Þú ert hér://2022

Hið leynilega líf Sigþrúðar

2022-09-30T14:18:33+00:0018. september 2022|

Það virðist í fljótu bragði djarft að setja skáldsöguna Á eigin vegum á svið. Er nokkuð „leikrænt“ við roskna konu sem býr ein og þekkir engan, á ekki einu sinni neina vinnufélaga því að hún ber út blöð á morgnana  alein og hennar eina afþreying er að fara í jarðarfarir og erfisdrykkjur fólks sem hún ... Lesa meira

„Já, ávinningur verður stór – ef ert‘ í kór“

2022-09-30T14:18:46+00:0018. september 2022|

Það var hátíðisdagur í Þjóðleikhúsinu í fyrrakvöld þegar söngleikurinn Sem á himni eftir Carin Pollak og Kay Pollak (handrit) og Fredrik Kempe (tónlist) var frumsýndur á stóra sviðinu: Framundan spennandi leikhúsvetur eftir löng og leiðinleg covid-ár. Þórarinn Eldjárn á þýðinguna fínu, leikstjóri er Unnur Ösp Stefánsdóttir en tónlistarstjórn í höndum Jóns Ólafssonar. Sagan í Sem á ... Lesa meira

Ekkert heilagt

2022-09-30T14:17:44+00:004. september 2022|

Ég hef lengi vitað að þeir sem stunda þá atvinnu að gagnrýna það sem aðrir gera eru almennt álitnir asnar, einkum af þeim sem gagnrýndir eru. En ég vissi ekki fyrr en í gær að fyrstu gagnrýnendurnir í veraldarsögunni hefðu beinlínis verið hirðfífl valdhafanna – sem sé haft atvinnu af hvoru tveggja, að gagnrýna og ... Lesa meira

Ég á gull að gjalda – en gráta ekki má

2022-09-30T14:24:07+00:002. september 2022|

Ævintýraóperan Mærþöll eftir Þórunni Guðmundsdóttur – bæði texti og tónlist – var frumsýnd í Gamla bíói í gærkvöldi. Ég hef áður séð nokkrar gamanóperur Þórunnar, byggðar á þjóðararfinum, og þær hafa allar verið eftirminnilega skemmtilegar, textinn vel ortur og fyndinn og tónlistin vel samin og aðlaðandi í klassískum og þjóðlegum stíl án þess kannski að ... Lesa meira

Skuldadagar

2022-09-30T14:25:08+00:0020. ágúst 2022|

Það er býsna djarft að skíra óperu eftir þögninni, fátt virðist óskyldara en þær tvær. En þetta gera Árni Kristjánsson handritshöfundur og Helgi Rafn Ingvarsson tónskáld því ný ópera þeirra, sem var frumsýnd í Tjarnarbíó í gærkvöldi undir stjórn höfundanna og á vegum sviðslistahópsins Hófstillt og ástríðufullt, heitir einfaldlega Þögnin. Það er ekki bókstafleg þögn ... Lesa meira

Í góðri trú

2022-08-16T15:57:12+00:0016. ágúst 2022|

Salman Rushdie heldur á bók sinni Söngvar Satans Eftir Salman Rushdie Árni Óskarsson þýddi. Úr Tímariti Máls og menningar, 2. hefti 1990   Nú er ár liðið frá því ég tók síðast til máls til varnar skáldsögu minni Söngvar Satans. Ég hef verið þögull, enda þótt mér sé ekki tamt að þegja, vegna ... Lesa meira

Yoko Ono Smile

2022-06-13T15:47:04+00:0013. júní 2022|

Eftir Joachim B. Schmidt Úr Tímariti Máls og menningar 2. hefti 2022* Arthúr Björgvin Bollason þýddi *birtist fyrst á þýsku í: Christine Stemmermann (ed.), Durchtanzte Nächte. Diogenes Verlag AG Zürich, 2022. Joachim B. Schmidt / Mynd: Eva Schram 2022   Snjókornin stigu dans í bjarmanum frá götuljósinu, stakar vindhviður feyktu þeim inn í ... Lesa meira

Sunnanvindur

2022-06-09T09:02:23+00:003. júní 2022|

eftir Þorvald Sigurbjörn Helgason Smásaga Úr Tímariti Máls og menningar, 4. hefti 2018       Nýja-Reykjavík, 24. desember, 2074 Kæri bróðir, Ég veit þú munt ekki trúa þessu en í gær snjóaði hjá okkur! Það var um hádegisbilið og við Emma vorum uppi á hlöðu að gera við þakið, skyndilega dró ský fyrir sólu ... Lesa meira

Stafsetníng, sögufölsun og þjóðnýting skáldverka

2022-05-24T14:33:06+00:0024. maí 2022|

eftir Elmar Geir Unnsteinsson Úr Tímariti Máls og menningar, 2. hefti 2022 [1] Elmar Geir Unnsteinsson, vísindamaður við Háskóla Íslands og dósent við University College Dublin. / Mynd: ©Kristinn Ingvarsson   Á Íslandi hefur lengi tíðkast, og tíðkast enn, að falsa menningarleg verðmæti. Fölsunin felur sögulegan veruleika og útrýmir sérkennum höfunda eða tímaskeiða ... Lesa meira

Kalt stríð

2022-05-19T15:43:58+00:0019. maí 2022|

eftir Hauk Ingvarsson Úr Tímariti Máls og menningar, 2. hefti 2022     hákarlahaust 1232 þá en hvorki fyrr né síðar Sturlunga greinir frá: sundurþykki með Hákoni konungi og Skúla jarli drógu saman lið slíkt er þeir fengu botnlaust hatur á 180 til 730 metra dýpi eins og hákarl á hægu sundi úti fyrir ströndum ... Lesa meira