Þú ert hér://elin

About elin

This author has not yet filled in any details.
So far elin has created 869 blog entries.

Þræðir hnýttir saman í tíma og rúmi

2023-09-14T14:26:05+00:0014. september 2023|

Anna María Bogadóttir: Jarðsetning. Angústúra / Úrbanistan, 2022, 246 bls. Úr Tímariti Máls og menningar 3. hefti 2023 Ég man ekki hvenær ég steig fyrst inn í Iðnaðarbankahúsið við Lækjargötu. Mig langar að segja að það hafi verið um það leyti sem ég byrjaði að drekka kaffi, einhvern tímann undir lok fyrsta árs í menntaskóla. ... Lesa meira

Að skapa sína eigin fortíð

2023-09-14T14:53:29+00:0014. september 2023|

Þorvaldur Sigurbjörn Helgason. Manndómur. Reykjavík: Mál og menning 2022, 63 bls. Úr Tímariti Máls og menningar 3. hefti 2023 Í upphafsljóði ljóðabókarinnar Manndóms eftir Þorvald Sigurbjörn Helgason er að finna þessa ljóðlínu: „ég vil ekki vera ég, ég vil vera einhver annar“. Ljóðið hefur yfirskriftina „Spádómur“ og þar er lýst atviki úr bernsku þegar ljóðmælandi ... Lesa meira

Domino’s á Skólavörðustíg

2023-06-21T14:09:16+00:0021. júní 2023|

eftir Jónas Reyni Gunnarsson Úr Tímariti Máls og menningar, 3. hefti 2014.     Strákur hækkar í græjum og býr til drunur. Hann er í íþróttabuxum. Blátt skilti lýsir upp strákinn og stelpuna. Magnarinn nær að hrista hár stelpunnar úr teygjunni. Vá, segir hún. Hemlaljós varpa á þau rauðri birtu. Hljóðin úr græjunum opna dyrnar ... Lesa meira

Á hvarmi lífsins

2023-05-15T11:17:36+00:0015. maí 2023|

eftir Ísak Harðarson Úr Tímariti Máls og menningar, 3. hefti 1993.     Er ég geng niður í fjöruna að leita að kyrrð er kyrrðin þar á ferð að leita að manni Og horfumst í augu tvö augnablik blikandi himinn blikandi haf „Sjáumst!“ Og hún festir mig í minni og ég festi hana hér   ... Lesa meira

Uppvöxtur í fangelsi

2023-04-24T09:31:34+00:0024. apríl 2023|

Um sögu Albaníu og Frjáls eftir Leu Ypi eftir Illuga Jökulsson Úr Tímariti Máls og menningar 2 hefti, 2023.   Illugi Jökulsson Munið þið eftir sögum um evrópsku landakortin frá miðöldum? Sums staðar voru auð svæði þangað sem hvorki landkönnuðir né kaupmenn höfðu ennþá komið og þá skrifuðu kortagerðarmennirnir á þessi svæði frekar ... Lesa meira

Uppskrift að ást

2023-04-21T18:02:48+00:0021. apríl 2023|

Um skáldsögur Jenny Colgan, eftirhrunsskvísusögur og veruleikaflótta eftir Snædísi Björnsdóttur Úr Tímariti Máls og menningar, 2. hefti 2023   Jenny Colgan Jenny Colgan er skoskur metsöluhöfundur sem hefur unnið hug og hjörtu lesenda víðsvegar um heim. Bækur hennar þykja almennt einstaklega ljúfar og notalegar og þeim hefur jafnvel verið lýst sem lystaukandi. Colgan ... Lesa meira

Upphaf skáldsögunnar „2084: endalok heimsins“  

2023-04-17T15:39:51+00:0017. apríl 2023|

Boualem Sansal / Ljósmynd: Francesca Mantovani © Éditions Gallimard eftir Boualem Sansal Friðrik Rafnsson þýddi Úr Tímariti Máls og menningar, 3. hefti 2021.         Trúarbrögðin gera að verkum að fólk elskar Guð, en ekkert er öflugra en þau til að fá mann til að fyrirlíta manninn og hata mannkynið. Það er ... Lesa meira

Einu sinni var …

2023-04-13T14:17:52+00:0013. apríl 2023|

– hugleiðing um sögur, áheyrendur, lesendur, rithöfunda og sögumenn eftir Sjón Úr Tímariti Máls og menningar, 2. hefti 2010.   Ljósmynd: Wiktoria Bosc. „Einu sinni var …“ Hversu gamalkunnugt sem það verður og þvælt (eða margtuggið líkt og hápunktur týndrar Íslendingasögu á óslítandi pjötlu af kálfskinni sem velkist milli tanna ólæss vinnukarls á ... Lesa meira

Að elska og að anda á fljúgandi fart

2023-04-12T09:32:25+00:0011. apríl 2023|

Pedro Gunnlaugur Garcia: Lungu. Bjartur, 2022. 391 bls. Úr Tímarit Máls og menningar, 2. hefti 2023.   Það er ekki létt verk að skrifa gagnrýni um skáldsögu sem þegar hefur hlotið verðlaun sem sú besta sem kom út á síðasta ári. Eftir sem áður er það þó skylda gagnrýnanda að rýna vandlega í innihald og ... Lesa meira

Orrustan um Tjarnarhólmann

2023-04-12T09:26:24+00:0011. apríl 2023|

Árni Snævarr. Ísland Babýlon. Dýrafjarðarmálið og sjálfstæðisbaráttan í nýju ljósi. Mál og menning, 2022. 312 bls. Úr Tímariti Máls og menningar, 2. hefti 2023.   „Dýrafjarðarmálið“ verður seint talið meðal stóratburða Íslandssögunnar og ætti naumast skilið meira en stutta neðanmálsgrein í sögubókum. Það hófst með því að verslunarráði bæjarins Dunkerque barst bænaskrá undirrituð af 21 ... Lesa meira