Þú ert hér://elin

About elin

This author has not yet filled in any details.
So far elin has created 875 blog entries.

Brot úr Armeló

2023-10-17T15:04:58+00:0017. október 2023|

eftir Þórdísi Helgadóttur Úr skáldsögunni Armeló sem er væntanleg 19. október. Mál og menning gefur út.     1.   Maðurinn minn var breyttur. Hitinn gerði hann sleipan og brúnan, hárið var gult og úr sér vaxið. Þurrkurinn fór með það eins og sinu. Hann horfði á veginn, ég horfði á hann og hugsaði um ... Lesa meira

Tvö álfakvæði

2023-10-16T15:49:55+00:0013. október 2023|

Álfar eftir Hjörleif Hjartarson og Rán Flygenring (Angústúra, 2023) eftir Hjörleif Hjartarson Úr Tímariti Máls og mennningar, 3. hefti 2023 Ljóðin birtast einnig í bókinni Álfar eftir þau Hjörleif og Rán Flygenring sem kemur út hjá Angústúru á dögunum. Þau hafa áður gefið út verkin Fuglar og Hestar saman. Verk úr bókinni eftir ... Lesa meira

Brot úr Klettinum

2023-09-28T13:33:47+00:0028. september 2023|

eftir Sverri Norland Tveir kaflar úr skáldsögunni Kletturinn. JPV útgáfa gefur út.       (4)   Þegar við komum heim stýrði ég öllu eins og hershöfðingi. Ég lét renna í bað, afklæddi mannskapinn, skolaði Sólu hratt og örugglega og leyfði tvíburunum að leika sér í vatninu á meðan ég sauð pasta handa þrenningunni. En ... Lesa meira

Tvö ljóð eftir Kaveh Akbar

2023-09-19T14:02:03+00:0015. september 2023|

Úr Tímariti Máls og menningar, 3. hefti 2023 Þórdís Helgadóttir þýddi   Mjólkurá leyfðu mér aðeins           fyrir ekki svo löngu var ég heilalaus dró eldflugur letilega inn á milli tannanna           tuggði úr þeim hreint ljós           þá var svo stór hluti af mér ekkert að ég hefði passað í sykurmola ... Lesa meira

„Það sem ég hafði gert og hafði ekki ætlað að gera“

2023-09-14T14:40:59+00:0014. september 2023|

Gyrðir Elíasson: Pensilskrift: Smáprósar I og Þöglu myndirnar: Smáprósar II. Dimma, 2022, 267/271 bls. Úr Tímariti Máls og menningar 3. hefti 2023     Gyrðir Elíasson er fyrir löngu orðinn þjóðþekktur fyrir verk sín sem samanstanda af ljóðabókum, skáldsögum og smásagnasöfnum og nú hefur bæst í safnið smásagnaprósasafn í tveimur bindum: Þöglu myndirnar og Pensilskrift. ... Lesa meira

Undir tampi

2023-09-14T14:26:46+00:0014. september 2023|

Haukur Már Helgason: Tugthúsið. Mál og menning 2022. 453 bls. Úr Tímariti Máls og menningar 3. hefti 2023 Hvernig á að skilgreina þessa bók? Skýrsla, kallar hún sig sjálf: Skýrsla skrifuð af Páli nokkrum Holt, fráfarandi öryggisverði Stjórnarráðsins, til að rannsaka mögulegar orsakir óþægindanna, eða reimleikanna, sem hafa gert vart við sig í fornfrægu húsinu. ... Lesa meira

Þræðir hnýttir saman í tíma og rúmi

2023-09-14T14:26:05+00:0014. september 2023|

Anna María Bogadóttir: Jarðsetning. Angústúra / Úrbanistan, 2022, 246 bls. Úr Tímariti Máls og menningar 3. hefti 2023 Ég man ekki hvenær ég steig fyrst inn í Iðnaðarbankahúsið við Lækjargötu. Mig langar að segja að það hafi verið um það leyti sem ég byrjaði að drekka kaffi, einhvern tímann undir lok fyrsta árs í menntaskóla. ... Lesa meira

Að skapa sína eigin fortíð

2023-09-14T14:53:29+00:0014. september 2023|

Þorvaldur Sigurbjörn Helgason. Manndómur. Reykjavík: Mál og menning 2022, 63 bls. Úr Tímariti Máls og menningar 3. hefti 2023 Í upphafsljóði ljóðabókarinnar Manndóms eftir Þorvald Sigurbjörn Helgason er að finna þessa ljóðlínu: „ég vil ekki vera ég, ég vil vera einhver annar“. Ljóðið hefur yfirskriftina „Spádómur“ og þar er lýst atviki úr bernsku þegar ljóðmælandi ... Lesa meira

Domino’s á Skólavörðustíg

2023-06-21T14:09:16+00:0021. júní 2023|

eftir Jónas Reyni Gunnarsson Úr Tímariti Máls og menningar, 3. hefti 2014.     Strákur hækkar í græjum og býr til drunur. Hann er í íþróttabuxum. Blátt skilti lýsir upp strákinn og stelpuna. Magnarinn nær að hrista hár stelpunnar úr teygjunni. Vá, segir hún. Hemlaljós varpa á þau rauðri birtu. Hljóðin úr græjunum opna dyrnar ... Lesa meira

Á hvarmi lífsins

2023-05-15T11:17:36+00:0015. maí 2023|

eftir Ísak Harðarson Úr Tímariti Máls og menningar, 3. hefti 1993.     Er ég geng niður í fjöruna að leita að kyrrð er kyrrðin þar á ferð að leita að manni Og horfumst í augu tvö augnablik blikandi himinn blikandi haf „Sjáumst!“ Og hún festir mig í minni og ég festi hana hér   ... Lesa meira