Þú ert hér://2022

Halló, þú gamli sársauki

2022-11-21T13:41:24+00:0022. nóvember 2022|

Eva Rún Snorradóttir. Óskilamunir. Reykjavík: Benedikt 2021, 147 bls. Úr Tímariti Máls og menningar 4. hefti 2022 Í Óskilamunum eftir Evu Rún Snorradóttur eru þrjátíu og þrjár frásagnir sem lesa má sem sjálfstæðar sögur – og ljóð inni á milli – en saman mynda þær einnig ákveðna heild sem opinberast bæði í gegnum rödd sögukonu ... Lesa meira

Það hlýtur að vera tilgangur

2022-11-21T13:59:05+00:0021. nóvember 2022|

Það var hressandi að láta óska sér til hamingju með afmælið við komuna í leikhúsið í gærkvöldi. Sú sem það gerði var í grænum búningi, ákaflega glaðleg á svipinn og sleikti sleikibrjóstsykur í óða önn og engin leið önnur en þakka fyrir hamingjuóskirnar þótt ég ætti ekki afmæli. Einnig tóku á móti gestum tveir óléttir ... Lesa meira

Tvö ljóð

2022-11-14T11:55:45+00:0014. nóvember 2022|

eftir Natöshu S. Úr Tímariti Máls og menningar, 3. hefti 2022   Natasha S. / Ljósmynd: Eva Schram Rústir ég sat á fornum rústum með fallegt útsýni yfir þök og fljót á hlýjum og björtum degi éclair í boxi við hlið mér og skrifaði póstkort til mín í rauðri viðvörun flaug ég heim ... Lesa meira

Tveggja mála fjölskyldudrama

2022-11-11T21:25:45+00:0011. nóvember 2022|

Á Íslandi eru tvö opinber tungumál en annað þeirra, íslenska táknmálið, sést ekki oft í stóru leikhúsum landsins. Það gerðist þó á frumsýningu leikritsins Eyju eftir Ástbjörgu Rut Jónsdóttur og Sóleyju Ómarsdóttur á litla sviði Þjóðleikhússins á fimmtudaginn í leikstjórn Andreu Elínar Vilhjálmsdóttur. Að sýningunni stendur O.N., sviðslistahópur sem samanstendur af döff og heyrandi listafólki, ... Lesa meira

Hamingjudag eftir hamingjudag

2022-11-06T13:18:37+00:006. nóvember 2022|

Af einhverri tilviljun hafði ég hvorki séð né lesið Hamingjudaga Samuels Beckett fyrr en í gærkvöldi, bara lesið um þá og það var skrítin lesning: kona í moldarhaug, föst upp að mitti og talar látlaust við mann sem bregst sjaldan við. En í gær sá ég Eddu Björgu Eyjólfsdóttur túlka þessa konu, hana Vinní, á ... Lesa meira

Skógurinn, bækurnar og vonin

2022-11-03T11:22:43+00:003. nóvember 2022|

eftir Sigþrúði Gunnarsdóttur Katie Paterson og Framtíðarbókasafnið í Ósló Úr Tímariti Máls og menningar, 3. hefti 2022     „Velkomin á áttunda ár þessa hundrað ára langa listaverks. Takk fyrir að taka þátt í því með okkur,“ sagði listakonan Katie Paterson í Nordmarka-skóginum í útjaðri Óslóar í nýliðnum júnímánuði, þangað sem tveir höfundar voru komnir ... Lesa meira

Sæunn fær orðið

2022-10-29T11:00:43+00:0029. október 2022|

Besti vinur minn sór þess snemma dýran eið að verða leiðinlegt og erfitt gamalmenni. Auðvitað hlógum við að honum en stundum tekst honum ætlunarverkið, það verð ég að viðurkenna, oftar samt ekki. Sæunn (Guðrún S. Gísladóttir) í nýju leikriti Matthíasar Tryggva Haraldssonar, sem frumsýnt var á Litla sviði Borgarleikhússins í gærkvöldi, veit að það eru ... Lesa meira

Leikur án orða

2022-10-24T12:06:05+00:0024. október 2022|

Leikhópurinn Baun í bala frumsýndi fyrir nokkru nýja algrímusýningu í Tjarnarbíó sem Ágústa Skúladóttir leikstýrir ásamt Orra Hugin Ágústssyni. Verkið heitir Hríma og segir frá fullorðinni einsetukonu, Hrímu (Aldís Davíðsdóttir) sem býr á afskekktum stað í heldur ótótlegu húsnæði gerðu mestmegnis úr teppum og lökum. Þar hefur hún lokað sig inni með gömlum minningum – ... Lesa meira

… og að bönum verða

2022-10-23T12:56:55+00:0023. október 2022|

Íslenska óperan sýndi í gær óperuna Brothers eða Bræður eftir Daníel Bjarnason á sviði Eldborgarsalarins í Hörpu. Óperan var samin eftir samnefndri kvikmynd danska leikstjórans Susanne Bier að beiðni Musikhuset í Árósum, frumsýnd þar 2017 og í Eldborg á Listahátíð 2018. Líbrettó er eftir Kerstin Perski, leikstjóri er Kasper Holten, Magnús Ragnarsson stjórnaði Kór Íslensku ... Lesa meira

Sísí fríkar út

2022-10-19T09:18:18+00:0018. október 2022|

Nokkrir dropar í bakkafulla læsislækinn Eftir Brynhildi Þórarinsdóttur Úr Tímariti Máls og menningar, 4. hefti 2015 BrynhildurÞórarinsdóttir / Mynd: Gassi Læsishasar – hverjum hefði dottið í hug að þessi tvö orð næðu saman? Það er þó varla hægt að lýsa umræðunni um læsi í haust á annan hátt. Forsíðufréttir með krassandi fyrirsögnum, yfirlýsingar ... Lesa meira