Þú ert hér://2022

Það sem fer upp kemur aftur niður

2022-10-14T12:05:46+00:0014. október 2022|

Eftir Berglindi Ósk Úr Tímariti Máls og menningar, 1. hefti 2022.   Við erum þrjú eftir á vökunni í einbýlishúsi í Árbænum. Ég, Svavar og Rebekka. Allir hinir farnir samviskusamlega heim. Við Svavar sitjum hlið við hlið í drapplituðum sófa. Á móti okkur situr Rebekka með tómlegt augnaráð bak við gleraugu sem gera ekkert fyrir ... Lesa meira

Trúðslæti um ást og missi

2022-10-12T15:56:18+00:0010. október 2022|

Við fórum loksins í Tjarnarbíó í gærkvöldi og sáum Hið stórfenglega ævintýri um missi eftir Grímu Kristjánsdóttur sem einnig leikur bæði hlutverkin, sjálfa sig og hliðarsjálfið Jójó trúð. Með henni á sviðinu er tónlistarmaðurinn Þórður Sigurðarson og einnig tekur virkan þátt í sýningunni ljósameistarinn Arnar Ingvarsson. Ég er ekki frá því að það staka atriði ... Lesa meira

Er ímynd raunveruleiki?

2022-10-12T15:36:20+00:009. október 2022|

Það hafa heldur betur orðið umskipti á Kassa Þjóðleikhússins. Þar hafa veggir verið fjarlægðir í anddyri og rýmið opnað þannig að maður trúði varla sínum eigin augum. Ekki spillir skemmtileg notkun rimla úr Íþróttahúsi Jóns Þorsteinssonar eins og þetta hús hét á sinni tíð. Það fór því einkar vel á því að fyrsta frumsýning eftir ... Lesa meira

Fyrsta hvíta móðirin í geimnum

2022-10-06T12:25:52+00:006. október 2022|

eftir Ingu Björk Margrétar Bjarnadóttur og Jovönu Pavlović Kynþáttafordómar, hvítleikinn og mörk listarinnar Úr Tímariti Máls og menningar, 3. hefti 2022     Jovana Pavlović Styttumálið svokallaða var áberandi í fjölmiðlaumræðu fyrri hluta þessa árs. Málið má rekja til þess þegar listaverk birtist óvænt á bílastæðinu við Nýlistasafnið þann 9. apríl sl., í ... Lesa meira

Skækjur, mæður, saumaklúbbsforsetar og aðrar kvenlegar verur

2022-10-04T10:21:35+00:004. október 2022|

Brynja Hjálmsdóttir: Kona lítur við. Una útgáfuhús 2021. 80 bls. Úr Tímariti Máls og menningar, 3. hefti 2022. Ljóðið virðist blómstra þessi misserin. Ljóðaútgáfa er mikil, ljóðaupplestrar eru haldnir um allan bæ eða í streymi, ljóðum rignir inn í ljóðasamkeppnir og stöku ljóðabækur fá jafnvel gagnrýni í dagblöðum. Viðurkenningin Maístjarnan er veitt fyrir útgefna ljóðabók ... Lesa meira

Vængjaðar verur

2022-09-30T15:13:59+00:004. október 2022|

Auður Jónsdóttir: Allir fuglar fljúga í ljósið. Bjartur, 2021. 359 bls. Úr Tímariti Máls og menningar, 3. hefti 2022.   Áföll og afleiðingar þeirra hafa litað bæði skáldskap og samfélagsumræðuna undanfarin ár og nýjasta bók Auðar Jónsdóttur, Allir fuglar fljúga í ljósið, hverfist í kringum það þema. Sigmund Freud var meðal þeirra fyrstu sem lagðist ... Lesa meira

Engin venjuleg stelpa

2022-10-04T10:21:20+00:004. október 2022|

Þórunn Rakel Gylfadóttir: Akam, ég og Annika. Angústúra 2021. 353 bls. Úr Tímariti Máls og menningar, 3. hefti 2022.   Unglingasagan Akam, ég og Annika eftir Þórunni Rakel Gylfadóttur hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki barnabóka fyrir síðasta ár. Þetta er fyrsta bók höfundar sem var bæði nemandi (við HÍ) og kennari (við Hagaskóla) í ritlist ... Lesa meira

Ei við eina fjöl er ég felldur …

2022-10-04T10:21:12+00:004. október 2022|

Sigrún Helgadóttir: Sigurður Þórarinsson. Mynd af manni. Náttúruminjasafn Íslands, 2021. Úr Tímariti Máls og menningar, 3. hefti 2022 Haraldur konungur Sigurðarson sagði um Gissur Ísleifsson, seinna Skálholtsbiskup, að hann myndi best fallinn til að bera hvert tignarnafn sem hann hlyti. Eitthvað í þessum dúr mætti líka segja um Sigurð Þórarinsson prófessor og jarðfræðing, hann hefði ... Lesa meira

Byltingin 1809

2022-09-30T14:15:41+00:0025. september 2022|

Tvær byltingar hafa verið gerðar á Íslandi og það liðu tvö hundruð ár á milli þeirra. Önnur er kennd við hundadaga árið 1809, hin við búsáhöld árið 2009. Á þetta benti Einar Már Guðmundsson í bráðskemmtilegri en útúrdúra-auðugri frásögn sinni af fyrri byltingunni á Sögulofti Landnámssetursins í Borgarnesi í gærkvöldi. Sögustundin hans heitir einfaldlega 1809 ... Lesa meira

Ég um mig frá mér til mín

2022-09-30T12:09:28+00:0024. september 2022|

Leikfélag Reykjavíkur frumsýndi Bara smástund á stóra sviðinu í gærkvöldi, ekta franskan gamanleik eftir Florian Zeller undir vel hugsaðri leikstjórn Álfrúnar Helgu Örnólfsdóttur. Sverrir Norland þýddi einkar lipurlega. Við erum stödd í glæsiíbúð Michels (Þorsteinn Bachmann) og Nathalie (Sólveig Arnarsdóttir) sem Helga Stefánsdóttir hefur búið húsgögnum og listaverkum af smekkvísi. Michel er kampakátur því að ... Lesa meira