsta líf og skildi ekkert eftir sig nema skelina. Nú lá hann innpakkaður í grænt flísteppi með tyggigúmmíbleikan varalit og ljósan augnskugga í ... Lesa meira

Baráttan um orkuna

2023-11-13T09:51:01+00:0013. nóvember 2023|

Leikhópurinn Díó sýnir núna heimildaverkið Piparfólkið eftir Aðalbjörgu Árnadóttur og Ylfu Ösp Áskelsdóttur uppi á lofti í Kornhlöðunni, Bankastræti 2. Mjög fáir komast að hverju sinni svo að ráðlegt er að bíða ekki lengi með að panta miða. Í kynningu segir: „Þegar Aðalbjörg kemst að óvæntu leyndarmáli langafa síns, hefst atburðarás sem er í senn ... Lesa meira

Þetta er ungt og leikur sér

2023-11-08T22:57:46+00:008. nóvember 2023|

Ég hef alls ekki fylgst nógu vel með fyrirbærinu Ungleik gegnum tíðina, þó að þau fáu skipti séu verulega minnisstæð. Og í gær sá ég fjögur stutt verk undir þessari yfirskrift í Tjarnarbíó og það var vægast sagt hressandi upplifun. Auglýst er eftir handritum og getur fólk á aldrinum 16–25 ára sent inn í samkeppnina. ... Lesa meira